Umfjöllun: Ísland - Bosnía 74-84 | Grátlegt tap í Höllinni Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 21. nóvember 2018 22:15 Stelpurnar vilja enda með sigri. vísir/daníel Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta klárar undankeppni Eurobasket 2019 án sigurs eftir tíu stiga tap gegn Bosníu í Laugardalshöll í lokaleik riðilsins í kvöld. Það var allt annað íslenskt lið sem steig út á parketið í Laugardalshöllinni í kvöld heldur en á laugardaginn og skilaði það sér strax á stigatöflunni, íslenska liðið leiddi leikinn nær allan fyrri hálfleikinn. Varnarleikurinn var frábær til að byrja með og héldu íslensku stelpurnar þeim bosnísku í einu stigi fyrstu þrjár mínútur leiksins. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 26-13 fyrir íslenska liðinu sem spilaði frábærlega fyrstu tíu mínúturnar. Annar leikhluti byrjaði vel en um miðbik hans kom slæmur kafli þar sem sóknarleikurinn stífnaði og þær bosnísku fundu lausnir á íslenska varnarleiknum. Gestirnir náðu svo að komast yfir í fyrsta skipti í leiknum á síðustu mínútu fyrri hálfleiks og fóru með 41-42 forskot inn til búningsherbergja. Íslenska liðið kom af krafti út í seinni hálfleikinn og tók forystuna aftur. Þriðji leikhluti var nokkuð jafn en þær bosnísku unnu hann þó og voru með fjögurra stiga forystu fyrir síðasta leikhlutann. Þá fór eins og oft hefur farið hjá íslenska liðinu í síðustu leikjum og andstæðingurinn náði að drepa leikinn snemma í fjórða leikhluta. Íslensku stelpurnar gáfust ekki upp og héldu áfram að reyna en forskot þeirra bosnísku var orðið of stórt og fór leikurinn að lokum með tíu stiga sigri Bosníu. Sóknarleikur Íslands var miklu betri í þessum leik en á móti Slóvökum á laugardag en í seinni hálfleik var hann aðeins of stirður og það gekk illa að koma boltanum í körfuna. Þá var þriggja stiga nýting íslensku stelpnanna hrikaleg, þær settu 2 af 22 þriggja stiga skotum þrátt fyrir að taka oft frí skot. Varnarleikurinn var oft á tíðum mjög góður en það var íslenska liðinu til happs að þær bosnísku voru alls ekki að hitta vel, þó nokkur dauðafæri sem fóru forgörðum hjá þeim. Ísland klárar því þetta verkefni án sigurs í sex leikjum en liðið hefði vel getað unnið þennan leik og var lengi vel inn í leiknum á laugardaginn þó brekkan þar hafi verið brött. Ívar Ásgrímsson hefur stigið til hliðar sem þjálfari liðsins svo óvíst er hvað tekur við hjá landsliðinu. Íslenski körfuboltinn
Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta klárar undankeppni Eurobasket 2019 án sigurs eftir tíu stiga tap gegn Bosníu í Laugardalshöll í lokaleik riðilsins í kvöld. Það var allt annað íslenskt lið sem steig út á parketið í Laugardalshöllinni í kvöld heldur en á laugardaginn og skilaði það sér strax á stigatöflunni, íslenska liðið leiddi leikinn nær allan fyrri hálfleikinn. Varnarleikurinn var frábær til að byrja með og héldu íslensku stelpurnar þeim bosnísku í einu stigi fyrstu þrjár mínútur leiksins. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 26-13 fyrir íslenska liðinu sem spilaði frábærlega fyrstu tíu mínúturnar. Annar leikhluti byrjaði vel en um miðbik hans kom slæmur kafli þar sem sóknarleikurinn stífnaði og þær bosnísku fundu lausnir á íslenska varnarleiknum. Gestirnir náðu svo að komast yfir í fyrsta skipti í leiknum á síðustu mínútu fyrri hálfleiks og fóru með 41-42 forskot inn til búningsherbergja. Íslenska liðið kom af krafti út í seinni hálfleikinn og tók forystuna aftur. Þriðji leikhluti var nokkuð jafn en þær bosnísku unnu hann þó og voru með fjögurra stiga forystu fyrir síðasta leikhlutann. Þá fór eins og oft hefur farið hjá íslenska liðinu í síðustu leikjum og andstæðingurinn náði að drepa leikinn snemma í fjórða leikhluta. Íslensku stelpurnar gáfust ekki upp og héldu áfram að reyna en forskot þeirra bosnísku var orðið of stórt og fór leikurinn að lokum með tíu stiga sigri Bosníu. Sóknarleikur Íslands var miklu betri í þessum leik en á móti Slóvökum á laugardag en í seinni hálfleik var hann aðeins of stirður og það gekk illa að koma boltanum í körfuna. Þá var þriggja stiga nýting íslensku stelpnanna hrikaleg, þær settu 2 af 22 þriggja stiga skotum þrátt fyrir að taka oft frí skot. Varnarleikurinn var oft á tíðum mjög góður en það var íslenska liðinu til happs að þær bosnísku voru alls ekki að hitta vel, þó nokkur dauðafæri sem fóru forgörðum hjá þeim. Ísland klárar því þetta verkefni án sigurs í sex leikjum en liðið hefði vel getað unnið þennan leik og var lengi vel inn í leiknum á laugardaginn þó brekkan þar hafi verið brött. Ívar Ásgrímsson hefur stigið til hliðar sem þjálfari liðsins svo óvíst er hvað tekur við hjá landsliðinu.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti