Heimsljós 2018: Mest lesnu fréttirnar Heimsljós kynnir 2. janúar 2019 09:30 Eitt hundrað milljóna króna framlag utanríkisráðuneytisins til neyðaraðstoðar í Jemen var mest lesna fréttin í Heimsljósi á árinu. Fréttin birtist um miðjan nóvember. Þar sagði að Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hefði ákveðið að verja 100 milljónum til neyðaraðstoðar í Jemen og skipta framlaginu jafnt á milli Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP) og Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF). Önnur mest lesna frétt ársins var um leit ráðuneytisins að unglingi fæddum árið 2003 til að taka þátt í kynningu á Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. „Viðkomandi þarf að hafa gott vald á íslensku og ensku, vera ófeiminn og áhugasamur um betri heim,“ sagði í fréttinni og rúmlega 80 umsóknir bárust. Fyrir valinu varð Elíza Gígja Ómarsdóttir, unglingsstúlka úr Fossvoginum í Reykjavík, sem fór til Úganda í tíu daga ferð. Frásögnin birtist í röð þriggja sjónvarpsþátta á aðventunni undir yfirskriftinni: Heimsmarkmið Elízu. Þriðja mest lesna frétt ársins í Heimsljósi var frétt um styrkveitingu, 55,5 milljónir vegna átakanna í Sýrlandi, sem utanríkisráðherra tilkynnti um í janúar. Um var að ræða framlag til Rauða krossins á Íslandi til þriggja verkefna í þágu sýrlenskra flóttamanna í Líbanon og Tyrklandi en einnig var hluta framlagsins varið til bágstaddra heimamanna í löndunum tveimur. Fjórða mest lesna fréttin var um stofnun ungmennaráðs Stjórnarráðsins vegna Heimsmarkmiðanna og fimmta mest lesna fréttin var hrós í garð utanríkisráðuneytisins frá UNICEF fyrir „rausnarlegan stuðning“ en sú frétt birtist í ársbyrjun.Tíu mest lesnu fréttir Heimsljóss 2018.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent
Eitt hundrað milljóna króna framlag utanríkisráðuneytisins til neyðaraðstoðar í Jemen var mest lesna fréttin í Heimsljósi á árinu. Fréttin birtist um miðjan nóvember. Þar sagði að Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hefði ákveðið að verja 100 milljónum til neyðaraðstoðar í Jemen og skipta framlaginu jafnt á milli Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP) og Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF). Önnur mest lesna frétt ársins var um leit ráðuneytisins að unglingi fæddum árið 2003 til að taka þátt í kynningu á Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. „Viðkomandi þarf að hafa gott vald á íslensku og ensku, vera ófeiminn og áhugasamur um betri heim,“ sagði í fréttinni og rúmlega 80 umsóknir bárust. Fyrir valinu varð Elíza Gígja Ómarsdóttir, unglingsstúlka úr Fossvoginum í Reykjavík, sem fór til Úganda í tíu daga ferð. Frásögnin birtist í röð þriggja sjónvarpsþátta á aðventunni undir yfirskriftinni: Heimsmarkmið Elízu. Þriðja mest lesna frétt ársins í Heimsljósi var frétt um styrkveitingu, 55,5 milljónir vegna átakanna í Sýrlandi, sem utanríkisráðherra tilkynnti um í janúar. Um var að ræða framlag til Rauða krossins á Íslandi til þriggja verkefna í þágu sýrlenskra flóttamanna í Líbanon og Tyrklandi en einnig var hluta framlagsins varið til bágstaddra heimamanna í löndunum tveimur. Fjórða mest lesna fréttin var um stofnun ungmennaráðs Stjórnarráðsins vegna Heimsmarkmiðanna og fimmta mest lesna fréttin var hrós í garð utanríkisráðuneytisins frá UNICEF fyrir „rausnarlegan stuðning“ en sú frétt birtist í ársbyrjun.Tíu mest lesnu fréttir Heimsljóss 2018.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent