Arnór og félagar töpuðu í snjónum í Moskvu | Ajax komið áfram

Anton Ingi Leifsson skrifar
Arnór Sigurðsson hefur farið mikinn í liði CSKA upp á síðkastið en hér er hann í baráttunni í kvöld.
Arnór Sigurðsson hefur farið mikinn í liði CSKA upp á síðkastið en hér er hann í baráttunni í kvöld. vísir/getty
Arnór Sigurðsson spilaði allan leikinn er CSKA Moskva tapaði mikilvægum stigum gegn Viktoria Plzen í C-riðli Meistaradeildar Evrópu í dag.

Leikið var í snjókomu í Moskvu en með sigri myndi CSKA að minnsta kosti tryggja sér öruggt sæti í 32-liða úrslita Evrópudeildarinnar og ætti enn möguleika á að fara áfram í Meistaradeildinni.

CSKA komst yfir úr vítaspyrnu strax á tíundu mínútu leiksins er lánsmaðurinn frá Everton Nikola Vlasic var feyknaöruggur á vítapunktinum.

Danny Makkelie, dómari leiksins frá Hollandi, dæmdi aðra vítaspyrnu á 44. mínútu en nú til gestana frá Tékklandi. Á punktinn steig Roman Prochazka en hann lét Igor Akinfeev verja frá sér.

Roman Prochazka var ekki hættur því á 56. mínútu jafnaði hann metin með furðu skoti og níu mínútum fyrir leikslok tryggði Lukas Hejda Plzen sigurinn með skalla eftir hornspyrnu. Lokatölur 2-1.

Arnór spilaði eins og áður segir allan leikinn og var Skagamaðurinn öflugir en Hörður Björgvin Magnússon var í leikbanni. CSKA og Viktoria er nú með fjögur stig en Plzen er með betri markatölu fyrir lokaumferðina.

Í Grikklandi unnu Ajax 2-0 sigur á heimamönnum í AEK Aþenu en Dusan Tadic skoraði bæði mörk Ajax á fjögurra mínútna kafla í síðari hálfleik. Fyrra markið kom af vítapunktinum.

Ajax er því komið áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar en AEK Aþena er á botninum án stiga.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira