Stærsta líkamlega áskorunin Starri Freyr Jónsson skrifar 13. desember 2018 09:00 Sigurjón Ernir Sturluson keppti í Spartan Race Iceland World Championship síðustu helgi. MYND/ANTON BRINK Um síðustu helgi var Spartan Race Iceland World Championship haldið í Hveragerði en um er að ræða alþjóðlegt hindrunar- og þrekhlaup þar sem hlaupnar eru mislangar vegalengdir með mismunandi hindrunum sem hlauparar þekkja ekki fyrirfram. Meðal keppenda var Sigurjón Ernir Sturluson sem lenti í þriðja sæti í svokölluðum elítuflokki. Hann segir keppnina hafa verið stærstu áskorun sem hann hefur tekið þátt í hingað til. „Áskorunin stóð yfir í 24 klukkustundir og samanstóð af krefjandi utanvegahlaupi og fjölbreyttum, krefjandi og oft á tíðum ansi þreytandi hindrunum. Sólarhringskeppnin er alls ekki á allra færi og ég mæli sterklega með því að reyna þetta ekki nema viðkomandi sé í frábæru formi. Annars eru Spartan hlaupin stórskemmtileg áskorun enda eru þau svo fjölbreytt, reyna á úthald, styrk og þol auk þess sem engar tvær keppnir eru eins.“Lagt af stað í 24 stunda hindrunar- og þrekhlaup.Fjórar vegalengdir Spartan hlaupin fara fram víða um heim allt árið um kring og er yfirleitt keppt í fjórum stöðluðum vegalengdum. „Um er að ræða sprint, þar sem hlaupnar eru þrjár mílur með 20 hindrunum, super, þar sem hlaupnar eru 8 mílur með 25 hindrunum, beast, sem eru 13 mílur sem innihalda 30 hindranir og svo ultra en þá eru hlaupnar 26 mílur sem innihalda 60 hindranir. Umræddar vegalengdir og fjöldi þrauta eru þó viðmið því oft er hlaupið lengra og tekist á við fleiri þrautir.“Krefjandi þrautir Keppnin hófst á hádegi síðasta laugardag og byrjaði hópurinn á að hlaupa 5 km hring í Hveragerði áður en haldið var út á brautina sem var 10,6 km löng með 25 hindrunum og 555 metra hækkun. „Við byrjuðum á að hlaupa upp krefjandi fjall, um 250-300 metra hækkun, næst hlupum við 2-3 km á fjallinu sjálfu og niður það í fljúgandi hálku. Þegar niður var komið tók við röð af hindrunum en þar má nefna sandpokaburð, kaðlaklifur, hermannaskrið undir gaddavír, við þurftum að lyfta þungum steinum, komast ákveðna vegalengd á höndum og draga þungan sleða svo ég nefni nokkrar.“ Sigurjón ákvað að elta fyrstu menn í fyrsta hringnum til þess að sjá á hvaða hraða þeir væru að hlaupa og einnig til að sjá hvernig þeir tækluðu hindranirnar. „Ég ákvað að taka smá forskot á sæluna og fara þrjá hringi í röð án þess að stoppa, til að vinna upp smá forskot og læra inn á brautina. Ég sá fljótlega að brautin var afar krefjandi með mörgum hindrunum sem tóku mikla orku. Í fyrsta hringnum klikkaði ég aðeins á einni grein en tókst í næstu tveimur að leysa allar hindranir og var þá kominn með nokkuð góða sýn á brautina og þær hindranir sem þurfti að leysa.“Sigurjón ásamt Katrínu Sigrúnu Tómasdóttur sem keppti í sömu keppni og náði 5. sæti meðal kvenna.Heittelskaða stóð vaktina Sigurjóni er þakklæti efst í huga, ekki síst í garð unnustu sinnar Símonu Vareikaite. „Ég hefði aldrei náð svona langt, hvað þá klárað keppnina, ef það hefði ekki verið fyrir mína heittelskuðu Símonu. Hún stóð með mér vaktina og passaði upp á mig alla keppnina þrátt fyrir að vera komin 38 vikur á leið. Hún var stoð mín og stytta gegnum alla keppnina og passaði upp á mig í gegnum alla tíu hringina. Ég fékk líka mikið af hvatningarorðum sem gáfu mér ótrúlegan styrk en eftir sjöunda hring gæti ég þó hafa heyrt ímyndaðar raddir þar sem ég var orðinn svo ringlaður.“ Hann segir mikilvægt að hafa sterkan haus í svona keppni. „Gott form er nauðsynlegt en hausinn er jafnvel mikilvægari. Ég sýni svo frá öllum keppnum mínum, æfingum og fleiru á Snapchat (sigurjon1352)og hvet alla til að fylgjast með.“ Birtist í Fréttablaðinu Hveragerði Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fleiri fréttir Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Sjá meira
Um síðustu helgi var Spartan Race Iceland World Championship haldið í Hveragerði en um er að ræða alþjóðlegt hindrunar- og þrekhlaup þar sem hlaupnar eru mislangar vegalengdir með mismunandi hindrunum sem hlauparar þekkja ekki fyrirfram. Meðal keppenda var Sigurjón Ernir Sturluson sem lenti í þriðja sæti í svokölluðum elítuflokki. Hann segir keppnina hafa verið stærstu áskorun sem hann hefur tekið þátt í hingað til. „Áskorunin stóð yfir í 24 klukkustundir og samanstóð af krefjandi utanvegahlaupi og fjölbreyttum, krefjandi og oft á tíðum ansi þreytandi hindrunum. Sólarhringskeppnin er alls ekki á allra færi og ég mæli sterklega með því að reyna þetta ekki nema viðkomandi sé í frábæru formi. Annars eru Spartan hlaupin stórskemmtileg áskorun enda eru þau svo fjölbreytt, reyna á úthald, styrk og þol auk þess sem engar tvær keppnir eru eins.“Lagt af stað í 24 stunda hindrunar- og þrekhlaup.Fjórar vegalengdir Spartan hlaupin fara fram víða um heim allt árið um kring og er yfirleitt keppt í fjórum stöðluðum vegalengdum. „Um er að ræða sprint, þar sem hlaupnar eru þrjár mílur með 20 hindrunum, super, þar sem hlaupnar eru 8 mílur með 25 hindrunum, beast, sem eru 13 mílur sem innihalda 30 hindranir og svo ultra en þá eru hlaupnar 26 mílur sem innihalda 60 hindranir. Umræddar vegalengdir og fjöldi þrauta eru þó viðmið því oft er hlaupið lengra og tekist á við fleiri þrautir.“Krefjandi þrautir Keppnin hófst á hádegi síðasta laugardag og byrjaði hópurinn á að hlaupa 5 km hring í Hveragerði áður en haldið var út á brautina sem var 10,6 km löng með 25 hindrunum og 555 metra hækkun. „Við byrjuðum á að hlaupa upp krefjandi fjall, um 250-300 metra hækkun, næst hlupum við 2-3 km á fjallinu sjálfu og niður það í fljúgandi hálku. Þegar niður var komið tók við röð af hindrunum en þar má nefna sandpokaburð, kaðlaklifur, hermannaskrið undir gaddavír, við þurftum að lyfta þungum steinum, komast ákveðna vegalengd á höndum og draga þungan sleða svo ég nefni nokkrar.“ Sigurjón ákvað að elta fyrstu menn í fyrsta hringnum til þess að sjá á hvaða hraða þeir væru að hlaupa og einnig til að sjá hvernig þeir tækluðu hindranirnar. „Ég ákvað að taka smá forskot á sæluna og fara þrjá hringi í röð án þess að stoppa, til að vinna upp smá forskot og læra inn á brautina. Ég sá fljótlega að brautin var afar krefjandi með mörgum hindrunum sem tóku mikla orku. Í fyrsta hringnum klikkaði ég aðeins á einni grein en tókst í næstu tveimur að leysa allar hindranir og var þá kominn með nokkuð góða sýn á brautina og þær hindranir sem þurfti að leysa.“Sigurjón ásamt Katrínu Sigrúnu Tómasdóttur sem keppti í sömu keppni og náði 5. sæti meðal kvenna.Heittelskaða stóð vaktina Sigurjóni er þakklæti efst í huga, ekki síst í garð unnustu sinnar Símonu Vareikaite. „Ég hefði aldrei náð svona langt, hvað þá klárað keppnina, ef það hefði ekki verið fyrir mína heittelskuðu Símonu. Hún stóð með mér vaktina og passaði upp á mig alla keppnina þrátt fyrir að vera komin 38 vikur á leið. Hún var stoð mín og stytta gegnum alla keppnina og passaði upp á mig í gegnum alla tíu hringina. Ég fékk líka mikið af hvatningarorðum sem gáfu mér ótrúlegan styrk en eftir sjöunda hring gæti ég þó hafa heyrt ímyndaðar raddir þar sem ég var orðinn svo ringlaður.“ Hann segir mikilvægt að hafa sterkan haus í svona keppni. „Gott form er nauðsynlegt en hausinn er jafnvel mikilvægari. Ég sýni svo frá öllum keppnum mínum, æfingum og fleiru á Snapchat (sigurjon1352)og hvet alla til að fylgjast með.“
Birtist í Fréttablaðinu Hveragerði Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fleiri fréttir Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Sjá meira