Lífið

Bára og Sigmundur sæt saman á forsíðu fyrir fimm árum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Bára og Sigmundur hafa verið mikið í fjölmiðlum undanfarnar vikur.
Bára og Sigmundur hafa verið mikið í fjölmiðlum undanfarnar vikur. vísir/vilhelm
Þeir fjórir þingmenn sem tóku þátt í samtali á Klaustur bar hafa óskað eftir því að Bára Halldórsdóttir, fötlunaraktívisti og uppljóstrari, gefi skýrslu vegna mögulegs einkamáls.

Hún þarf að mæta í Héraðsdóm Reykjavíkur mánudaginn 17. desember til að svara spurningum sem varðar upptökur hennar kvöldið 20. nóvember síðastliðinn.

Eins og alþjóð veit var Sigmundir Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, einn af þessum þingmönnum sem ræddu saman í glasi umrætt kvöld á Klaustri.

Bára og Sigmundir eiga sér aftur á móti sögu saman sem nær aftur til ársins 2013 en þá voru þau hlið við hlið á forsíðu Fréttatímans sáluga. Bára í viðtali um sjúkdómsgreiningu sem hún beið eftir í tíu ár. Bára gekk á milli lækna í áratug og fannst ekki vera tekið mark á hennar frásögn.

Að lokum var hún greind með sjaldgæfan gigtarsjúkdóm. Viðtalið er á blaðsíðu 16 hér.

Í sama blaði var Sigmundur Davíð valinn maður ársins að mati Fréttatímans og nærmynd um hann á blaðsíðu 12 hér.

Forsíða Fréttatímans árið 2013.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.