Alþjóðlegt fitness og vaxtarræktarmót í Höllinni: „Samkeppnin verður mjög hörð“ Stefán Árni Pálsson skrifar 11. desember 2018 14:30 Konráð þekki þennan bransa mjög vel. mynd/mummi lú „Þetta eru í raun fjögur alþjóðleg mót undir sama þaki ásamt vörusýningu,“ segir einkaþjálfarinn vinsæli Konráð Valur Gíslason sem stendur fyrir Iceland Open í fitness og vaxtarrækt í Laugardalshöllinni 15. desember. „Í fyrsta lagi erum við með Iceland Open IFBB pro qualifier mót. Þetta er alþjóðlegt fitness og vaxtarræktarmót þar sem heildarsigurvegurum úr hverjum flokki, sex samtals, býðst svo kallað pro-card. Pro-card þetta gefur keppenda kost á að keppa á stórum atvinnumannamótum eins og Olympia sem er stærsta fitness og vaxtarræktarmót heimsins. Á þessum stóru mótum eru peningaverðlaun og alvöru auglýsingasamningar í boði.“ Konráð segir að þú þegar séu fjöldi útlendinga skráðir til leiks frá hinum ýmsu löndum eins og Brasilíu, Mexíkó, Bandaríkjunum, Frakklandi, Írak og fleiri en þeir munu etja kappi við marga af okkar bestu keppendum. „Þarna verða ansi margir núverandi og fyrrverandi Íslands- og bikarmeistarar að fara að keppa og er nokkuð ljóst að samkeppnin verður mjög hörð. Fjöldi keppenda stefnir í 150 sem gerir þetta að mjög fjölmennu móti.“Búast má við hörkuhelgi í Höllinni.myndir/mummi lúDómnefndin kemur öll erlendis frá og segir Konni að fróðlegt verði að sjá hvernig við Íslendingar stöndum á móti þessum gríðarlega sterku erlendu keppendum.Fjallið mætir „Svo verður Thor’s powerlifting challenge þar sem að keppt verður í kraftlyftingum. Mér skilst að þetta sé í fyrsta skipti sem Fjallið Hafþór Júlíus Björnsson keppir í hefðbundnum kraftlyftingum en hingað til hefur hann verið að keppa í aflraunum, og hann ætlar að reyna við svakalegar lyftur og því hefur heyrst hvíslað að það eigi að reyna við einhver met. Kirill Sarychev sem er heimsmethafinn í bekkpressu í svokölluðum RAW flokki ætlar að lyfta yfir 300 kíló í bekkpressu.“ Konráð segir að einnig verði keppt í Nocco áskorununni sem sé þrautabraut í anda crossfit þar sem keppt verðu í 12 æfingum á tíma. Keppt verður í einstaklingskeppni, parakeppni og einstaklingskeppni. „Að lokum er svo Mjölnir Bjj nogi mót þar sem keppt verður í brasilian jui jitsu án galla. Mjölnir sér um að halda utan um það mót og erum við að vonast til að sjá sem flesta keppendur úr öllum bardagaklúbbum landsins,“ segir Konni en einnig verður sölusýning af allskyns vörum tengdum heilsurækt í Laugardalshöllinni. Aflraunir Mest lesið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Fleiri fréttir „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Sjá meira
„Þetta eru í raun fjögur alþjóðleg mót undir sama þaki ásamt vörusýningu,“ segir einkaþjálfarinn vinsæli Konráð Valur Gíslason sem stendur fyrir Iceland Open í fitness og vaxtarrækt í Laugardalshöllinni 15. desember. „Í fyrsta lagi erum við með Iceland Open IFBB pro qualifier mót. Þetta er alþjóðlegt fitness og vaxtarræktarmót þar sem heildarsigurvegurum úr hverjum flokki, sex samtals, býðst svo kallað pro-card. Pro-card þetta gefur keppenda kost á að keppa á stórum atvinnumannamótum eins og Olympia sem er stærsta fitness og vaxtarræktarmót heimsins. Á þessum stóru mótum eru peningaverðlaun og alvöru auglýsingasamningar í boði.“ Konráð segir að þú þegar séu fjöldi útlendinga skráðir til leiks frá hinum ýmsu löndum eins og Brasilíu, Mexíkó, Bandaríkjunum, Frakklandi, Írak og fleiri en þeir munu etja kappi við marga af okkar bestu keppendum. „Þarna verða ansi margir núverandi og fyrrverandi Íslands- og bikarmeistarar að fara að keppa og er nokkuð ljóst að samkeppnin verður mjög hörð. Fjöldi keppenda stefnir í 150 sem gerir þetta að mjög fjölmennu móti.“Búast má við hörkuhelgi í Höllinni.myndir/mummi lúDómnefndin kemur öll erlendis frá og segir Konni að fróðlegt verði að sjá hvernig við Íslendingar stöndum á móti þessum gríðarlega sterku erlendu keppendum.Fjallið mætir „Svo verður Thor’s powerlifting challenge þar sem að keppt verður í kraftlyftingum. Mér skilst að þetta sé í fyrsta skipti sem Fjallið Hafþór Júlíus Björnsson keppir í hefðbundnum kraftlyftingum en hingað til hefur hann verið að keppa í aflraunum, og hann ætlar að reyna við svakalegar lyftur og því hefur heyrst hvíslað að það eigi að reyna við einhver met. Kirill Sarychev sem er heimsmethafinn í bekkpressu í svokölluðum RAW flokki ætlar að lyfta yfir 300 kíló í bekkpressu.“ Konráð segir að einnig verði keppt í Nocco áskorununni sem sé þrautabraut í anda crossfit þar sem keppt verðu í 12 æfingum á tíma. Keppt verður í einstaklingskeppni, parakeppni og einstaklingskeppni. „Að lokum er svo Mjölnir Bjj nogi mót þar sem keppt verður í brasilian jui jitsu án galla. Mjölnir sér um að halda utan um það mót og erum við að vonast til að sjá sem flesta keppendur úr öllum bardagaklúbbum landsins,“ segir Konni en einnig verður sölusýning af allskyns vörum tengdum heilsurækt í Laugardalshöllinni.
Aflraunir Mest lesið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Fleiri fréttir „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Sjá meira