Ritskoðun fyrir fulla Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 18. desember 2018 07:00 Maður á víst ekki að auglýsa hér í Bakþönkum en ég stenst ekki mátið enda hafa margir þrýst á mig eftir skandala síðustu misserin: Hver hefur ekki lent í því að verða fullur og finna fyrir mikilli tjáningarþörf? Hver hefur ekki lent í því að ausa í ölvímu sinni orðum sem hann hefur engan skilning á? Hver hefur ekki sest niður drukkinn við tölvuna og vaðið af stað í foraðið á fasbókinni? Hver hefur ekki þurft að glíma við þann vanda að biðja alla velvirðingar á úthellingum ölvímunnar? Nú er lausnin fundin, þökk sé Skáldalausnum ehf. sem kenna þér að binda alla kergjuna í kviðlinga. Áður en ég kynntist Skáldalausnum var ég munnsafnaðarsóði mikill og fóru virkir dagar að mestu í það að biðja fólk afsökunar. Það er að segja ef orðfæri mitt fór á flakk. En eftir að ég fór að yrkja eftir aðferðum Skáldalausna hefur enginn haft horn í síðu minni. Skáldalausnir byggja á aðferðafræði Hemingways sem sagði að gott væri að skrifa fullur en fara svo yfir textann ófullur. Hann lenti aldrei í því að vakna þunnur og spyrja „hvern andskotann skrifaði ég í bókina í gær?“. Ef klúr ljóð komast í gegnum ritskoðun þessa má alltaf gefa þau út í ljóðabók þannig að enginn sjái þau. Eftir að ég kynntist Skáldalausnum hef ég líka farið að yrkja edrú. Einsog ljóðið mitt undurfagra: elskaðu mig einsog ég er og ég skal vera einsog þú vilt. Eða þegar ég kom niður á þessa ferskeytlu hérna: Ein af þessum iðjum/sem einatt veldur harmi:/er menn í flokki miðjum/mæla úr… Nei, ég var líklegast aðeins búinn að fá mér í tána þarna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun
Maður á víst ekki að auglýsa hér í Bakþönkum en ég stenst ekki mátið enda hafa margir þrýst á mig eftir skandala síðustu misserin: Hver hefur ekki lent í því að verða fullur og finna fyrir mikilli tjáningarþörf? Hver hefur ekki lent í því að ausa í ölvímu sinni orðum sem hann hefur engan skilning á? Hver hefur ekki sest niður drukkinn við tölvuna og vaðið af stað í foraðið á fasbókinni? Hver hefur ekki þurft að glíma við þann vanda að biðja alla velvirðingar á úthellingum ölvímunnar? Nú er lausnin fundin, þökk sé Skáldalausnum ehf. sem kenna þér að binda alla kergjuna í kviðlinga. Áður en ég kynntist Skáldalausnum var ég munnsafnaðarsóði mikill og fóru virkir dagar að mestu í það að biðja fólk afsökunar. Það er að segja ef orðfæri mitt fór á flakk. En eftir að ég fór að yrkja eftir aðferðum Skáldalausna hefur enginn haft horn í síðu minni. Skáldalausnir byggja á aðferðafræði Hemingways sem sagði að gott væri að skrifa fullur en fara svo yfir textann ófullur. Hann lenti aldrei í því að vakna þunnur og spyrja „hvern andskotann skrifaði ég í bókina í gær?“. Ef klúr ljóð komast í gegnum ritskoðun þessa má alltaf gefa þau út í ljóðabók þannig að enginn sjái þau. Eftir að ég kynntist Skáldalausnum hef ég líka farið að yrkja edrú. Einsog ljóðið mitt undurfagra: elskaðu mig einsog ég er og ég skal vera einsog þú vilt. Eða þegar ég kom niður á þessa ferskeytlu hérna: Ein af þessum iðjum/sem einatt veldur harmi:/er menn í flokki miðjum/mæla úr… Nei, ég var líklegast aðeins búinn að fá mér í tána þarna.