Með upplýsta Landakirkju á jólum Elín Albertsdóttir skrifar 19. desember 2018 09:00 Elva Ósk með fallegu kirkjuna sem faðir hennar smíðaði handa henni. MYND/EYÞÓR Elva Ósk Ólafsdóttir leikkona tekur alltaf upp Landakirkju fyrir jólin sem faðir hennar, Ólafur Oddgeirsson, smíðaði. Ólafur gaf öllum sex börnum sínum kirkju. Systkinin ólust upp við sams konar kirkju á æskuheimilinu. Elva Ósk segir að faðir hennar hafi verið einstakur hagleiksmaður, hann smíðaði margt fallegra gripa, meðal annars jólasveina. Fyrstu kirkjuna smíðaði hann þegar Elva var barn að aldri en hún var alltaf sett upp fyrir jólin. Ólafur lagði mikla natni í verkið en hugmyndina sótti hann til Landakirkju í Vestmannaeyjum þar sem fjölskyldan bjó. Kirkjan er upplýst og er uppáhaldsjólaskraut Elvu „Ég reyndi að troða smádúkkum í gegnum dyrnar á kirkjunni í gamla daga,“ segir Elva og hlær en bætir síðan við að kirkjan hafi verið stór hluti af jólunum. „Í gamla daga var sett bómull í kringum hana og litlum jólasveinum og skrauti raðað á hann. Ég hef reyndar ekki gert það þótt ég sé mikil jólamanneskja. Yfirleitt byrja ég að skreyta í byrjun desember. Mér finnst aðventan yndislegur tími og ég er mjög hrifin af öllu dúlleríinu í kringum jólin. Maður hittir líka svo marga vini og ættingja í desember,“ segir hún. Ólafur Oddgeirsson, faðir Elvu, smíðaði nokkrar svona kirkjur eftir Landakirkju í Vestmannaeyjum.MYND/EYÞÓR „Ég hef sömuleiðis gaman af því að baka fyrir jólin. Þegar ég var sextán ára bakaði ég fjórar tegundir af smákökum fyrir jólin en núna læt ég Sörur duga. Mér finnst skatan ómissandi á Þorláksmessu og undanfarin ár hef ég verið með önd á aðfangadag. Núna ætla ég að breyta til og hafa hreindýr. Mér finnst mjög skemmtilegt að elda og prófa nýja rétti. Auk þess þykir mér notalegt að vera heima um jólin. Stórfjölskyldan hittist alltaf á gamlárskvöld, það eru um þrjátíu manns. Ég á tvö systkini sem eiga afmæli á jóladag og það var alltaf svolítið stress í kringum það að vera með afmæli á þeim degi. Við ákváðum þess vegna að breyta þessu, hittast í byrjun aðventu og aftur á gamlárskvöld en þá koma allir með einn rétt með sér. Ég elda alltaf kalkún,“ segir hún. Elva á tvö uppkomin börn, 25 og 27 ára. Hún segist finna fyrir kærleika í loftinu í desember. „Fallegu ljósin sem lýsa upp myrkrið eru svo kósí,“ segir hún. „Einhvern veginn breytist andinn á aðventunni og fólk verður mýkra. Þess vegna er þetta svo frábær tími,“ segir Elva Ósk sem er í fríi frá leikhúsinu og naut jólastemningar í Þýskalandi þegar við náðum sambandi við hana. Birtist í Fréttablaðinu Jólaskraut Mest lesið Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Jól Heimagert rauðkál að hætti Helgu Sig Jól Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól Wellington-grænmetisætunnar Jól Marengshringur og jólakonfekt Evu Laufeyjar úr Ísland í dag Jól Jólastöðin er komin í loftið Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir hana Jól Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Jól Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir herrann Jól Fleiri fréttir Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Sjá meira
Elva Ósk Ólafsdóttir leikkona tekur alltaf upp Landakirkju fyrir jólin sem faðir hennar, Ólafur Oddgeirsson, smíðaði. Ólafur gaf öllum sex börnum sínum kirkju. Systkinin ólust upp við sams konar kirkju á æskuheimilinu. Elva Ósk segir að faðir hennar hafi verið einstakur hagleiksmaður, hann smíðaði margt fallegra gripa, meðal annars jólasveina. Fyrstu kirkjuna smíðaði hann þegar Elva var barn að aldri en hún var alltaf sett upp fyrir jólin. Ólafur lagði mikla natni í verkið en hugmyndina sótti hann til Landakirkju í Vestmannaeyjum þar sem fjölskyldan bjó. Kirkjan er upplýst og er uppáhaldsjólaskraut Elvu „Ég reyndi að troða smádúkkum í gegnum dyrnar á kirkjunni í gamla daga,“ segir Elva og hlær en bætir síðan við að kirkjan hafi verið stór hluti af jólunum. „Í gamla daga var sett bómull í kringum hana og litlum jólasveinum og skrauti raðað á hann. Ég hef reyndar ekki gert það þótt ég sé mikil jólamanneskja. Yfirleitt byrja ég að skreyta í byrjun desember. Mér finnst aðventan yndislegur tími og ég er mjög hrifin af öllu dúlleríinu í kringum jólin. Maður hittir líka svo marga vini og ættingja í desember,“ segir hún. Ólafur Oddgeirsson, faðir Elvu, smíðaði nokkrar svona kirkjur eftir Landakirkju í Vestmannaeyjum.MYND/EYÞÓR „Ég hef sömuleiðis gaman af því að baka fyrir jólin. Þegar ég var sextán ára bakaði ég fjórar tegundir af smákökum fyrir jólin en núna læt ég Sörur duga. Mér finnst skatan ómissandi á Þorláksmessu og undanfarin ár hef ég verið með önd á aðfangadag. Núna ætla ég að breyta til og hafa hreindýr. Mér finnst mjög skemmtilegt að elda og prófa nýja rétti. Auk þess þykir mér notalegt að vera heima um jólin. Stórfjölskyldan hittist alltaf á gamlárskvöld, það eru um þrjátíu manns. Ég á tvö systkini sem eiga afmæli á jóladag og það var alltaf svolítið stress í kringum það að vera með afmæli á þeim degi. Við ákváðum þess vegna að breyta þessu, hittast í byrjun aðventu og aftur á gamlárskvöld en þá koma allir með einn rétt með sér. Ég elda alltaf kalkún,“ segir hún. Elva á tvö uppkomin börn, 25 og 27 ára. Hún segist finna fyrir kærleika í loftinu í desember. „Fallegu ljósin sem lýsa upp myrkrið eru svo kósí,“ segir hún. „Einhvern veginn breytist andinn á aðventunni og fólk verður mýkra. Þess vegna er þetta svo frábær tími,“ segir Elva Ósk sem er í fríi frá leikhúsinu og naut jólastemningar í Þýskalandi þegar við náðum sambandi við hana.
Birtist í Fréttablaðinu Jólaskraut Mest lesið Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Jól Heimagert rauðkál að hætti Helgu Sig Jól Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól Wellington-grænmetisætunnar Jól Marengshringur og jólakonfekt Evu Laufeyjar úr Ísland í dag Jól Jólastöðin er komin í loftið Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir hana Jól Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Jól Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir herrann Jól Fleiri fréttir Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Sjá meira