Viðskipti innlent

ON auglýsir eftir nýjum stjóra

Sigurður Mikael Jónsson skrifar
Staðan hefur verið laus síðan í september.
Staðan hefur verið laus síðan í september. Fréttablaðið/Anton Brink
Orka náttúrunnar, dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur, hóf í gær að auglýsa eftir nýjum framkvæmdastjóra fyrirtækisins en starfinu hefur Berglind Rán Ólafsdóttir sinnt til bráðabirgða síðan um miðjan september.

Sem kunnugt er var Bjarna Má Júlíussyni sagt upp sem framkvæmdastjóra ON þann 13. september vegna ósæmilegrar framkomu við starfsfólk og Bjarni Ásmundsson ráðinn tímabundið í hans stað. Hann tók hins vegar ekki við starfinu eftir að stjórn Orkuveitu Reykjavíkur höfðu borist upplýsingar um alvarlegar ásakanir á hendur honum. Málefni ON voru mikið í kastljósi fjölmiðla síðan og lauk málinu með úttekt innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar á vinnustaðamenningu OR í nóvember.

Ein af hæfniskröfum nýs framkvæmdastjóra samkvæmt auglýsingu er geta og vilji til að vinna markvisst að jafnréttismálum og óumdeildir leiðtoga- og stjórnunarhæfileikar. Nánar má lesa um starfið í aukablaði um Atvinnu sem fylgir Fréttablaðinu í dag.




Tengdar fréttir

Kafa þurfi dýpra í málefni OR

Eyþór Arnalds segir ljóst að fara þurfi dýpra í málefni Orkuveitunnar. Úttekt á vinnustaðamenningu OR var kynnt á fundi borgarráðs í gær.

Ekki sammála um réttmæti uppsagnar

Skýrsla innri endurskoðunar um Orkuveitu Reykjavíkur var kynnt í gær. Stjórnarformaður og starfandi forstjóri OR sáttir við niðurstöðurnar.

Tíu vikna „stormur í vatnsglasi“

Sjötíu dögum eftir að Áslaugu Thelmu Einarsdóttur var sagt upp störfum sem forstöðumanni á einstaklingssviði hjá Orku náttúrunnar er niðurstaða óháðrar úttektar á málinu sú að uppsögnin hafi verið réttmæt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×