Hætti að vera partur af teymi og stóð ein Stefán Árni Pálsson skrifar 9. janúar 2019 14:30 Kolbrún Pálína opnar sig í forsíðuviðtali Vikunnar. vísir/vilhelm. Fjölmiðlakonan Kolbrún Pálína Helgadóttir segir í forsíðuviðtali Vikunnar að fótunum hafi verið kippt undan henni þegar hún gekk í gegnum skilnað við barnsföður sinn fyrir þremur árum. Nú vinnur hún að þáttum um skilnaði í samstarfi við Sjónvarp Símans og Saga Film. Kolbrún hefur komið víða við en hún ritstýrði til að mynda Nýju Lífi og fylgitímariti Fréttablaðsins, Lífinu, á sínum tíma en einnig vann hún í töluverðan tíma á DV. Kolbrún hefur töluvert unnið í fjölmiðlum og núna er komið að sjónvarpinu. Örlögin teymdu hana í áttina að fjölmiðlaumhverfinu eins og hún segir sjálf í samtal við Vikuna. „Ég vann í tískuvöruverslun þegar sú ágæta keppni, Ungfrú Ísland.is, var haldin í annað sinn. Ég ætlaði mér aldrei að taka þátt í fegurðarsamkeppni en þátttakendurnir í keppninni komu til mín í verslunina og ég aðstoðaði þær konur við að finna föt fyrir fyrstu myndatökuna í undirbúningnum. Þá kom upp sú staða að ein stelpnanna sagði sig úr keppni og mér var boðið að taka þátt,“ segir Kolbrún í Vikunni en hún vann síðan keppnina og fylgdi titlinum ábyrgð að skrifa vikulega pistla um lífið og tilveruna á strik.is sem og hún gerði. Þarna var hún komin í fjölmiðlana. Kolbrún hefur gengið í gegnum margt undanfarin ár og eitt af því var skilnaðurinn við Þröst Jón Sigurðsson.Kolbrún er á forsíðu Vikunnar í fyrsta tölublaði ársins 2019.„Það breyttist allt í lífinu og fótunum var gjörsamlega kippt undan mér. Ég þurfti að enduruppgötva sjálfa mig frá a-ö. Ég hætti að vera partur af teymi og stóð ein,“ segir Kolbrún í Vikunni og bætir við að skilnaðurinn hafi verið gríðarlegt áfall. „Það er alveg sama hvernig skilnaður er kominn til, hver biður um hann eða hvað veldur. Hann er alltaf mikið áfall og ekki bara fyrir mann sjálfan heldur alla sem koma að fjölskyldunni. Maður syrgir ákveðna framtíð sem maður sá fyrir sér. Það leggur auðvitað enginn upp með að fara í samband með það að leiðarljósi að skilja. Auðvitað fór ég í gegnum sorg og gremju eins og fylgir því þegar hlutirnir ganga ekki upp. En ég ætla að leyfa mér að vera stolt líka. Við fylgdum hjartanu og lifum lífinu fyrir okkur sjálf í dag.“ Hún segist einnig hafa litið á skilnaðinn sem nýtt tækifæri. „Ég þekki til dæmis engan sem segist hafa skilið geggjað vel. Okkur er kennt allskonar um lífið og við fáum ráð, ákveðin gildi og fróðleik um eitt og annað þegar við hefjum lífsins vegferð en það segir okkur enginn hvernig við eigum að skilja enda var ekki jafnmikið um skilnaði hér áður fyrr.“ Kolbrún er í dag komin í nýtt samband og heitir maðurinn Jón Haukur Baldvinsson. Fjölskyldumál Tímamót Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fleiri fréttir Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Sjá meira
Fjölmiðlakonan Kolbrún Pálína Helgadóttir segir í forsíðuviðtali Vikunnar að fótunum hafi verið kippt undan henni þegar hún gekk í gegnum skilnað við barnsföður sinn fyrir þremur árum. Nú vinnur hún að þáttum um skilnaði í samstarfi við Sjónvarp Símans og Saga Film. Kolbrún hefur komið víða við en hún ritstýrði til að mynda Nýju Lífi og fylgitímariti Fréttablaðsins, Lífinu, á sínum tíma en einnig vann hún í töluverðan tíma á DV. Kolbrún hefur töluvert unnið í fjölmiðlum og núna er komið að sjónvarpinu. Örlögin teymdu hana í áttina að fjölmiðlaumhverfinu eins og hún segir sjálf í samtal við Vikuna. „Ég vann í tískuvöruverslun þegar sú ágæta keppni, Ungfrú Ísland.is, var haldin í annað sinn. Ég ætlaði mér aldrei að taka þátt í fegurðarsamkeppni en þátttakendurnir í keppninni komu til mín í verslunina og ég aðstoðaði þær konur við að finna föt fyrir fyrstu myndatökuna í undirbúningnum. Þá kom upp sú staða að ein stelpnanna sagði sig úr keppni og mér var boðið að taka þátt,“ segir Kolbrún í Vikunni en hún vann síðan keppnina og fylgdi titlinum ábyrgð að skrifa vikulega pistla um lífið og tilveruna á strik.is sem og hún gerði. Þarna var hún komin í fjölmiðlana. Kolbrún hefur gengið í gegnum margt undanfarin ár og eitt af því var skilnaðurinn við Þröst Jón Sigurðsson.Kolbrún er á forsíðu Vikunnar í fyrsta tölublaði ársins 2019.„Það breyttist allt í lífinu og fótunum var gjörsamlega kippt undan mér. Ég þurfti að enduruppgötva sjálfa mig frá a-ö. Ég hætti að vera partur af teymi og stóð ein,“ segir Kolbrún í Vikunni og bætir við að skilnaðurinn hafi verið gríðarlegt áfall. „Það er alveg sama hvernig skilnaður er kominn til, hver biður um hann eða hvað veldur. Hann er alltaf mikið áfall og ekki bara fyrir mann sjálfan heldur alla sem koma að fjölskyldunni. Maður syrgir ákveðna framtíð sem maður sá fyrir sér. Það leggur auðvitað enginn upp með að fara í samband með það að leiðarljósi að skilja. Auðvitað fór ég í gegnum sorg og gremju eins og fylgir því þegar hlutirnir ganga ekki upp. En ég ætla að leyfa mér að vera stolt líka. Við fylgdum hjartanu og lifum lífinu fyrir okkur sjálf í dag.“ Hún segist einnig hafa litið á skilnaðinn sem nýtt tækifæri. „Ég þekki til dæmis engan sem segist hafa skilið geggjað vel. Okkur er kennt allskonar um lífið og við fáum ráð, ákveðin gildi og fróðleik um eitt og annað þegar við hefjum lífsins vegferð en það segir okkur enginn hvernig við eigum að skilja enda var ekki jafnmikið um skilnaði hér áður fyrr.“ Kolbrún er í dag komin í nýtt samband og heitir maðurinn Jón Haukur Baldvinsson.
Fjölskyldumál Tímamót Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fleiri fréttir Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Sjá meira