Út með djöflana Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 1. desember 2018 08:00 "Við særðum út djöfla og reyndum að losa okkur við eða sættast við gamla drauga,“ segir Erna. Fréttablaðið/Sigtryggur Það er flókið og erfitt að stíga fram undir nafni og ræða um sín persónulegu mál. Ég gat hins vegar ekki annað, mér bar ákveðin skylda til að gera það,“ segir Erna Ómarsdóttir, listdansstjóri Íslenska dansflokksins, sem greindi nýverið frá grófri framkomu, misbeitingu valds og kynferðislegri áreitni hins heimsþekkta listamanns Jans Fabre gagnvart sér og öðrum dönsurum í belgíska dansflokknum Troubleyn.Hún er stödd í Borgarleikhúsinu þar sem Íslenski dansflokkurinn hefur aðstöðu. Erna er fíngerð, svartklædd og með dökkmáluð augu. Hún er einn virtasti og reyndasti danshöfundur Íslendinga en hún er langt frá því að vera hefðbundin. Hún er djarfur listamaður sem tekur áhættu. Hún segist óstyrk. Hún sé ekki enn þá farin að vinna almennilega úr reynslu sinni þótt hún sé byrjuð á ferlinu. Hún ýti sér svolítið áfram. „Mér finnst svo stutt síðan ég sagði fyrst manninum mínum frá. Þá hafði það sem ég gekk í gegnum verið á tungubroddinum svo lengi en það eru næstum 20 ár síðan. Það var stuttu fyrir MeToo-byltinguna sem ég treysti mínum nánustu fyrir þessu. Það lá eitthvað í loftinu. Svo sprakk allt. Það er eiginlega óskiljanlegt að það hafi ekki gerst fyrr,“ segir Erna.Hefur leitað til Stígamóta Erna var rúmlega tuttugu og fimm ára þegar hún gekk til liðs við dansflokk Jans Fabre, Troubleyn. Það var hennar fyrsta starf með atvinnuleikhúsi og dansflokki. Hún var einn átta dansara sem skrifuðu nafn sitt undir bréf sem dansarar flokksins birtu opinberlega í september. Að auki skrifuðu 12 fyrrverandi dansarar undir án nafns og í framhaldi skrifuðu 200 danshöfundar í Belgíu undir stuðningsbréf við þennan hóp og gerðu kröfu um breytingar í danssenunni. Allt olli þetta mikilli ólgu í Belgíu. Síðar í sama mánuði lýsti Erna í viðtali við The New York Times einu ákveðnu alvarlegu atviki.Fréttablaðið/SigtyggurFrásögnin er aðeins brot af reynslu Ernu. Hún sagði bara frá því sem hún treysti sér til að segja frá. Hún hefur leitað til Stígamóta þar sem hún þiggur aðstoð við að vinna úr reynslu sinni. „Ég hélt að það sem hefði gerst hefði verið á gráu svæði. Núna ári seinna er áhugavert að sjá hvað er búið að gerast. Margt hefur breyst. Eitt af því sem hefur gerst í kjölfar MeToo-byltingarinnar er að þetta gráa svæði er allt í einu ekkert grátt lengur og við eigum orð til að lýsa áreitninni,“ segir hún. „Við erum líka að átta okkur á því hvað er búið að taka frá okkur. Við höfum verið rændar völdum og niðurlægðar svo lengi.“ Erna segir að belgískt samfélag hafi verið lengur að taka við sér en íslenskt. Því hafi dansarar Troubleyn, flokksins ekki stigið fram fyrr. „Ég ákvað að hoppa út í djúpu laugina með þetta. Ég hefði engu að tapa. Ég er flutt heim, umkringd fjölskyldu og vinum, bý á Íslandi og er í sterkri og góðri stöðu. Það er ólíkt því að vera ungur, óreyndur og aleinn í útlöndum að berjast fyrir tilvist sinni í þessum harða bransa. Ég fór að heyra að þetta væri að henda yngri stúlkur en mig. Hann beitti þær sömu aðferð. Meira að segja eftir MeToo varð mjög ung stúlka fyrir svipaðri reynslu þar sem hann virtist nota sömu aðferð. Hann dirfðist að halda áfram. Og þá bara varð ekki aftur snúið,“ segir Erna. „Ég þarf ekkert að útskýra til fullnustu og af nákvæmni hvað hann gerði. En þegar Weinstein komst í sviðsljósið þá setti ég strax samasemmerki á milli þessara tveggja manna. Það vissu þetta allir. En enginn sagði neitt. Það mátti ekkert tala um þetta. Það sem hann gerði var bara samþykkt. Hann var svokallaður snillingur og mátti þetta. Allir meðvirkir með honum,“ segir Erna.Tókst ekki að rífa mig niður „Mér fannst nauðsynlegt að segja frá. Mér fannst ég verða að leggja mitt af mörkum til þess að koma upp um ofbeldisfullt athæfi hans, öðrum til varnaðar og til þess að koma þessu frá mér, úr kerfinu. Það er erfitt en erfiðara hefði verið að segja aldei neitt,“ segir Erna sem finnst erfitt að hugsa til þess hversu útbreitt og kerfisbundið ofbeldi og áreitni er. „Þó að mér hafi verið létt að þurfa ekki ein að upplifa niðurbrot og skömm þá er það á sama tíma skelfilegt. Hvað við erum mörg. Svo margir dansarar hafa hætt. Vegna þess að svona áreitni og grimmileg framkoma eyðileggur sjálfsvirðingu fólks og sköpunargleði. Ég náði hins vegar að komast í gegnum þetta. Ég var orðin þekkt sem dansari, fékk strax vinnu hjá öðrum stórum danshóp og fékk tækifæri til að gera eigin verk. Hann náði ekki að brjóta mig niður og ég spyrnti við innra með mér og kannski að sumu leyti skilaði ég tilfinningum mínum í dansinn.“ Hún strýkur yfir langt hvítt ör á handleggnum. Það er líklega um 15 sentimetra langt. Hvernig fékk hún það? „Það tengist þessu öllu saman. Og honum. Ég datt á sviði í sýningu. Ég handleggsbrotnaði mjög illa en sýningin hélt áfram. Ég gleymi stundum þessu öri. Því það er ekki neitt miðað við hitt. Þetta slys reyndist samt örlagaríkt. Það varð vegna þreytu og álags. Á meðan ég jafnaði mig þá gafst mér tími til að hugsa málin og sagði nokkru seinna upp hjá flokknum. Ég var komin með lamandi köfnunartilfinningu.“Særði út djöfla og drauga Erna hellti sér út í vinnu eftir að hafa stigið fram og lýst reynslu sinni. Hún hefur nú frumsýnt tvö dansverk á einni viku, sitt í hvoru landinu. „Ég verð að viðurkenna að það er ekki endilega sniðugt að gera þetta á hverju ári,“ segir Erna sem frumsýndi verkið Pottþétt myrkur sem var hluti af kvöldinu Dísablót hjá Íslenska dansflokknum þann 17. nóvember síðastliðinn á sviðslistahátíðinni Spectacular, verkið er enn í sýningu. Verkið er hluti af seríu dansverka sem á sér upphaf í samvinnu hennar og Valdimars Jóhannssonar sem þau gerðu með og fyrir hljómsveitina Sigur Rós og var fyrsta útgáfa flutt á tónlistarhátíðinni Norður og niður fyrir ári. „Það var frábært að gefa sér þennan tíma til að þróa verkið. Við erum búin að vinna það í stuttum tímabilum yfir heilt ár og sýna afrakstur og ólík brot á mismunandi stöðum. Fyrst á Norður og niður í Hörpu, Listahátíð Reykjavíkur í Hafnarhúsinu og svo nú í fyrsta sinn í leikhúsi. Útgangspunkturinn var fyrst einfaldur, til að byrja með bara þessi tími ársins og myrkrið sem fylgir honum. Myrkrið? Hvað er það? Hvað gerir það fyrir okkur? Það er ekki bara neikvætt. Það getur líka verið faðmandi og friðsælt. Næstum því eins og í móðurkviði. Þar getur verið hlýja. En þar getur líka fleira leynst. Á þessum tíma stóð MeToo-byltingin hvað hæst. Hún hafði áhrif á verkið sem sem var skapað í náinni samvinnu við dansarana og því áttum við mjög tilfinningaþrungnar stundir í vinnuferlinu, mikið talað og miklu deilt um þessi mál og um það sem var að gerast. Við særðum út djöfla og reyndum að losa okkur við eða sættast við gamla drauga. Losuðum okkur við ýmislegt gamalt og úrelt. Út með djöflana,“ segir Erna ákveðin. „Þarna í verkinu er berskjaldaður líkaminn meðal drauganna ýmist ofurspenntur eða alveg máttlaus að berjast ýmist við eigin skugga eða skugga fortíðar.“Fréttablaðið/SigtryggurAðeins tæpri viku eftir frumsýningu á Íslandi frumsýndi Erna dansverk byggt á hinu klassíska verki Rómeó og Júlía eftir William Shakespeare við tónlist Sergejs Prokofjev. Verkið vann hún í samstarfi við danshöfundinn Höllu Ólafsdóttur fyrir Gärtnerplatz-ballettinn í München í Þýskalandi. við undirspil sinfóníuhljómsveitar hússins. Erna og Halla munu svo endurvinna sýninguna með dönsurum Íslenska dansflokksins 2020.Fylgjum alls ekki uppskriftinni „Þetta var ekki hefðbundin uppsetning. Ein af spurningunum sem við spurðum okkur var: Af hverju ættum við að vera setja þetta upp? Verk sem er búið að setja upp mörg hundruð eða þúsund sinnum? Við spurðum okkur hvernig við gætum sett þetta verk upp í dag,“ segir Erna og bætir við að áhuginn hafi kviknað hægt og rólega og hún orðið spenntari og sannfærðari því meira sem hún hugsaði um þetta. „Þetta var rosa áskorun og svona tækifæri sem er eiginlega ekki hægt að hafna. Þessi saga er svo hlaðin en hún hefur breyst mikið frá því hún var fyrst skrifuð eða uppsetningar aðlagaðar. Það var miklu meiri kraftur, kynorka og ofbeldi í henni. En svo hefur þessi ástarsaga í gegnum árin verið löguð að væntingum okkar um rómantíska ást. Það er næstum því Hollywood-bragur á sögunni. Markaðurinn er búinn að krukka í hana,“ segir Erna. Saga ballettsins sjálfs er mjög áhugaverð. Tónlistin er samin af tónskáldinu Sergej Prokofjev. „Sagan segir að Stalín hafi fengið hann til þess að koma aftur til Rússlands frá Bandaríkjunum, þangað sem hann hafði flúið, til að semja verkið. Í fyrstu útgáfunni sem hann samdi breytti Prokofjev endinum, hann vildi „happy ending“ og lét Rómeó og Júlíu lifa. Hann var ritskoðaður og endirinn færður aftur til upprunans. Ballettdönsurum þess tíma fannst tónlistin hræðileg. Það voru örar skiptingar í tónlistinni sem var erfitt að fylgja eftir. Því var mótmælt,“ segir Erna frá. „Ballettinn er nú einn sá vinsælasti og fólk kemur til að sjá ákveðna uppskrift sem er alveg óhætt að segja að við Halla fylgjum alls ekki,“ segir Erna og brosir. „Þetta var áhugavert ferli. Þarna vorum við Halla, tvær konur að stjórna ballettinum með sinfóníuhljómsveit í einu afar hefðbundnu, virtu og sögufrægu borgarleikhúsi í München. Það eru sjaldan kvenmenn nafngreindir í þessum stóru verkum. Það var líka áhugavert að takast á við það. Alla þessa svokölluðu karlkyns meistara,“ segir Erna. „Það gerðist eitthvað í leikhúsinu líka sem er risastór stofnun með mörgum deildum og ákveðnu gamalgrónu hírarkíi. Fólk var annaðhvort mjög efins um okkur eða elskaði að fá okkur í hús. Við vorum þarna þrjár, svolítið íslenskt stelpugengi, en með mér og Höllu var búningahönnuðurinn Sunneva Ása Weisshappel. Þetta var mjög erfitt verkefni en mjög lærdómsríkt. við erum mjög glaðar með ferlið og viðtökurnar sem voru vægast sagt mjög góðar og öfgafullar í báðar áttir,“ segir Erna. „Eitt mikilvægt umfjöllunarefni var einnig ballettdansarinn sjálfur. Ballettdansarar hafa oftast yfirbragð fullkomleika. Áreynslulausir. Þú sérð ekki svitadropa drjúpa af klassískum ballettdansara á sviðinu en svo er brjáluð vinna á bak við fullkomnunina. Auk þess hefur ballettdansarinn enga rödd og þar er líka mjög svo gagnkynhneigð hlutverkaskipting þrátt fyrir að oft séu dansarar samkynhneigðir. Við vildum sýna brjálæðið að baki. Líkamann sem erfiðar, öskrar, er þungur, er þreyttur, uppgefinn, sýna sársaukann, sýna lífið, líkamsvessa, ást, hormóna, kynorku, brjóstamjólk, eitur, húmor, dauðann, blóð, svita og tár. Svo varð óumflýjanlegt að fjalla um stöðu konunnar í dag og áður fyrr. Júlía sjálf og hennar örlög voru okkur mjög hugleikin. Hún er að rísa upp gegn stofnuninni, fjölskyldunni, og gegn feðraveldinu,“ segir Erna.Óvissan og innsæið „Mér fannst meiriháttar að vinna með Höllu. Hún er stórkostleg manneskja og listamaður. Við vorum svolítið að kynnast í þessu ferli. Eigum margt sameiginlegt en annað sem aðskilur,“ segir Erna. Erna segist oft vera í leit í vinnuferli verka sinna en innsæi leikur einnig stórt hlutverk. „Stundum fara verkin í aðra átt en maður sá fyrir sér, þau eignast sitt eigið líf. Óvissan er mikilvægur staður að leyfa sér að vera á og samþykkja. Mér finnst stundum erfitt þegar talað er um að maður eigi að vera skilvirkur í listsköpun, mér finnst það ekki endilega alltaf fara saman, en frumsýning getur víst ekki beðið og þá þarf maður að rembast við að koma öllu saman. Sem betur fer er maður svo heppinn að vera umkringdur frábærum dönsurum og samstarfsfólki og það leggjast allir á eitt við að klára. En svo fer annað ferli í gang eftir frumsýningu, þetta er endalaus þróun sem aldrei klárast. Ég fer á milli þess að hugsa: Ég er bara helvíti góð í þessu, og: Hvað er að mér? Ég hef ekkert að segja! Maður er alltaf endalaust að efast um sjálfan sig og tilgang alls þessa en ástríðan fyrir dansinum og listsköpun í góðum hópi fólks er alltaf yfirsterkari. það er svo mikill drifkraftur þarna sem gefur manni tilgang og læknar mörg mein. Dansinn er svo mikil ástríða. Svo persónuleg listsköpun. Þeir sem ákveða að fara í þetta starf, þeir gera það ekki fyrir peningana. Dansarinn er berskjaldaður og í hverju verki fer ég til dæmis í gegnum eins konar umbreytingu. Maður fer í gegnum ákveðinn hreinsunareld,“ segir Erna. Birtist í Fréttablaðinu Dans Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fleiri fréttir Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Sjá meira
Það er flókið og erfitt að stíga fram undir nafni og ræða um sín persónulegu mál. Ég gat hins vegar ekki annað, mér bar ákveðin skylda til að gera það,“ segir Erna Ómarsdóttir, listdansstjóri Íslenska dansflokksins, sem greindi nýverið frá grófri framkomu, misbeitingu valds og kynferðislegri áreitni hins heimsþekkta listamanns Jans Fabre gagnvart sér og öðrum dönsurum í belgíska dansflokknum Troubleyn.Hún er stödd í Borgarleikhúsinu þar sem Íslenski dansflokkurinn hefur aðstöðu. Erna er fíngerð, svartklædd og með dökkmáluð augu. Hún er einn virtasti og reyndasti danshöfundur Íslendinga en hún er langt frá því að vera hefðbundin. Hún er djarfur listamaður sem tekur áhættu. Hún segist óstyrk. Hún sé ekki enn þá farin að vinna almennilega úr reynslu sinni þótt hún sé byrjuð á ferlinu. Hún ýti sér svolítið áfram. „Mér finnst svo stutt síðan ég sagði fyrst manninum mínum frá. Þá hafði það sem ég gekk í gegnum verið á tungubroddinum svo lengi en það eru næstum 20 ár síðan. Það var stuttu fyrir MeToo-byltinguna sem ég treysti mínum nánustu fyrir þessu. Það lá eitthvað í loftinu. Svo sprakk allt. Það er eiginlega óskiljanlegt að það hafi ekki gerst fyrr,“ segir Erna.Hefur leitað til Stígamóta Erna var rúmlega tuttugu og fimm ára þegar hún gekk til liðs við dansflokk Jans Fabre, Troubleyn. Það var hennar fyrsta starf með atvinnuleikhúsi og dansflokki. Hún var einn átta dansara sem skrifuðu nafn sitt undir bréf sem dansarar flokksins birtu opinberlega í september. Að auki skrifuðu 12 fyrrverandi dansarar undir án nafns og í framhaldi skrifuðu 200 danshöfundar í Belgíu undir stuðningsbréf við þennan hóp og gerðu kröfu um breytingar í danssenunni. Allt olli þetta mikilli ólgu í Belgíu. Síðar í sama mánuði lýsti Erna í viðtali við The New York Times einu ákveðnu alvarlegu atviki.Fréttablaðið/SigtyggurFrásögnin er aðeins brot af reynslu Ernu. Hún sagði bara frá því sem hún treysti sér til að segja frá. Hún hefur leitað til Stígamóta þar sem hún þiggur aðstoð við að vinna úr reynslu sinni. „Ég hélt að það sem hefði gerst hefði verið á gráu svæði. Núna ári seinna er áhugavert að sjá hvað er búið að gerast. Margt hefur breyst. Eitt af því sem hefur gerst í kjölfar MeToo-byltingarinnar er að þetta gráa svæði er allt í einu ekkert grátt lengur og við eigum orð til að lýsa áreitninni,“ segir hún. „Við erum líka að átta okkur á því hvað er búið að taka frá okkur. Við höfum verið rændar völdum og niðurlægðar svo lengi.“ Erna segir að belgískt samfélag hafi verið lengur að taka við sér en íslenskt. Því hafi dansarar Troubleyn, flokksins ekki stigið fram fyrr. „Ég ákvað að hoppa út í djúpu laugina með þetta. Ég hefði engu að tapa. Ég er flutt heim, umkringd fjölskyldu og vinum, bý á Íslandi og er í sterkri og góðri stöðu. Það er ólíkt því að vera ungur, óreyndur og aleinn í útlöndum að berjast fyrir tilvist sinni í þessum harða bransa. Ég fór að heyra að þetta væri að henda yngri stúlkur en mig. Hann beitti þær sömu aðferð. Meira að segja eftir MeToo varð mjög ung stúlka fyrir svipaðri reynslu þar sem hann virtist nota sömu aðferð. Hann dirfðist að halda áfram. Og þá bara varð ekki aftur snúið,“ segir Erna. „Ég þarf ekkert að útskýra til fullnustu og af nákvæmni hvað hann gerði. En þegar Weinstein komst í sviðsljósið þá setti ég strax samasemmerki á milli þessara tveggja manna. Það vissu þetta allir. En enginn sagði neitt. Það mátti ekkert tala um þetta. Það sem hann gerði var bara samþykkt. Hann var svokallaður snillingur og mátti þetta. Allir meðvirkir með honum,“ segir Erna.Tókst ekki að rífa mig niður „Mér fannst nauðsynlegt að segja frá. Mér fannst ég verða að leggja mitt af mörkum til þess að koma upp um ofbeldisfullt athæfi hans, öðrum til varnaðar og til þess að koma þessu frá mér, úr kerfinu. Það er erfitt en erfiðara hefði verið að segja aldei neitt,“ segir Erna sem finnst erfitt að hugsa til þess hversu útbreitt og kerfisbundið ofbeldi og áreitni er. „Þó að mér hafi verið létt að þurfa ekki ein að upplifa niðurbrot og skömm þá er það á sama tíma skelfilegt. Hvað við erum mörg. Svo margir dansarar hafa hætt. Vegna þess að svona áreitni og grimmileg framkoma eyðileggur sjálfsvirðingu fólks og sköpunargleði. Ég náði hins vegar að komast í gegnum þetta. Ég var orðin þekkt sem dansari, fékk strax vinnu hjá öðrum stórum danshóp og fékk tækifæri til að gera eigin verk. Hann náði ekki að brjóta mig niður og ég spyrnti við innra með mér og kannski að sumu leyti skilaði ég tilfinningum mínum í dansinn.“ Hún strýkur yfir langt hvítt ör á handleggnum. Það er líklega um 15 sentimetra langt. Hvernig fékk hún það? „Það tengist þessu öllu saman. Og honum. Ég datt á sviði í sýningu. Ég handleggsbrotnaði mjög illa en sýningin hélt áfram. Ég gleymi stundum þessu öri. Því það er ekki neitt miðað við hitt. Þetta slys reyndist samt örlagaríkt. Það varð vegna þreytu og álags. Á meðan ég jafnaði mig þá gafst mér tími til að hugsa málin og sagði nokkru seinna upp hjá flokknum. Ég var komin með lamandi köfnunartilfinningu.“Særði út djöfla og drauga Erna hellti sér út í vinnu eftir að hafa stigið fram og lýst reynslu sinni. Hún hefur nú frumsýnt tvö dansverk á einni viku, sitt í hvoru landinu. „Ég verð að viðurkenna að það er ekki endilega sniðugt að gera þetta á hverju ári,“ segir Erna sem frumsýndi verkið Pottþétt myrkur sem var hluti af kvöldinu Dísablót hjá Íslenska dansflokknum þann 17. nóvember síðastliðinn á sviðslistahátíðinni Spectacular, verkið er enn í sýningu. Verkið er hluti af seríu dansverka sem á sér upphaf í samvinnu hennar og Valdimars Jóhannssonar sem þau gerðu með og fyrir hljómsveitina Sigur Rós og var fyrsta útgáfa flutt á tónlistarhátíðinni Norður og niður fyrir ári. „Það var frábært að gefa sér þennan tíma til að þróa verkið. Við erum búin að vinna það í stuttum tímabilum yfir heilt ár og sýna afrakstur og ólík brot á mismunandi stöðum. Fyrst á Norður og niður í Hörpu, Listahátíð Reykjavíkur í Hafnarhúsinu og svo nú í fyrsta sinn í leikhúsi. Útgangspunkturinn var fyrst einfaldur, til að byrja með bara þessi tími ársins og myrkrið sem fylgir honum. Myrkrið? Hvað er það? Hvað gerir það fyrir okkur? Það er ekki bara neikvætt. Það getur líka verið faðmandi og friðsælt. Næstum því eins og í móðurkviði. Þar getur verið hlýja. En þar getur líka fleira leynst. Á þessum tíma stóð MeToo-byltingin hvað hæst. Hún hafði áhrif á verkið sem sem var skapað í náinni samvinnu við dansarana og því áttum við mjög tilfinningaþrungnar stundir í vinnuferlinu, mikið talað og miklu deilt um þessi mál og um það sem var að gerast. Við særðum út djöfla og reyndum að losa okkur við eða sættast við gamla drauga. Losuðum okkur við ýmislegt gamalt og úrelt. Út með djöflana,“ segir Erna ákveðin. „Þarna í verkinu er berskjaldaður líkaminn meðal drauganna ýmist ofurspenntur eða alveg máttlaus að berjast ýmist við eigin skugga eða skugga fortíðar.“Fréttablaðið/SigtryggurAðeins tæpri viku eftir frumsýningu á Íslandi frumsýndi Erna dansverk byggt á hinu klassíska verki Rómeó og Júlía eftir William Shakespeare við tónlist Sergejs Prokofjev. Verkið vann hún í samstarfi við danshöfundinn Höllu Ólafsdóttur fyrir Gärtnerplatz-ballettinn í München í Þýskalandi. við undirspil sinfóníuhljómsveitar hússins. Erna og Halla munu svo endurvinna sýninguna með dönsurum Íslenska dansflokksins 2020.Fylgjum alls ekki uppskriftinni „Þetta var ekki hefðbundin uppsetning. Ein af spurningunum sem við spurðum okkur var: Af hverju ættum við að vera setja þetta upp? Verk sem er búið að setja upp mörg hundruð eða þúsund sinnum? Við spurðum okkur hvernig við gætum sett þetta verk upp í dag,“ segir Erna og bætir við að áhuginn hafi kviknað hægt og rólega og hún orðið spenntari og sannfærðari því meira sem hún hugsaði um þetta. „Þetta var rosa áskorun og svona tækifæri sem er eiginlega ekki hægt að hafna. Þessi saga er svo hlaðin en hún hefur breyst mikið frá því hún var fyrst skrifuð eða uppsetningar aðlagaðar. Það var miklu meiri kraftur, kynorka og ofbeldi í henni. En svo hefur þessi ástarsaga í gegnum árin verið löguð að væntingum okkar um rómantíska ást. Það er næstum því Hollywood-bragur á sögunni. Markaðurinn er búinn að krukka í hana,“ segir Erna. Saga ballettsins sjálfs er mjög áhugaverð. Tónlistin er samin af tónskáldinu Sergej Prokofjev. „Sagan segir að Stalín hafi fengið hann til þess að koma aftur til Rússlands frá Bandaríkjunum, þangað sem hann hafði flúið, til að semja verkið. Í fyrstu útgáfunni sem hann samdi breytti Prokofjev endinum, hann vildi „happy ending“ og lét Rómeó og Júlíu lifa. Hann var ritskoðaður og endirinn færður aftur til upprunans. Ballettdönsurum þess tíma fannst tónlistin hræðileg. Það voru örar skiptingar í tónlistinni sem var erfitt að fylgja eftir. Því var mótmælt,“ segir Erna frá. „Ballettinn er nú einn sá vinsælasti og fólk kemur til að sjá ákveðna uppskrift sem er alveg óhætt að segja að við Halla fylgjum alls ekki,“ segir Erna og brosir. „Þetta var áhugavert ferli. Þarna vorum við Halla, tvær konur að stjórna ballettinum með sinfóníuhljómsveit í einu afar hefðbundnu, virtu og sögufrægu borgarleikhúsi í München. Það eru sjaldan kvenmenn nafngreindir í þessum stóru verkum. Það var líka áhugavert að takast á við það. Alla þessa svokölluðu karlkyns meistara,“ segir Erna. „Það gerðist eitthvað í leikhúsinu líka sem er risastór stofnun með mörgum deildum og ákveðnu gamalgrónu hírarkíi. Fólk var annaðhvort mjög efins um okkur eða elskaði að fá okkur í hús. Við vorum þarna þrjár, svolítið íslenskt stelpugengi, en með mér og Höllu var búningahönnuðurinn Sunneva Ása Weisshappel. Þetta var mjög erfitt verkefni en mjög lærdómsríkt. við erum mjög glaðar með ferlið og viðtökurnar sem voru vægast sagt mjög góðar og öfgafullar í báðar áttir,“ segir Erna. „Eitt mikilvægt umfjöllunarefni var einnig ballettdansarinn sjálfur. Ballettdansarar hafa oftast yfirbragð fullkomleika. Áreynslulausir. Þú sérð ekki svitadropa drjúpa af klassískum ballettdansara á sviðinu en svo er brjáluð vinna á bak við fullkomnunina. Auk þess hefur ballettdansarinn enga rödd og þar er líka mjög svo gagnkynhneigð hlutverkaskipting þrátt fyrir að oft séu dansarar samkynhneigðir. Við vildum sýna brjálæðið að baki. Líkamann sem erfiðar, öskrar, er þungur, er þreyttur, uppgefinn, sýna sársaukann, sýna lífið, líkamsvessa, ást, hormóna, kynorku, brjóstamjólk, eitur, húmor, dauðann, blóð, svita og tár. Svo varð óumflýjanlegt að fjalla um stöðu konunnar í dag og áður fyrr. Júlía sjálf og hennar örlög voru okkur mjög hugleikin. Hún er að rísa upp gegn stofnuninni, fjölskyldunni, og gegn feðraveldinu,“ segir Erna.Óvissan og innsæið „Mér fannst meiriháttar að vinna með Höllu. Hún er stórkostleg manneskja og listamaður. Við vorum svolítið að kynnast í þessu ferli. Eigum margt sameiginlegt en annað sem aðskilur,“ segir Erna. Erna segist oft vera í leit í vinnuferli verka sinna en innsæi leikur einnig stórt hlutverk. „Stundum fara verkin í aðra átt en maður sá fyrir sér, þau eignast sitt eigið líf. Óvissan er mikilvægur staður að leyfa sér að vera á og samþykkja. Mér finnst stundum erfitt þegar talað er um að maður eigi að vera skilvirkur í listsköpun, mér finnst það ekki endilega alltaf fara saman, en frumsýning getur víst ekki beðið og þá þarf maður að rembast við að koma öllu saman. Sem betur fer er maður svo heppinn að vera umkringdur frábærum dönsurum og samstarfsfólki og það leggjast allir á eitt við að klára. En svo fer annað ferli í gang eftir frumsýningu, þetta er endalaus þróun sem aldrei klárast. Ég fer á milli þess að hugsa: Ég er bara helvíti góð í þessu, og: Hvað er að mér? Ég hef ekkert að segja! Maður er alltaf endalaust að efast um sjálfan sig og tilgang alls þessa en ástríðan fyrir dansinum og listsköpun í góðum hópi fólks er alltaf yfirsterkari. það er svo mikill drifkraftur þarna sem gefur manni tilgang og læknar mörg mein. Dansinn er svo mikil ástríða. Svo persónuleg listsköpun. Þeir sem ákveða að fara í þetta starf, þeir gera það ekki fyrir peningana. Dansarinn er berskjaldaður og í hverju verki fer ég til dæmis í gegnum eins konar umbreytingu. Maður fer í gegnum ákveðinn hreinsunareld,“ segir Erna.
Birtist í Fréttablaðinu Dans Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fleiri fréttir Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Sjá meira