JóiPé og Króli með mest spilaða lag og mest seldu plötu ársins 2018 Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 17. janúar 2019 16:15 Tónlist JóaPé og Króla var vinsæl á árinu, líkt og á síðasta ári. Á toppi Tónlistans fyrir allt árið 2018 trónir platan Afsakið hlé með JóaPé og Króla, og á toppi Lagalistans fyrir sama ár er lagið Í átt að tunglinu með þeim félögum. Í öðru sæti Tónlistans, sem sýnir mest seldu plötur ársins, er samnefnd fyrsta plata Flona, sem kom reyndar út í desember 2017. Í þriðja sætinu er fyrsta plata JóaPé og Króla, Gerviglingur, sem kom einnig út árið 2017. Einnar nætur platan þeirra 22:40-08:16 rataði líka inn á listann, í 34. sæti. Í öðru sæti Lagalistans, sem er samantekt á mest spiluðu lögum ársins, er lagið One Kiss með breska tónlistarfólkinu Calvin Harris og Dua Lipa og í því þriðja er lagið Aldrei heim með Aroni Can, en það er fyrsta smáskífan af plötu hans Trúpíter sem kom út í maí síðastliðnum. Tónlistinn er unninn af Félagi Hljómplötuframleiðenda og inniheldur sölutölur í verslunum Hagkaupa, Pennans / Eymundsson, 12 Tóna, Smekkleysu plötubúð, Vefverslun Alda Music, Lucky Records og Heimkaupa. Einnig er tekið mið af heildarspilun platna á Spotify og sú spilun umreiknuð í seld eintök samkvæmt alþjóðlegum stöðlum. Hér má sjá Tónlistann 2018 í heild sinni, en Lagalistann má finna neðar í greininni. Ást Íslendinga á Ed Sheeran skín í gegn á listunum, því að þó lítið hafi komið út frá kappanum á liðnu ári er lagið Perfect í fjórtánda sæti Lagalistans, Shape of You í 32. sæti og What Do I Know? í því 66., en þau eru öll af plötu hans ÷ frá 2017. Þar að auki eru þrjár plötur hans á Tónlistanum, ÷ í tíunda, x í 59., og + í 87. sæti. Herra Hnetusmjör gaf út plötuna Hetjan úr hverfinu á árinu og plötuna KÓPBOI í lok ársins 2017, sú fyrrnefnda endaði í þrettánda sæti Tónlistans en sú síðari í því sjötta. Þar að auki er plata hans Flottur skrákur í 66. sæti, og hann á heil fjögur lög á Lagalistanum. Vert er að minnast að lögin í áttunda og níunda sæti Lagalistans höfðu bæði komið út áður, en útgáfurnar sem komast á lista eru endurgerðir þar sem Cardi B hefur bæst í hópinn. Annað lagið með Bruno Mars en hitt með Maroon 5. Cardi B á svo líka lagið I Like It í nítjánda sæti listans, og plata hennar Invasion of Privacy er í 25. sæti Tónlistans. Athygli vekur að tvær íslenskar sveitir sem komu fyrst fram á sjónarsviðið á árinu, ClubDub og Séra Bjössi, eru ofarlega á lista. Juice Menu, Vol. 1 eftir þá fyrrnefndu er í áttunda sæti Tónlistans en plata Séra Bjössa, Gamla Testamentið, í því átjánda. Koma Guns N’ Roses hlýtur að hafa haft áhrif á það að Appetite for Destruction er í 42. sæti Tónlistans. Vert er að minnast á það að myndband við lag sömu sveitar, November Rain, varð í ár það langelsta til að ná milljarði áhorfa á YouTube. Umrædd plata sveitarinnar er frá árinu 1985 en er þó ekki elsta platan á listanum, en tónlistin úr leikritinu Dýrin í hálsaskógi, sem er í 36. sæti, kom fyrst út á plötu árið 1967. Lagalistinn er eins og Tónlistinn unninn af Félagi hljómplötuframleiðenda og inniheldur samantekt á mest spiluðu eða vinsælustu lögunum á eftirtöldum útvarpsstöðvum: Bylgjan, FM957, Xið 977, Rás 2 og K100. Auk þess er tekið mið af spilun á Spotify. Hér má sjá Lagalistann 2018 í heild sinni. Fréttir ársins 2018 Menning Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Á toppi Tónlistans fyrir allt árið 2018 trónir platan Afsakið hlé með JóaPé og Króla, og á toppi Lagalistans fyrir sama ár er lagið Í átt að tunglinu með þeim félögum. Í öðru sæti Tónlistans, sem sýnir mest seldu plötur ársins, er samnefnd fyrsta plata Flona, sem kom reyndar út í desember 2017. Í þriðja sætinu er fyrsta plata JóaPé og Króla, Gerviglingur, sem kom einnig út árið 2017. Einnar nætur platan þeirra 22:40-08:16 rataði líka inn á listann, í 34. sæti. Í öðru sæti Lagalistans, sem er samantekt á mest spiluðu lögum ársins, er lagið One Kiss með breska tónlistarfólkinu Calvin Harris og Dua Lipa og í því þriðja er lagið Aldrei heim með Aroni Can, en það er fyrsta smáskífan af plötu hans Trúpíter sem kom út í maí síðastliðnum. Tónlistinn er unninn af Félagi Hljómplötuframleiðenda og inniheldur sölutölur í verslunum Hagkaupa, Pennans / Eymundsson, 12 Tóna, Smekkleysu plötubúð, Vefverslun Alda Music, Lucky Records og Heimkaupa. Einnig er tekið mið af heildarspilun platna á Spotify og sú spilun umreiknuð í seld eintök samkvæmt alþjóðlegum stöðlum. Hér má sjá Tónlistann 2018 í heild sinni, en Lagalistann má finna neðar í greininni. Ást Íslendinga á Ed Sheeran skín í gegn á listunum, því að þó lítið hafi komið út frá kappanum á liðnu ári er lagið Perfect í fjórtánda sæti Lagalistans, Shape of You í 32. sæti og What Do I Know? í því 66., en þau eru öll af plötu hans ÷ frá 2017. Þar að auki eru þrjár plötur hans á Tónlistanum, ÷ í tíunda, x í 59., og + í 87. sæti. Herra Hnetusmjör gaf út plötuna Hetjan úr hverfinu á árinu og plötuna KÓPBOI í lok ársins 2017, sú fyrrnefnda endaði í þrettánda sæti Tónlistans en sú síðari í því sjötta. Þar að auki er plata hans Flottur skrákur í 66. sæti, og hann á heil fjögur lög á Lagalistanum. Vert er að minnast að lögin í áttunda og níunda sæti Lagalistans höfðu bæði komið út áður, en útgáfurnar sem komast á lista eru endurgerðir þar sem Cardi B hefur bæst í hópinn. Annað lagið með Bruno Mars en hitt með Maroon 5. Cardi B á svo líka lagið I Like It í nítjánda sæti listans, og plata hennar Invasion of Privacy er í 25. sæti Tónlistans. Athygli vekur að tvær íslenskar sveitir sem komu fyrst fram á sjónarsviðið á árinu, ClubDub og Séra Bjössi, eru ofarlega á lista. Juice Menu, Vol. 1 eftir þá fyrrnefndu er í áttunda sæti Tónlistans en plata Séra Bjössa, Gamla Testamentið, í því átjánda. Koma Guns N’ Roses hlýtur að hafa haft áhrif á það að Appetite for Destruction er í 42. sæti Tónlistans. Vert er að minnast á það að myndband við lag sömu sveitar, November Rain, varð í ár það langelsta til að ná milljarði áhorfa á YouTube. Umrædd plata sveitarinnar er frá árinu 1985 en er þó ekki elsta platan á listanum, en tónlistin úr leikritinu Dýrin í hálsaskógi, sem er í 36. sæti, kom fyrst út á plötu árið 1967. Lagalistinn er eins og Tónlistinn unninn af Félagi hljómplötuframleiðenda og inniheldur samantekt á mest spiluðu eða vinsælustu lögunum á eftirtöldum útvarpsstöðvum: Bylgjan, FM957, Xið 977, Rás 2 og K100. Auk þess er tekið mið af spilun á Spotify. Hér má sjá Lagalistann 2018 í heild sinni.
Fréttir ársins 2018 Menning Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira