Lífið

Kemur Hart til varnar með því að benda á gömul tíst frá kvenkyns grínistum

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Kevin Hart, Amy Schumer, Sarah Silverman og Nick Cannon.
Kevin Hart, Amy Schumer, Sarah Silverman og Nick Cannon. Vísir/Getty
Bandaríski leikarinn og grínistinn Nick Cannon virðist hafa komið Kevin Hart, kollega hans, til varnar á Twitter eftir að þeim síðarnefnda var sparkað sem kynnir Óskarsverðlaunanna á næsta ári. Cannon gróf upp gömul tíst frá þremur kvenkyns grínistum sem virðast benda til fordóma gagnvart samkynhneigðum.

Tilkynnt var um það á þriðjudag í síðustu viku að Hart myndi verða kynnir á hinni árlegu uppskeruhátíð kvikmyndaiðnaðarins í Bandaríkjunum en starf kynnis þykir vera mikil upphefð. Örfáum dögum síðar var hins vegar tilkynnt að Hart myndi stíga til hlíðar.

Ástæðan var sögð vera mmæli um samkynhneigða sem hann lét falla bæði á Twitter og í uppistandi fyrir nokkrum árum en ummælin hafa vakið töluverða reiði eftir að þau voru rifjuð upp í vikunni. Var Hart gert að biðjast afsökunar á þeim, ella yrði honum sparkað. Hart neitaði að biðjast afsökunar vegna þess að hann sagði að málið hafi áður verið til umræðu.

Cannon virðist eitthvað hafa mislíkað ákvörðun Akademíunnar um að sparka Hart og virðist hann því hafa hafið leit að álíka ummælum sem Hart gerðist sekur um að láta falla, hjá öðrum stjörnum. Fann hann þrjú tíst sem grínistarnir Amy Schumer, Sarah Silverman og Chelsea Handler tístu.

Skrif Handler og Silverman eru frá árinu 2010, en Schumer frá árinu 2012, þar sem þær nota slanguryrði yfir samkynhneigð og spyr Cannon hvort að von sé á einhverjum viðbrögðum vegna slíkra tísta, í ætt við þau viðbrögð sem Hart fékk vegna ummæla hans um samkynhneigð sem féllu ekki í kramið.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×