Viðskipti innlent

Sjóður GAMMA dróst saman um 3,5 prósent

Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar
Valdimar Ármann, forstjóri Gamma.
Valdimar Ármann, forstjóri Gamma. Fréttablaðið/Stefán
Eignir fjárfestingarsjóðsins GAMMA: Credit Fund drógust saman um 3,5 prósent í gær en sjóðurinn tók þátt í skuldabréfaútboði WOW air sem lauk um miðjan september ásamt GAMMA: Total Return Fund.

GAMMA: Credit Fund, sem er með um 8 milljarða króna í stýringu, keypti fyrir 1,8 milljónir evra í útboðinu. Skuldabréfin í WOW air nema því um 3,2 prósentum af heildareignum sjóðsins. GAMMA: Total Return Fund, sem er með um 2,4 milljarða í stýringu, fjárfesti hins vegar aðeins fyrir 200 þúsund evrur.

Í skuldabréfaútboðinu tryggði WOW air sér fjármögnun upp á samtals 60 milljónir evra, jafnvirði 8 milljarða króna, og voru íslenskir aðilar með um 37 prósent af heildareftirspurninni, eða sem nemur 22 milljónum evra.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×