Lífið

Segja drottninguna hafa fengið ís­kaldar mót­tökur

Stefán Árni Pálsson skrifar
Margrét Danadrottning fékk sem betur fer teppi.
Margrét Danadrottning fékk sem betur fer teppi. vísir/vilhelm

„Ísköld og skilin ein eftir.“ Þetta er forsíðufyrirsögn danska blaðsins Her & Nu en þar má sjá mynd af Margréti Danadrottningu þar sem hún situr fyrir framan Stjórnarráðið á laugardaginn.

Fullveldi Íslands var hundrað ára 1. desember og af því tilefni var viðamikil hátíðardagskrá um land allt.

Katrín Jakobsdóttir setti hátíðina við Stjórnarráðið á laugardaginn og var Margrét viðstödd ásamt forseta Íslands, Guðna Th. og Elizu Reed, eiginkonu hans.

Her & Nu segir frá því að drottningin hafi verið ískalt fyrir utan húsið og ein á báti eins og Ragna Bjarnadóttir greinir frá á Twitter.   






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.