Hvítt verður svart í Mosfellsbænum Benedikt Bóas skrifar 7. janúar 2019 07:30 Gleðipinnar ehf. er ört vaxandi félag á markaði veitinga og afþreyingar. Félagið á og rekur Keiluhöllina í Egilshöll og Shake&Pizza og á meirihluta í Hamborgarafabrikkunni. Hér eru frá vinstri; Jóhannes, Karl Viggó og Jón Gunnar. „Það eru komnir nýir aðilar inn og tveir sköllóttir pitsusalar því búnir að sameinast, ég og Jói Ásbjörns,“ segir Jón Gunnar Geirdal en Gleðipinnar, rekstraraðilar Keiluhallarinnar og Hamborgarafabrikkunnar, hafa keypt ráðandi hlut í pitsustaðnum Blackbox í Borgartúni. Þeir ætla að stækka fyrirtækið og opna fleiri Blackbox staði, sá fyrsti verður í Mosfellsbæ og er húsnæðið þegar fundið – þar sem Hvíti riddarinn stóð keikur í mörg ár. „Við Jói þekkjumst síðan í gamla daga þegar við vorum saman á Mónó, þeirri frábæru útvarpsstöð. Pálma Guðmunds, sem nú er sjónvarpsstjóri Símans, datt í hug að búa til 70 mínútur og það fór svo í sjónvarp og ég tók yfir Mónó. Þetta gefur okkur vængi til að fara hratt og örugglega í stækkun,“ segir Jón. Blackbox Pizzeria var opnaður 22. janúar fyrir einu ári í Borgartúni 26 og hefur notið mikilla vinsælda. Staðurinn afgreiðir eldsnöggar, eldbakaðar, súrdeigsbotns pitsur en byltingarkenndur snúningsofninn nær gífurlegum hita og eldbakar pitsuna á aðeins tveimur mínútum. „Við munum snýta gamla staðnum, hann er kominn vel til ára sinna og þarfnast viðhalds. Honum verður gjörbreytt en við ætlum að vera með boltagláp áfram. Fólk mun áfram sjá sinn bolta en núna með Blackbox pitsum. Það búa 10-11 þúsund manns í Mosó og þar skortir á skemmtilega veitingastaði, aðra en KFC og Mosfellsbakarí. Ef Mosfellingur nennir ekki í bakaríið eða á KFC þá þarf að fara annað. Þessu viljum við breyta. Þetta er gamli heimavöllur Kaleo, þarna stigu þeir sín fyrstu skref. Staðurinn hefur verið til í langan tíma og bærinn sem bjó til Kaleo á auðvitað skilið að fá betri pitsur. Bæjarlistamaðurinn Steindi Jr. er þarna rétt hjá svo hann verður væntanlega fastagestur,“ segir Jón léttur. Birtist í Fréttablaðinu Matur Mosfellsbær Veitingastaðir Mest lesið Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira
„Það eru komnir nýir aðilar inn og tveir sköllóttir pitsusalar því búnir að sameinast, ég og Jói Ásbjörns,“ segir Jón Gunnar Geirdal en Gleðipinnar, rekstraraðilar Keiluhallarinnar og Hamborgarafabrikkunnar, hafa keypt ráðandi hlut í pitsustaðnum Blackbox í Borgartúni. Þeir ætla að stækka fyrirtækið og opna fleiri Blackbox staði, sá fyrsti verður í Mosfellsbæ og er húsnæðið þegar fundið – þar sem Hvíti riddarinn stóð keikur í mörg ár. „Við Jói þekkjumst síðan í gamla daga þegar við vorum saman á Mónó, þeirri frábæru útvarpsstöð. Pálma Guðmunds, sem nú er sjónvarpsstjóri Símans, datt í hug að búa til 70 mínútur og það fór svo í sjónvarp og ég tók yfir Mónó. Þetta gefur okkur vængi til að fara hratt og örugglega í stækkun,“ segir Jón. Blackbox Pizzeria var opnaður 22. janúar fyrir einu ári í Borgartúni 26 og hefur notið mikilla vinsælda. Staðurinn afgreiðir eldsnöggar, eldbakaðar, súrdeigsbotns pitsur en byltingarkenndur snúningsofninn nær gífurlegum hita og eldbakar pitsuna á aðeins tveimur mínútum. „Við munum snýta gamla staðnum, hann er kominn vel til ára sinna og þarfnast viðhalds. Honum verður gjörbreytt en við ætlum að vera með boltagláp áfram. Fólk mun áfram sjá sinn bolta en núna með Blackbox pitsum. Það búa 10-11 þúsund manns í Mosó og þar skortir á skemmtilega veitingastaði, aðra en KFC og Mosfellsbakarí. Ef Mosfellingur nennir ekki í bakaríið eða á KFC þá þarf að fara annað. Þessu viljum við breyta. Þetta er gamli heimavöllur Kaleo, þarna stigu þeir sín fyrstu skref. Staðurinn hefur verið til í langan tíma og bærinn sem bjó til Kaleo á auðvitað skilið að fá betri pitsur. Bæjarlistamaðurinn Steindi Jr. er þarna rétt hjá svo hann verður væntanlega fastagestur,“ segir Jón léttur.
Birtist í Fréttablaðinu Matur Mosfellsbær Veitingastaðir Mest lesið Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira