Þetta stóð upp úr í tískuheiminum 2018 Glamour skrifar 29. desember 2018 11:00 Fyrirsætur á tískupalli Victoria's Secret. Það var margt sem gerðist í tískuheiminum á árinu. Miklar breytingar hafa átt sér stað og háværustu raddirnar að þessu sinni töluðu um kynferðisofbeldi, alvöru loðfeld, hertogaynjuna Meghan og mikilvægi þess að tískuhús sýni fjölbreytni þegar kemur að líkamsímynd. Glamour hefur tekið saman nokkra atburði, eða atvik sem stóðu upp úr á árinu 2018.Tískusýning Victoria’s Secret Fjölbreytni í tískuheiminum hefur verið áberandi umræðuefni síðustu ár, og var enn meiri á árinu sem er að líða. Mörg undirfatamerki hafa lagt sig fram við það að sýna fjölbreytni og mismunandi líkama þegar kemur að fyrirsætuvali í auglýsingaherferðum. Því þótti taktlaust þegar eitt stærsta undirfatamerki heims tóku ekki þátt, og þótti mörgum vanta fyrirsætur í yfirstærð á tískupall þeirra fyrr á árinu. Tískusýning Victoria’s Secret er einn stærsti viðburður ársins, þar sem helstu stjörnur og vinsælustu fyrirsætur heims ganga tískupallinn fyrir fyrirtækið. Eftir sýninguna fóru gagnrýnar raddir af stað, sem varð til þess að markaðstjóri fyrirtækisins, Ed Razek, tjáði sig um málið. „Ef þú ert að spyrja hvort við höfum íhugað að setja trans fyrirsætur (e. transgender) eða fyrirsætur í yfirstærð í sýninguna, þá er svarið já. Við spyrjum okkur oft að því hvort við ættum að fara þá leið. Nei, ég held ekki. Afhverju ekki? Því sýningin snýst um ímyndun og draumóra,“ sagði Ed í samtali við Vogue. Þessi orð voru svo harðlega gagnrýnd, sem varð til þess að undirfatamerkið baðst afsökunar í kjölfarið.Kjóllinn frá Clare Waight Keller.Konunglega brúðkaupið Eftir trúlofun þeirra Meghan Markle og Harry Bretaprins fylgdist heimurinn vel með og ýmsar hugleiðingar um hver myndi hanna kjólinn. Heimurinn beið spenntur eftir einum stærsta tískuviðburði ársins, en talið er að um það bil tveir milljarðar hafi horft á brúðkaupið. Breski fatahönnuðurinn Clare Waight Keller, listrænn stjórnandi Givenchy, varð fyrir valinu. Kjóllinn var stílhreinn og látlaus og þótti klæða Meghan einstaklega vel.Kjóllinn frá Stellu McCartney.Í kjól frá Stellu í veislunni Fyrir veisluna skipti Meghan um kjól sem var frá breska hönnuðinum Stellu McCartney. Stella lét endurgera kjólinn í vetur og seldi í verslun sinni í London, en hann seldist af sjálfsögðu hratt upp eins og flest annað sem Meghan klæðist.Leikkonur þáttaraðarinnar Big Little Lies fóru glaðar heim, klæddar svörtu.Svartur dregill á Golden Globes Spennan var mikil fyrir Golden Globes verðlaunaafhendingunni fyrr á árinu. Mikið hafði gengið á í Hollywood á mánuðunum þar á undan, og var verðlaunaafhendingin fyrsti viðburðurinn síðan flett var ofan af Weinstein skandalanum, #metoo byltingunni og svo Time’s Up. Nánast allir sem mættu á rauða dregilinn klæddust svörtu þetta kvöld.Jakki Melaniu þótti mjög óheppilegur.Óheppilegur klæðnaður Melaniu Trump Þó að forsetafrúin hafi verið mun minna í sviðsljósinu en eiginmaður hennar, komu upp einstaka atvik á árinu sem að þóttu mjög óheppileg þegar kom að fatavali Melaniu. Eitt sérstakt atvik stendur upp úr, og það var þegar hún heimsótti börn sem höfðu verið skilin frá foreldrum sínum við landamæri Bandaríkjanna. Áður en hún steig upp í einkaþotu sína á leið á viðburðinn, klæddist hún grænum jakka frá Zöru, með orðunum „Mér er alveg sama, en þér?“ á bakinu, eða „I really don’t care, do you?“ Margir voru brjálaðir í kjölfarið, og sást þá vel hversu mikil áhrif tíska og fataskápur forsetafrúarinnar hefur.Frá vetrarlínu Philosophy di Lorenzo Serafini, en sá hönnuður sýndi gerviloðskápur sem eru nokkuð líkar þeim alvöru.Tískuheimurinn færir sig frá alvöru loði Undanfarin ár hefur umræða um alvöru loðfeldi verið mjög áberandi í tískuheiminum. Á árinu voru fleiri og fleiri fatamerki sem tilkynntu það að þau ætluðu að skipta yfir í gerviloð og á næsta ári má búast við fleirum í þann hóp. Stór tískuhús á borð við Gucci, Michael Kors, Versace, Margiela, Tom Ford og Coach hafa öll tekið upp gerviefnin að ósk neytenda, því sífellt fleiri eru meðvitaðir um dýravernd, umhverfið og sjálfbærni í tískuheiminum.Tennisbúningur Serenu Williams, sem varð síðan bannaður stuttu eftirSerena Williams og tennisgallinn Tennisdrottningin Serena Williams tók sér leyfi frá íþróttinni árið 2017 þar sem hún gekk með sitt fyrsta barn, dóttur sem fæddist í byrjun september sama ár. Margir biðu spenntir eftir endurkomu Serenu á tennisvöllinn, en hún tók þátt á franska opna meistaramótinu í maí síðastliðnum. Keppnisbúningur Serenu vakti mikla athygli og lukku, en hún klæddist svörtum heilgalla frá Nike, sem var hannaður af Virgil Abloh. Aðdáendur hennar líktu búningnum strax við ofurhetjubúning, en búningurinn var hannaður með það í huga að koma í veg fyrir blóðtappa, sem Serena hafði barist við á meðgöngu sinni. En reglur um fatnað eru strangar í tennisheiminum, og Bernard Giudicelli, forseti franska tennissambandssins var ekki hrifinn. Bernard sagðist myndi banna slíka búninga frá árinu 2019. Eftir nokkra umfjöllun um málið sagðist tennisstjarnan hafa náð samkomulagi við Bernard, og voru reglurnar endurskoðaðar. Frá árinu 2019 mega konur sem keppa í tennis klæðast leggings, eða stuttbuxum á vellinum án þess að vera í pilsi eða kjól yfir. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir ársins 2018 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Það var margt sem gerðist í tískuheiminum á árinu. Miklar breytingar hafa átt sér stað og háværustu raddirnar að þessu sinni töluðu um kynferðisofbeldi, alvöru loðfeld, hertogaynjuna Meghan og mikilvægi þess að tískuhús sýni fjölbreytni þegar kemur að líkamsímynd. Glamour hefur tekið saman nokkra atburði, eða atvik sem stóðu upp úr á árinu 2018.Tískusýning Victoria’s Secret Fjölbreytni í tískuheiminum hefur verið áberandi umræðuefni síðustu ár, og var enn meiri á árinu sem er að líða. Mörg undirfatamerki hafa lagt sig fram við það að sýna fjölbreytni og mismunandi líkama þegar kemur að fyrirsætuvali í auglýsingaherferðum. Því þótti taktlaust þegar eitt stærsta undirfatamerki heims tóku ekki þátt, og þótti mörgum vanta fyrirsætur í yfirstærð á tískupall þeirra fyrr á árinu. Tískusýning Victoria’s Secret er einn stærsti viðburður ársins, þar sem helstu stjörnur og vinsælustu fyrirsætur heims ganga tískupallinn fyrir fyrirtækið. Eftir sýninguna fóru gagnrýnar raddir af stað, sem varð til þess að markaðstjóri fyrirtækisins, Ed Razek, tjáði sig um málið. „Ef þú ert að spyrja hvort við höfum íhugað að setja trans fyrirsætur (e. transgender) eða fyrirsætur í yfirstærð í sýninguna, þá er svarið já. Við spyrjum okkur oft að því hvort við ættum að fara þá leið. Nei, ég held ekki. Afhverju ekki? Því sýningin snýst um ímyndun og draumóra,“ sagði Ed í samtali við Vogue. Þessi orð voru svo harðlega gagnrýnd, sem varð til þess að undirfatamerkið baðst afsökunar í kjölfarið.Kjóllinn frá Clare Waight Keller.Konunglega brúðkaupið Eftir trúlofun þeirra Meghan Markle og Harry Bretaprins fylgdist heimurinn vel með og ýmsar hugleiðingar um hver myndi hanna kjólinn. Heimurinn beið spenntur eftir einum stærsta tískuviðburði ársins, en talið er að um það bil tveir milljarðar hafi horft á brúðkaupið. Breski fatahönnuðurinn Clare Waight Keller, listrænn stjórnandi Givenchy, varð fyrir valinu. Kjóllinn var stílhreinn og látlaus og þótti klæða Meghan einstaklega vel.Kjóllinn frá Stellu McCartney.Í kjól frá Stellu í veislunni Fyrir veisluna skipti Meghan um kjól sem var frá breska hönnuðinum Stellu McCartney. Stella lét endurgera kjólinn í vetur og seldi í verslun sinni í London, en hann seldist af sjálfsögðu hratt upp eins og flest annað sem Meghan klæðist.Leikkonur þáttaraðarinnar Big Little Lies fóru glaðar heim, klæddar svörtu.Svartur dregill á Golden Globes Spennan var mikil fyrir Golden Globes verðlaunaafhendingunni fyrr á árinu. Mikið hafði gengið á í Hollywood á mánuðunum þar á undan, og var verðlaunaafhendingin fyrsti viðburðurinn síðan flett var ofan af Weinstein skandalanum, #metoo byltingunni og svo Time’s Up. Nánast allir sem mættu á rauða dregilinn klæddust svörtu þetta kvöld.Jakki Melaniu þótti mjög óheppilegur.Óheppilegur klæðnaður Melaniu Trump Þó að forsetafrúin hafi verið mun minna í sviðsljósinu en eiginmaður hennar, komu upp einstaka atvik á árinu sem að þóttu mjög óheppileg þegar kom að fatavali Melaniu. Eitt sérstakt atvik stendur upp úr, og það var þegar hún heimsótti börn sem höfðu verið skilin frá foreldrum sínum við landamæri Bandaríkjanna. Áður en hún steig upp í einkaþotu sína á leið á viðburðinn, klæddist hún grænum jakka frá Zöru, með orðunum „Mér er alveg sama, en þér?“ á bakinu, eða „I really don’t care, do you?“ Margir voru brjálaðir í kjölfarið, og sást þá vel hversu mikil áhrif tíska og fataskápur forsetafrúarinnar hefur.Frá vetrarlínu Philosophy di Lorenzo Serafini, en sá hönnuður sýndi gerviloðskápur sem eru nokkuð líkar þeim alvöru.Tískuheimurinn færir sig frá alvöru loði Undanfarin ár hefur umræða um alvöru loðfeldi verið mjög áberandi í tískuheiminum. Á árinu voru fleiri og fleiri fatamerki sem tilkynntu það að þau ætluðu að skipta yfir í gerviloð og á næsta ári má búast við fleirum í þann hóp. Stór tískuhús á borð við Gucci, Michael Kors, Versace, Margiela, Tom Ford og Coach hafa öll tekið upp gerviefnin að ósk neytenda, því sífellt fleiri eru meðvitaðir um dýravernd, umhverfið og sjálfbærni í tískuheiminum.Tennisbúningur Serenu Williams, sem varð síðan bannaður stuttu eftirSerena Williams og tennisgallinn Tennisdrottningin Serena Williams tók sér leyfi frá íþróttinni árið 2017 þar sem hún gekk með sitt fyrsta barn, dóttur sem fæddist í byrjun september sama ár. Margir biðu spenntir eftir endurkomu Serenu á tennisvöllinn, en hún tók þátt á franska opna meistaramótinu í maí síðastliðnum. Keppnisbúningur Serenu vakti mikla athygli og lukku, en hún klæddist svörtum heilgalla frá Nike, sem var hannaður af Virgil Abloh. Aðdáendur hennar líktu búningnum strax við ofurhetjubúning, en búningurinn var hannaður með það í huga að koma í veg fyrir blóðtappa, sem Serena hafði barist við á meðgöngu sinni. En reglur um fatnað eru strangar í tennisheiminum, og Bernard Giudicelli, forseti franska tennissambandssins var ekki hrifinn. Bernard sagðist myndi banna slíka búninga frá árinu 2019. Eftir nokkra umfjöllun um málið sagðist tennisstjarnan hafa náð samkomulagi við Bernard, og voru reglurnar endurskoðaðar. Frá árinu 2019 mega konur sem keppa í tennis klæðast leggings, eða stuttbuxum á vellinum án þess að vera í pilsi eða kjól yfir.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir ársins 2018 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira