Orri Freyr velur plötur ársins 2018 Stefán Árni Pálsson skrifar 18. desember 2018 15:30 Orri þekkir tónlist mjög vel en hann starfaði lengi vel á X-977. mynd/Atli Þór Einarsson Fjölmargar plötur komu út á árinu 2018 og slógu margar þeirra rækilega í gegn. Vísir mun á næstu dögum ræða við tónlistarspekinga og hafa þeir allir valið þrjá bestu innlendu plötur ársins og þrjár bestu erlendu plötur ársins 2018. Útvarpsmaðurinn Orri Freyr Rúnarsson hefur tekið saman sex plötur sem þóttu skara fram úr á árinu.Íslenskar plötur ársins:1. Auður - AfsakanirÓttaðist að verða fyrir vonbrigðum með þessa plötu þar sem allir töluðu svo vel um hana og væntingarnar því miklar. En þetta er einfaldlega besta plata ársins á Íslandi. Frábærar lagsmíðar og textarnir ekki síðri. Bravó!2. Prins Póló - Þriðja kryddiðPrins Póló heldur áfram að dæla út partýplötum. Þessi plata inniheldur allt sem góð Prins Póló plata á að innihalda. Ef ég ætti að velja einn listamann til að semja plötu um líf mitt yrði það Prins Póló, er sá eini sem gæti gert það áhugavert og skondið.3. Valdimar - Sitt sýnist hverjumFull af plötum sem eiga skilið að vera á þessum lista, t.d. JóiP & Króli, GDRN o.fl. En mér finnst þetta vera svo mikil “comeback” plata hjá Valdimar. Það skemmir ekki fyrir að söngvari sveitarinnar er það góður að ég myndi eflaust hlusta á hann raula uppskriftir að örbylgjumat.Erlendar plötur ársins:1. Rolling Blackouts Coastal Fever - Hope Downs Það segir ýmislegt um tónlistarárið erlendis að besta plata ársins er með nokkuð óþekktri ástralskri indie-hljómsveit. Þetta er samt sú plata sem ég set oftast í gang þegar ég vil bara hlusta á eitthvað skemmtilegt og hressandi.2. Jon Hopkins - SingularityÉg er með þá undarlegu reglu að dansa aðeins einu sinni á ári. Hef ekkert dansað það sem af er ári en það breytist um áramótin þegar ég leyfi gestum og gangi að verða vitni að gleðinni undir tónum af Singularity með Jon Hopkins.3. Janelle Monáe - Dirty Computer Þetta er eiginlega hin fullkomna popp-plata. Þetta er platan sem maður setur á þegar að maður ætlar bara að keyra eitthvað út í buskann þangað til að bíllinn verður bensínlaus. Fréttir ársins 2018 Menning Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Fjölmargar plötur komu út á árinu 2018 og slógu margar þeirra rækilega í gegn. Vísir mun á næstu dögum ræða við tónlistarspekinga og hafa þeir allir valið þrjá bestu innlendu plötur ársins og þrjár bestu erlendu plötur ársins 2018. Útvarpsmaðurinn Orri Freyr Rúnarsson hefur tekið saman sex plötur sem þóttu skara fram úr á árinu.Íslenskar plötur ársins:1. Auður - AfsakanirÓttaðist að verða fyrir vonbrigðum með þessa plötu þar sem allir töluðu svo vel um hana og væntingarnar því miklar. En þetta er einfaldlega besta plata ársins á Íslandi. Frábærar lagsmíðar og textarnir ekki síðri. Bravó!2. Prins Póló - Þriðja kryddiðPrins Póló heldur áfram að dæla út partýplötum. Þessi plata inniheldur allt sem góð Prins Póló plata á að innihalda. Ef ég ætti að velja einn listamann til að semja plötu um líf mitt yrði það Prins Póló, er sá eini sem gæti gert það áhugavert og skondið.3. Valdimar - Sitt sýnist hverjumFull af plötum sem eiga skilið að vera á þessum lista, t.d. JóiP & Króli, GDRN o.fl. En mér finnst þetta vera svo mikil “comeback” plata hjá Valdimar. Það skemmir ekki fyrir að söngvari sveitarinnar er það góður að ég myndi eflaust hlusta á hann raula uppskriftir að örbylgjumat.Erlendar plötur ársins:1. Rolling Blackouts Coastal Fever - Hope Downs Það segir ýmislegt um tónlistarárið erlendis að besta plata ársins er með nokkuð óþekktri ástralskri indie-hljómsveit. Þetta er samt sú plata sem ég set oftast í gang þegar ég vil bara hlusta á eitthvað skemmtilegt og hressandi.2. Jon Hopkins - SingularityÉg er með þá undarlegu reglu að dansa aðeins einu sinni á ári. Hef ekkert dansað það sem af er ári en það breytist um áramótin þegar ég leyfi gestum og gangi að verða vitni að gleðinni undir tónum af Singularity með Jon Hopkins.3. Janelle Monáe - Dirty Computer Þetta er eiginlega hin fullkomna popp-plata. Þetta er platan sem maður setur á þegar að maður ætlar bara að keyra eitthvað út í buskann þangað til að bíllinn verður bensínlaus.
Fréttir ársins 2018 Menning Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira