Höfundur þjóðsöngs í óstuði Jónas Sen skrifar 22. nóvember 2018 13:00 Flytjendurnir: Ragnar, Guðný, Hallveig og Richard. Kammertónleikar Verk eftir Mozart, Beethoven, Vaughan Williams, Snorra S. Birgisson og Sveinbjörn Sveinbjörnsson. Flytjendur: Hallveig Rúnarsdóttir, Guðný Guðmundsdóttir, Ragnar Jónsson og Richard Simm. Norðurljós í Hörpu Sunnudaginn 18. nóvember Halldór Laxness fann þjóðsöng Íslendinga allt til foráttu í grein sem hann skrifaði í Þjóðviljann á lýðveldisárinu 1944. Hann kvartaði m.a. yfir tónsviðinu sem spannar hvorki meira né minna en þrettán tónbil. Það gerði lagið erfitt að syngja fyrir venjulegt fólk. Halldór hélt því fram að enginn annar þjóðsöngur hefði svo ópraktískt tónsvið. Það væri „leitun á manni sem getur sungið svo hátt upp og djúpt niður, enda er lagið ævinlega stórilla flutt, nema af völdum kröftum, hljómsveit eða menntuðum tenórum.“ Sveinbjörn Sveinbjörnsson var höfundur þjóðsöngsins, og honum voru mislagðar hendur. Hann á heiðurinn af einhverju versta verki sem heyrst hefur í Kammermúsíkklúbbnum í háa herrans tíð. Þetta var tríó fyrir fiðlu, selló og píanó í a-moll frá 1920. Þar eru vissulega snotrar laghugmyndir, en tónskáldið vann svo illa úr þeim að þær urðu aldrei að neinu bitastæðu. Eitt helsta einkenni klassískrar tónlistar er úrvinnsla lítillar hendingar þannig að hún umbreytist í stórfenglega tónbyggingu, sinfóníu, sónötu eða eitthvað ámóta. Í verki Sveinbjörns var hins vegar lofað meira en staðið var við, aftur og aftur. Yfirborðið var álitlegt, en maðkar skriðu undir því, ef svo má segja. Guðný Guðmundsdóttir lék á fiðlu, Ragnar Jónsson á selló og Richard Simm á píanó. Guðný virtist ekki í sínu besta formi, því leikur hennar markaðist af nokkurri ónákvæmni, þó henni hafi vaxið ásmegin eftir því sem á leið. Richard og Ragnar voru aftur á móti með allt sitt á hreinu. Ég minnist þess ekki að hafa heyrt í Ragnari áður, en hann er auðheyrilega stórgóður sellisti. Leikur hans var hljómmikill, tær og tilfinningaríkur. Annað á efnisskránni var sem betur fer mun skemmtilegra. Hallveig Rúnarsdóttir sópran var einsöngvari. Hún flutti tónlist úr ýmsum áttum með sellóleikaranum, fiðluleikaranum eða öllum þremur saman. Þar á meðal var Lysting er sæt að söng, fjögur sönglög eftir Snorra S. Birgisson við texta úr íslenskum handritum. Hallveig söng þar með Ragnari á sellóið, og kom það prýðilega út. Sellóleikurinn var ekki eitthvert undirspil, heldur sjálfstæð rödd sem rímaði þó ávallt fullkomlega við sönginn. Og sönglínurnar voru grípandi, sérstaklega var Hvítasunnukvæði magnað. Þar er fjallað um það þegar heilagur andi yfirskyggði postulana og þeir töluðu tungum. Lagið var í dorískri tóntegund sem var algeng á miðöldum, en fyrirfinnst stundum í djassinum. Það var svo fallegt að ég spái því ódauðleika. Önnur viðfangsefni Hallveigar og félaga voru söngvar úr Along the Field eftir Vaughan Williams, valin skosk þjóðlög eftir Beethoven og aría eftir Mozart. Hljóðfæraleikurinn var yfirleitt pottþéttur og Hallveig söng af innileika og smekkvísi. Hún hefur afar kröftuga rödd sem getur orðið eilítið hörð, en það gerðist aldrei hér. Söngurinn einkenndist þvert á móti af áreynsluleysi og næmum fínleika sem unaður var á að hlýða. Jónas Sen Niðurstaða: Tríó eftir Sveinbjörn Sveinsbjörnsson kom afskaplega illa út, en söngur Hallveigar Rúnarsdóttur var hrífandi. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þetta er eins og að spyrja hvort ég sé til í að ganga í Ku Klux Klan“ Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Kammertónleikar Verk eftir Mozart, Beethoven, Vaughan Williams, Snorra S. Birgisson og Sveinbjörn Sveinbjörnsson. Flytjendur: Hallveig Rúnarsdóttir, Guðný Guðmundsdóttir, Ragnar Jónsson og Richard Simm. Norðurljós í Hörpu Sunnudaginn 18. nóvember Halldór Laxness fann þjóðsöng Íslendinga allt til foráttu í grein sem hann skrifaði í Þjóðviljann á lýðveldisárinu 1944. Hann kvartaði m.a. yfir tónsviðinu sem spannar hvorki meira né minna en þrettán tónbil. Það gerði lagið erfitt að syngja fyrir venjulegt fólk. Halldór hélt því fram að enginn annar þjóðsöngur hefði svo ópraktískt tónsvið. Það væri „leitun á manni sem getur sungið svo hátt upp og djúpt niður, enda er lagið ævinlega stórilla flutt, nema af völdum kröftum, hljómsveit eða menntuðum tenórum.“ Sveinbjörn Sveinbjörnsson var höfundur þjóðsöngsins, og honum voru mislagðar hendur. Hann á heiðurinn af einhverju versta verki sem heyrst hefur í Kammermúsíkklúbbnum í háa herrans tíð. Þetta var tríó fyrir fiðlu, selló og píanó í a-moll frá 1920. Þar eru vissulega snotrar laghugmyndir, en tónskáldið vann svo illa úr þeim að þær urðu aldrei að neinu bitastæðu. Eitt helsta einkenni klassískrar tónlistar er úrvinnsla lítillar hendingar þannig að hún umbreytist í stórfenglega tónbyggingu, sinfóníu, sónötu eða eitthvað ámóta. Í verki Sveinbjörns var hins vegar lofað meira en staðið var við, aftur og aftur. Yfirborðið var álitlegt, en maðkar skriðu undir því, ef svo má segja. Guðný Guðmundsdóttir lék á fiðlu, Ragnar Jónsson á selló og Richard Simm á píanó. Guðný virtist ekki í sínu besta formi, því leikur hennar markaðist af nokkurri ónákvæmni, þó henni hafi vaxið ásmegin eftir því sem á leið. Richard og Ragnar voru aftur á móti með allt sitt á hreinu. Ég minnist þess ekki að hafa heyrt í Ragnari áður, en hann er auðheyrilega stórgóður sellisti. Leikur hans var hljómmikill, tær og tilfinningaríkur. Annað á efnisskránni var sem betur fer mun skemmtilegra. Hallveig Rúnarsdóttir sópran var einsöngvari. Hún flutti tónlist úr ýmsum áttum með sellóleikaranum, fiðluleikaranum eða öllum þremur saman. Þar á meðal var Lysting er sæt að söng, fjögur sönglög eftir Snorra S. Birgisson við texta úr íslenskum handritum. Hallveig söng þar með Ragnari á sellóið, og kom það prýðilega út. Sellóleikurinn var ekki eitthvert undirspil, heldur sjálfstæð rödd sem rímaði þó ávallt fullkomlega við sönginn. Og sönglínurnar voru grípandi, sérstaklega var Hvítasunnukvæði magnað. Þar er fjallað um það þegar heilagur andi yfirskyggði postulana og þeir töluðu tungum. Lagið var í dorískri tóntegund sem var algeng á miðöldum, en fyrirfinnst stundum í djassinum. Það var svo fallegt að ég spái því ódauðleika. Önnur viðfangsefni Hallveigar og félaga voru söngvar úr Along the Field eftir Vaughan Williams, valin skosk þjóðlög eftir Beethoven og aría eftir Mozart. Hljóðfæraleikurinn var yfirleitt pottþéttur og Hallveig söng af innileika og smekkvísi. Hún hefur afar kröftuga rödd sem getur orðið eilítið hörð, en það gerðist aldrei hér. Söngurinn einkenndist þvert á móti af áreynsluleysi og næmum fínleika sem unaður var á að hlýða. Jónas Sen Niðurstaða: Tríó eftir Sveinbjörn Sveinsbjörnsson kom afskaplega illa út, en söngur Hallveigar Rúnarsdóttur var hrífandi.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þetta er eins og að spyrja hvort ég sé til í að ganga í Ku Klux Klan“ Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira