Sónar kynnir til leiks fleiri listamenn Stefán Árni Pálsson skrifar 14. desember 2018 15:30 Frá hátíðinni á þessu ári. Sónar Reykjavík verður haldin í Reykjavík, dagana 25. - 27. apríl næstkomandi. Hátíðin verður á ný þriggja daga hátíð og býður upp á ýmsar nýjungar fyrir bæði auga og eyru eins og segir í tilkynningu frá forsvarsmönnum Sónar. Áður höfðu Richie Hawtin og Jon Hopkins verið tilkynntir til leiks en nú mun sænska synth-popp hljómsveitin Little Dragon slást í hópinn, sem og hin goðsagnkennda rave hljómsveit Orbital. Samhliða Robyn og hljómsveitinni The Knife, hefur Little Dragon, þvert á stefnur, hjálpað til við að endurskilgreina rafpopp á sínum nærri 20 ára glæsilega ferli. Á sama tíma eru bræðurnir Phil & Paul Hartnoll ábyrgir fyrir nokkrum af áhrifaríkustu raftónlistarlögum síðustu 25 ára undir nafninu Orbital. Tónleikar bræðranna og tónlistarsköpun fangar vel þeirra einstaka hljóðheim sem blandar saman acid house, trance, techno, house, breakbeat og öllu þar á milli. Auk þess mun Sónar Reykjavík bjóða upp á rjómann af því sem er að gera gerast í heimi íslenskrar dansog raftónlistar.Snýr aftur í bílakjallarann Meðal þeirra íslensku listamanna sem nú eru kynntir til leiks má nefna: FM Belfast, Prins Póló, Auður, DJ Flugvél og Geimskip, Hildur og nýstirnið Matthildur. Í dag er einnig tilkynnt að Resident Advisor mun aftur snúa í bílakjallarann og hýsa þar sviðið þar sem að hljóðheimurinn er jafnvel enn þyngri og meiri en í öðrum sölum Hörpu. Á því sviði munu nefnilega stíga á stokk listamenn á borð við Avalon Emerson, sjálfan leiðtoga techno nýja skólans, sem og breski techno listmaðurinn Benjamin Damage ásamt áður tilkynntum listamönnunum Objekt og Exos. Frá hinu virta plötufyrirtæki Hessle Audio (og höfundi einnar bestu techno plötu ársins 2018) kemur Bruce en hann mun koma fram ásamt íslenska plötusnúðinum Árna. Er þar með viðhaldið þeirri hefð sem hefur skapast að láta stóran erlendan plötusnúð leiða saman hesta sína við íslenskan.Miðasala á hátíðina er hafin hér. Listamenn sem nú eru kynntir til leiks: Little Dragon (SE) Orbital (UK) Kero Kero Bonito (UK) Avalon Emerson (US) FM Belfast Bruce b2b Árni (UK/IS) Prins Póló Caterina Barbieri Live AV (IT) Auður Benjamin Damage LIVE (UK) dj. flugvél og geimskip JOYFULTALK (CA) Hildur upsammy (NE) Matthildur Hekla Alinka (US) Halldór Eldjárn Lucius Works Here + Oxxlab (ES) Áskell Milena Glowacka (PL) LaFontaine Áður hafði verið tilkynnt um eftirfarandi listamenn: Jon Hopkins (UK) Richie Hawtin (CA) Little Simz (UK) Yves Tumor (US) Fatima Al Qadiri Live (KW) Cherrie (SE) Sinjin Hawke & Zora Jones Live AV (CA/AT) Objekt (UK) Aïsha Devi (CH) JDFR GDRN Exos ClubDub DJ Margeir kef LAVIK SiGRÚN Sólveig Matthildur Thorgerdur Johanna. Sónar Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menning Fleiri fréttir Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Sónar Reykjavík verður haldin í Reykjavík, dagana 25. - 27. apríl næstkomandi. Hátíðin verður á ný þriggja daga hátíð og býður upp á ýmsar nýjungar fyrir bæði auga og eyru eins og segir í tilkynningu frá forsvarsmönnum Sónar. Áður höfðu Richie Hawtin og Jon Hopkins verið tilkynntir til leiks en nú mun sænska synth-popp hljómsveitin Little Dragon slást í hópinn, sem og hin goðsagnkennda rave hljómsveit Orbital. Samhliða Robyn og hljómsveitinni The Knife, hefur Little Dragon, þvert á stefnur, hjálpað til við að endurskilgreina rafpopp á sínum nærri 20 ára glæsilega ferli. Á sama tíma eru bræðurnir Phil & Paul Hartnoll ábyrgir fyrir nokkrum af áhrifaríkustu raftónlistarlögum síðustu 25 ára undir nafninu Orbital. Tónleikar bræðranna og tónlistarsköpun fangar vel þeirra einstaka hljóðheim sem blandar saman acid house, trance, techno, house, breakbeat og öllu þar á milli. Auk þess mun Sónar Reykjavík bjóða upp á rjómann af því sem er að gera gerast í heimi íslenskrar dansog raftónlistar.Snýr aftur í bílakjallarann Meðal þeirra íslensku listamanna sem nú eru kynntir til leiks má nefna: FM Belfast, Prins Póló, Auður, DJ Flugvél og Geimskip, Hildur og nýstirnið Matthildur. Í dag er einnig tilkynnt að Resident Advisor mun aftur snúa í bílakjallarann og hýsa þar sviðið þar sem að hljóðheimurinn er jafnvel enn þyngri og meiri en í öðrum sölum Hörpu. Á því sviði munu nefnilega stíga á stokk listamenn á borð við Avalon Emerson, sjálfan leiðtoga techno nýja skólans, sem og breski techno listmaðurinn Benjamin Damage ásamt áður tilkynntum listamönnunum Objekt og Exos. Frá hinu virta plötufyrirtæki Hessle Audio (og höfundi einnar bestu techno plötu ársins 2018) kemur Bruce en hann mun koma fram ásamt íslenska plötusnúðinum Árna. Er þar með viðhaldið þeirri hefð sem hefur skapast að láta stóran erlendan plötusnúð leiða saman hesta sína við íslenskan.Miðasala á hátíðina er hafin hér. Listamenn sem nú eru kynntir til leiks: Little Dragon (SE) Orbital (UK) Kero Kero Bonito (UK) Avalon Emerson (US) FM Belfast Bruce b2b Árni (UK/IS) Prins Póló Caterina Barbieri Live AV (IT) Auður Benjamin Damage LIVE (UK) dj. flugvél og geimskip JOYFULTALK (CA) Hildur upsammy (NE) Matthildur Hekla Alinka (US) Halldór Eldjárn Lucius Works Here + Oxxlab (ES) Áskell Milena Glowacka (PL) LaFontaine Áður hafði verið tilkynnt um eftirfarandi listamenn: Jon Hopkins (UK) Richie Hawtin (CA) Little Simz (UK) Yves Tumor (US) Fatima Al Qadiri Live (KW) Cherrie (SE) Sinjin Hawke & Zora Jones Live AV (CA/AT) Objekt (UK) Aïsha Devi (CH) JDFR GDRN Exos ClubDub DJ Margeir kef LAVIK SiGRÚN Sólveig Matthildur Thorgerdur Johanna.
Sónar Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menning Fleiri fréttir Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira