Samskip umsvifameiri en flesta grunar Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 28. nóvember 2018 07:30 Birkir Hólm Guðnason, forstjóri Samskipa. Fréttablaðið/ERNIR „Ég held að fáir Íslendingar átti sig á því hversu stórSamskip eru erlendis og hversu umfangsmikið flutningakerfi fyrirtækið hefur byggt upp gegnum árin,“ segir Birkir Hólm Guðnason, nýr forstjóri Samskipa á Íslandi, í ýtarlegu viðtali við Markaðinn en hann hafði áður starfað í flugbransanum í átján ár og þar af níu ár sem framkvæmdastjóri Icelandair. Hann fer yfir aðgerðir Samskipa sem miða að því að auka hlutdeild sína í útflutningi íslenskra sjávarafurða, biðstöðuna í viðskiptalífinu sem hefur myndast í aðdraganda komandi kjaraviðræðna og horfur á flugmarkaðinum. Samskip eru umsvifamikil í flutningum á Íslandi en umsvifin eru þó margfalt meiri þegar litið er til starfseminnar á heimsvísu. Þau byggja á fjölþátta flutningskerfi þar sem vörur eru fluttar á sjó, með lestum, á vegum og prömmum. Í október kynntu Samskip á Íslandi stórfelldar breytingar á siglingaleiðum sínum sem fela í sér að í stað þess að sigla á tveimur leiðum verður siglt á þremur. Norðurleið og Suðurleið fara til Evrópu og Strandleið þjónar millilandaflutningum frá höfnum á Norður- og Austurlandi um Færeyjar til Evrópu. Við þessar breytingar bætist eitt skip í flotann.Hvers vegna var ákveðið að ráðast í þessar breytingar og hvaða ávinningi skila þær? „Samskip ákváðu að ráðast í þessar breytingar til þess að sinna betur þörfum viðskiptavina, bæði í innflutningi og útflutningi. Í innflutningi skila þær sér sérstaklega í bættri þjónustu við innflytjendur ferskra afurða. Við afhendum vörur í Reykjavík á mánudögum og þriðjudögum, degi fyrr, sem auðveldar fyrirtækjum að koma vörum í verslanirnar fyrir helgina,“ segir Birkir. Hann bætir við að nýja siglingakerfið stytti flutningstímann á milli meginlands Evrópu og Íslands, og auki getu til að takast á við frávik vegna veðurs eða seinkana í erlendum höfnum„Breytingarnar skila sér einnig í bættri þjónustu fyrir útflytjendur á ferskum fiski þar sem nýir brottfarardagar tryggja afhendingu inn á Bretlandsmarkað og á meginland Evrópu á sunnudögum og mánudögum. Þannig er hægt að koma ferskum fiski á markað á mánudegi.“ Nýja siglingakerfinu er meðal annars ætlað að auka hlutdeild í útflutningi á sjávarafurðum og endurspeglast sú áhersla í nýlegu samstarfi Samskipa og fiskeldisfyrirtækisins Arnarlax. Samskip munu annast útflutning á afurðum Arnarlax frá Bíldudal og innflutning á aðföngum fyrir fyrirtækið. Flutningaskip Samskipa hefur vikulega viðkomu á Bíldudal á miðvikudögum. Þaðan verður siglt um Reykjavík, skipið kemur til Hull í Bretlandi á sunnudögum og siglir svo áfram til Rotterdam.„Aðgangur að víðtæku neti flutninga er lykilatriði þegar kemur að útflutningi og markaðssetningu á íslenskum sjávarafurðum. Arnarlax vill flytja afurðir sínar til Bretlands og meginlands Evrópu, og Suðurleiðin hentar þeim því vel,“ segir Birkir. „Þetta er allt hluti af þjónustu við framleiðendur og útgerð í landinu og undir hana falla líka kæli- og frystigeymslur og heildstæð þjónusta sem snýr að umsýslu með fisk.“ Kæligeymslan Svala fær hundruð tonna af ferskum fiski frá miðnætti og fram eftir nóttu sem bátar hafa komið með að landi síðdegis. Fiskurinn fer í fiskvinnslur og fiskbúðir snemma morguns og seinni partinn er kæligeymslan nýtt fyrir fisk sem Samskip flytja til kaupenda erlendis. „Svala var hönnuð í samstarfi við viðskiptvini okkar en ein af óskum þeirra var að innrétta fullbúið skoðunarherbergi þar sem hægt er að kanna gæði fisksins áður en hann er fluttur úr landi.“Er reksturinn í hagkvæmri stærð eða eru tækifæri til vaxtar? „Það eru alltaf tækifæri til vaxtar. Þetta snýst um að aðgreina sig frá öðrum fyrirtækjum á markaðinum og ég tel að Samskip eigi töluvert inni og geti sótt fram. Markmið mitt er að vinna með móðurfélaginu í Rotterdam að því að auka samkeppnishæfni þannig að við getum nýtt leiðakerfið, stærðarhagkvæmnina og víðtækt þekkingarnet Samskipa til þess að þjónusta viðskiptavini með skilvirkari og hagkvæmari hætti en áður.“ Birkir segir að erlendis hafi þróunin verið á þá leið að fyrirtæki séu farin að úthýsa þeirri starfsemi sem er ekki hluti af kjarnastarfseminni, þar á meðal vörubílaakstri „Ég held að í framtíðinni muni þessi þróun koma til Íslands líka og þá felast tækifæri í því að veita alhliða þjónustu á flutningamarkaði.“Viðskiptalífið bíður átekta Hagnaður Samskipa á Íslandi nam tæplega 1,9 milljónum evra, jafnvirði 232 milljóna króna, á síðasta ári og dróst saman um 42 prósent frá fyrra ári þegar hann var tæpar 3,2 milljónir evra. Flutningstekjur félagsins námu 175,5 milljónum evra, sem jafngildir 21,8 milljörðum króna, í fyrra og jukust um 10 prósent á milli ára. Aðspurður segir Birkir að kólnun í íslenska hagkerfinu hafi haft áhrif á reksturinn í ár.„Þetta rekstrarár hefur verið ágætt heilt yfir en það er ekki jafn gott og síðasta ár. Við erum að sjá samdrátt í bílainnflutningi og svo virðist sem viðskiptalífið sé í biðstöðu vegna kjarasamninganna sem eru fram undan. Það er eins og fólk og fyrirtæki vilji bíða og sjá hvernig málin þróast næstu mánuði og sjálfur hef ég áhyggjur af stöðunni. Það er sameiginlegt hagsmunamál atvinnulífsins og annarra að kjaraviðræðurnar leiði til stöðugleika enda hafa sveiflur hagkerfisins háð atvinnulífinu.“ Spurður um áhrif olíuverðs á reksturinn segir Birkir að Samskip og önnur fyrirtæki í skipaflutningum verji sig fyrir sveiflum í olíuverði með því að leggja sérstakt eldsneytisgjald á. „Það nær hins vegar ekki að dekka kostnaðinn og sveiflurnar að fullu og því hafa mjög skarpar hækkanir áhrif á reksturinn,“ segir hann. Þá séu Samskip varin fyrir gengissveiflum upp að vissu marki þar sem kostnaður er bæði í íslenskum krónum og erlendum gjaldmiðlum.Hverjar eru helstu áskoranirnar í rekstrinum? „Helstu áskoranirnar felast í því að það er alltaf gerð aukin krafa um að koma ferskum afurðum á markaði erlendis með sem skjótustum hætti. Aðrar áskoranir eru breytt kauphegðun einstaklinga og fyrirtækja sem kallar á nýja hugsun og lausnir í flutningageiranum sem og öðrum geirum. Við erum að sjá fyrirtæki í flutningageiranum þróa svokallaðar „track-and-trace-lausnir“ þannig að viðskiptavinir geti fylgt vörunni eftir. Það er meiri áhersla á stafræna þróun enda eru mörg fyrirtæki að þróast í það að vera hugbúnaðarhús frekar en framleiðslufyrirtæki,“ segir Birkir. Samskip eru að hans mati í góðri stöðu til að takast á við samkeppni bæði innanlands og erlendis en þó eru ýmsar ytri breytur sem geta haft áhrif.„Við eigum til að mynda eftir að sjá hvernig Brexit þróast og hvaða áhrif útganga Bretlands úr Evrópusambandinu hefur á flutninga, ef einhver. Vörur þurfa áfram að komast á milli landa hvernig sem málin þróast.“Íslensku flugfélögin samkeppnishæf Birkir lét sem áður sagði af störfum sem framkvæmdastjóri Icelandair í kjölfar skipulagsbreytinga hjá flugfélaginu sem kynntar voru fyrir ári. „Ég fékk fjölmörg tilboð hér heima og erlendis en ég lofaði sjálfum mér að taka 6-9 mánaða frí. Í raun leit ég á þetta sem hálfleik eftir að hafa verið á fullu í fluginu í átján ár og fannst spennandi að róa á önnur mið. Þegar mér bauðst forstjórastarfið hjá Samskipum leit ég svo á að það passaði vel við reynslu mína og nám. Ég vildi starfa hjá alþjóðlegu fyrirtæki og fannst þetta spennandi bransi.“ Á hluthafafundi Icelandair á föstudaginn verður tillaga um samþykki á kaupum félagsins á öllu hlutafé WOW air borin undir hluthafa en samkvæmt tilkynningu frá Icelandair fyrr í vikunni er ólíklegt að allir fyrirvarar vegna kaupa félagsins á WOW air verði uppfylltir fyrir fundinn.Hvernig meturðu stöðu íslensku flugfélaganna? „Þetta eru áhugaverðir tímar og það er spennandi að fylgjast með úr fjarlægð því þetta er mikilvægt fyrir ferðaþjónustuna og íslenskt efnahagslíf hver þróunin verður úr þessu.“Eru íslensku flugfélögin samkeppnishæf eins og sakir standa? „Já, ég held það. Þetta snýst að miklu leyti um tengingar á milli Evrópu og Bandaríkjanna og þar eru félögin með nokkurra prósenta markaðshlutdeild. Þannig er enn eftir miklu að slægjast með því að bjóða upp á hagkvæmasta eða stysta ferðatímann á milli Evrópu og Bandaríkjanna og einnig með því að geta boðið upp á svokallað „stop over“ á Íslandi,“ segir Birkir. „Flugbransinn einkennist af miklum sveiflum. Það koma hryðjuverkaárásir, efnahagshrun eða eldgos. Þú þarft bara að búa þig undir að geta tekist á við sveiflur. Til næstu tíu ára held ég að það séu mikil tækifæri til vaxtar bæði í flugi og ferðaþjónustu.“Hvað er líkt og ólíkt með skipaflutningum og flugbransanum? „Það er margt líkt með skipaflutningum og fluginu. Þú ert með leiðakerfi og þarft að leggja mikla áherslu á áreiðanleika, góða þjónustu og stundvísi og nýtingu. Eins þarftu að vakta einingakostnaðinn. Reynsla mín af bestun flutningakerfa og nýtingar munu því koma sér vel í þessu starfi en það eru vissulega aðrar skammstafanir sem maður er enn að læra.“ segir Birkir. „Það sem er ólíkt með þessum atvinnugreinum endurspeglast í myndlíkingunni um að snúa flugvél við og að snúa við skipi. Hjá Icelandair voru kannski 60-80 flug á dag en hér eru 2-3 ferðir á viku þannig að það er ekki sami hraði. Skipaflutningar byggjast á stórum og löngum samningum á milli fyrirtækja en flugfélögin eru meira á neytendamarkaði. Auk þess erum við að bjóða upp á alhliða flutningaþjónustu ólíkt flugfélögunum.“Skýr markmið í umhverfismálum Nýbirt samantekt Hagstofu Íslands á losun koltvísýrings sýnir að sjóflutningar eigi minnstan hlut í heildarlosun á Íslandi. Á tímum vaxandi umhverfisvitundar má því búast við að skipaflutningar haldi velli að sögn Birkis. „Þumalputtareglan í samanburði á flutningum með flugvélum og skipum er sú að fyrir hvert flutt tonn af farmi séu gróðurhúsaáhrif flugvélar um 10-15 sinnum meiri en skipsins,“ segir Birkir. „Við erum með skýr markmið í umhverfismálum og við ætlum að minnka kolefnisspor í innanlandsflutningunum um 11 prósent á fimm ára tímabili, þ.e.a.s. frá 2015 til 2020 og í skipaflutningum um 10 prósent á sama tímabili. Auk þess ætlum við að auka flokkun á endurnýtanlegum úrgangi úr 46 prósentum í 60 prósent. Þannig erum við að vinna markvisst að því að minnka kolefnissporið,“ segir Birkir. Sem dæmi um umhverfisvæna fjárfestingu af hálfu Samskipa nefnir hann uppbyggingu sólarorkuvers fyrir kæligeymslu í Rotterdam. Þar hafi verið settar upp sólarsellur sem þekja 7.500 fermetra og raforkuframleiðsla þeirra sé um 750 þúsund kílóvattstundir á ári sem er sirka raforkuþörf 250 þúsund smærri heimila. Þá keyptu Samskip norska skipafélagið Nor Lines AS um mitt síðasta ár en kaupunum fylgdu tvö skip sem bæði ganga fyrir fljótandi jarðgasi. „Þessi skip skipta máli út frá umhverfisstefnu Samskipa því þau losa t.d. ekki köfnunarefnisoxíð út í andrúmsloftið. Þau lágmarka losun á brennisteinsdíoxíði og losa um 70 prósent minna af koltvísýringi á hvert flutt tonn á kílómetra heldur en vöruflutningabílar. Skipin eru talsvert hagkvæmari þegar kemur að orkunýtingu í samanburði við skip sem brenna hefðbundinni skipaolíu og þau gefa góð fyrirheit um hvað sé mögulegt í framtíðinni.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Fleiri fréttir Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sjá meira
„Ég held að fáir Íslendingar átti sig á því hversu stórSamskip eru erlendis og hversu umfangsmikið flutningakerfi fyrirtækið hefur byggt upp gegnum árin,“ segir Birkir Hólm Guðnason, nýr forstjóri Samskipa á Íslandi, í ýtarlegu viðtali við Markaðinn en hann hafði áður starfað í flugbransanum í átján ár og þar af níu ár sem framkvæmdastjóri Icelandair. Hann fer yfir aðgerðir Samskipa sem miða að því að auka hlutdeild sína í útflutningi íslenskra sjávarafurða, biðstöðuna í viðskiptalífinu sem hefur myndast í aðdraganda komandi kjaraviðræðna og horfur á flugmarkaðinum. Samskip eru umsvifamikil í flutningum á Íslandi en umsvifin eru þó margfalt meiri þegar litið er til starfseminnar á heimsvísu. Þau byggja á fjölþátta flutningskerfi þar sem vörur eru fluttar á sjó, með lestum, á vegum og prömmum. Í október kynntu Samskip á Íslandi stórfelldar breytingar á siglingaleiðum sínum sem fela í sér að í stað þess að sigla á tveimur leiðum verður siglt á þremur. Norðurleið og Suðurleið fara til Evrópu og Strandleið þjónar millilandaflutningum frá höfnum á Norður- og Austurlandi um Færeyjar til Evrópu. Við þessar breytingar bætist eitt skip í flotann.Hvers vegna var ákveðið að ráðast í þessar breytingar og hvaða ávinningi skila þær? „Samskip ákváðu að ráðast í þessar breytingar til þess að sinna betur þörfum viðskiptavina, bæði í innflutningi og útflutningi. Í innflutningi skila þær sér sérstaklega í bættri þjónustu við innflytjendur ferskra afurða. Við afhendum vörur í Reykjavík á mánudögum og þriðjudögum, degi fyrr, sem auðveldar fyrirtækjum að koma vörum í verslanirnar fyrir helgina,“ segir Birkir. Hann bætir við að nýja siglingakerfið stytti flutningstímann á milli meginlands Evrópu og Íslands, og auki getu til að takast á við frávik vegna veðurs eða seinkana í erlendum höfnum„Breytingarnar skila sér einnig í bættri þjónustu fyrir útflytjendur á ferskum fiski þar sem nýir brottfarardagar tryggja afhendingu inn á Bretlandsmarkað og á meginland Evrópu á sunnudögum og mánudögum. Þannig er hægt að koma ferskum fiski á markað á mánudegi.“ Nýja siglingakerfinu er meðal annars ætlað að auka hlutdeild í útflutningi á sjávarafurðum og endurspeglast sú áhersla í nýlegu samstarfi Samskipa og fiskeldisfyrirtækisins Arnarlax. Samskip munu annast útflutning á afurðum Arnarlax frá Bíldudal og innflutning á aðföngum fyrir fyrirtækið. Flutningaskip Samskipa hefur vikulega viðkomu á Bíldudal á miðvikudögum. Þaðan verður siglt um Reykjavík, skipið kemur til Hull í Bretlandi á sunnudögum og siglir svo áfram til Rotterdam.„Aðgangur að víðtæku neti flutninga er lykilatriði þegar kemur að útflutningi og markaðssetningu á íslenskum sjávarafurðum. Arnarlax vill flytja afurðir sínar til Bretlands og meginlands Evrópu, og Suðurleiðin hentar þeim því vel,“ segir Birkir. „Þetta er allt hluti af þjónustu við framleiðendur og útgerð í landinu og undir hana falla líka kæli- og frystigeymslur og heildstæð þjónusta sem snýr að umsýslu með fisk.“ Kæligeymslan Svala fær hundruð tonna af ferskum fiski frá miðnætti og fram eftir nóttu sem bátar hafa komið með að landi síðdegis. Fiskurinn fer í fiskvinnslur og fiskbúðir snemma morguns og seinni partinn er kæligeymslan nýtt fyrir fisk sem Samskip flytja til kaupenda erlendis. „Svala var hönnuð í samstarfi við viðskiptvini okkar en ein af óskum þeirra var að innrétta fullbúið skoðunarherbergi þar sem hægt er að kanna gæði fisksins áður en hann er fluttur úr landi.“Er reksturinn í hagkvæmri stærð eða eru tækifæri til vaxtar? „Það eru alltaf tækifæri til vaxtar. Þetta snýst um að aðgreina sig frá öðrum fyrirtækjum á markaðinum og ég tel að Samskip eigi töluvert inni og geti sótt fram. Markmið mitt er að vinna með móðurfélaginu í Rotterdam að því að auka samkeppnishæfni þannig að við getum nýtt leiðakerfið, stærðarhagkvæmnina og víðtækt þekkingarnet Samskipa til þess að þjónusta viðskiptavini með skilvirkari og hagkvæmari hætti en áður.“ Birkir segir að erlendis hafi þróunin verið á þá leið að fyrirtæki séu farin að úthýsa þeirri starfsemi sem er ekki hluti af kjarnastarfseminni, þar á meðal vörubílaakstri „Ég held að í framtíðinni muni þessi þróun koma til Íslands líka og þá felast tækifæri í því að veita alhliða þjónustu á flutningamarkaði.“Viðskiptalífið bíður átekta Hagnaður Samskipa á Íslandi nam tæplega 1,9 milljónum evra, jafnvirði 232 milljóna króna, á síðasta ári og dróst saman um 42 prósent frá fyrra ári þegar hann var tæpar 3,2 milljónir evra. Flutningstekjur félagsins námu 175,5 milljónum evra, sem jafngildir 21,8 milljörðum króna, í fyrra og jukust um 10 prósent á milli ára. Aðspurður segir Birkir að kólnun í íslenska hagkerfinu hafi haft áhrif á reksturinn í ár.„Þetta rekstrarár hefur verið ágætt heilt yfir en það er ekki jafn gott og síðasta ár. Við erum að sjá samdrátt í bílainnflutningi og svo virðist sem viðskiptalífið sé í biðstöðu vegna kjarasamninganna sem eru fram undan. Það er eins og fólk og fyrirtæki vilji bíða og sjá hvernig málin þróast næstu mánuði og sjálfur hef ég áhyggjur af stöðunni. Það er sameiginlegt hagsmunamál atvinnulífsins og annarra að kjaraviðræðurnar leiði til stöðugleika enda hafa sveiflur hagkerfisins háð atvinnulífinu.“ Spurður um áhrif olíuverðs á reksturinn segir Birkir að Samskip og önnur fyrirtæki í skipaflutningum verji sig fyrir sveiflum í olíuverði með því að leggja sérstakt eldsneytisgjald á. „Það nær hins vegar ekki að dekka kostnaðinn og sveiflurnar að fullu og því hafa mjög skarpar hækkanir áhrif á reksturinn,“ segir hann. Þá séu Samskip varin fyrir gengissveiflum upp að vissu marki þar sem kostnaður er bæði í íslenskum krónum og erlendum gjaldmiðlum.Hverjar eru helstu áskoranirnar í rekstrinum? „Helstu áskoranirnar felast í því að það er alltaf gerð aukin krafa um að koma ferskum afurðum á markaði erlendis með sem skjótustum hætti. Aðrar áskoranir eru breytt kauphegðun einstaklinga og fyrirtækja sem kallar á nýja hugsun og lausnir í flutningageiranum sem og öðrum geirum. Við erum að sjá fyrirtæki í flutningageiranum þróa svokallaðar „track-and-trace-lausnir“ þannig að viðskiptavinir geti fylgt vörunni eftir. Það er meiri áhersla á stafræna þróun enda eru mörg fyrirtæki að þróast í það að vera hugbúnaðarhús frekar en framleiðslufyrirtæki,“ segir Birkir. Samskip eru að hans mati í góðri stöðu til að takast á við samkeppni bæði innanlands og erlendis en þó eru ýmsar ytri breytur sem geta haft áhrif.„Við eigum til að mynda eftir að sjá hvernig Brexit þróast og hvaða áhrif útganga Bretlands úr Evrópusambandinu hefur á flutninga, ef einhver. Vörur þurfa áfram að komast á milli landa hvernig sem málin þróast.“Íslensku flugfélögin samkeppnishæf Birkir lét sem áður sagði af störfum sem framkvæmdastjóri Icelandair í kjölfar skipulagsbreytinga hjá flugfélaginu sem kynntar voru fyrir ári. „Ég fékk fjölmörg tilboð hér heima og erlendis en ég lofaði sjálfum mér að taka 6-9 mánaða frí. Í raun leit ég á þetta sem hálfleik eftir að hafa verið á fullu í fluginu í átján ár og fannst spennandi að róa á önnur mið. Þegar mér bauðst forstjórastarfið hjá Samskipum leit ég svo á að það passaði vel við reynslu mína og nám. Ég vildi starfa hjá alþjóðlegu fyrirtæki og fannst þetta spennandi bransi.“ Á hluthafafundi Icelandair á föstudaginn verður tillaga um samþykki á kaupum félagsins á öllu hlutafé WOW air borin undir hluthafa en samkvæmt tilkynningu frá Icelandair fyrr í vikunni er ólíklegt að allir fyrirvarar vegna kaupa félagsins á WOW air verði uppfylltir fyrir fundinn.Hvernig meturðu stöðu íslensku flugfélaganna? „Þetta eru áhugaverðir tímar og það er spennandi að fylgjast með úr fjarlægð því þetta er mikilvægt fyrir ferðaþjónustuna og íslenskt efnahagslíf hver þróunin verður úr þessu.“Eru íslensku flugfélögin samkeppnishæf eins og sakir standa? „Já, ég held það. Þetta snýst að miklu leyti um tengingar á milli Evrópu og Bandaríkjanna og þar eru félögin með nokkurra prósenta markaðshlutdeild. Þannig er enn eftir miklu að slægjast með því að bjóða upp á hagkvæmasta eða stysta ferðatímann á milli Evrópu og Bandaríkjanna og einnig með því að geta boðið upp á svokallað „stop over“ á Íslandi,“ segir Birkir. „Flugbransinn einkennist af miklum sveiflum. Það koma hryðjuverkaárásir, efnahagshrun eða eldgos. Þú þarft bara að búa þig undir að geta tekist á við sveiflur. Til næstu tíu ára held ég að það séu mikil tækifæri til vaxtar bæði í flugi og ferðaþjónustu.“Hvað er líkt og ólíkt með skipaflutningum og flugbransanum? „Það er margt líkt með skipaflutningum og fluginu. Þú ert með leiðakerfi og þarft að leggja mikla áherslu á áreiðanleika, góða þjónustu og stundvísi og nýtingu. Eins þarftu að vakta einingakostnaðinn. Reynsla mín af bestun flutningakerfa og nýtingar munu því koma sér vel í þessu starfi en það eru vissulega aðrar skammstafanir sem maður er enn að læra.“ segir Birkir. „Það sem er ólíkt með þessum atvinnugreinum endurspeglast í myndlíkingunni um að snúa flugvél við og að snúa við skipi. Hjá Icelandair voru kannski 60-80 flug á dag en hér eru 2-3 ferðir á viku þannig að það er ekki sami hraði. Skipaflutningar byggjast á stórum og löngum samningum á milli fyrirtækja en flugfélögin eru meira á neytendamarkaði. Auk þess erum við að bjóða upp á alhliða flutningaþjónustu ólíkt flugfélögunum.“Skýr markmið í umhverfismálum Nýbirt samantekt Hagstofu Íslands á losun koltvísýrings sýnir að sjóflutningar eigi minnstan hlut í heildarlosun á Íslandi. Á tímum vaxandi umhverfisvitundar má því búast við að skipaflutningar haldi velli að sögn Birkis. „Þumalputtareglan í samanburði á flutningum með flugvélum og skipum er sú að fyrir hvert flutt tonn af farmi séu gróðurhúsaáhrif flugvélar um 10-15 sinnum meiri en skipsins,“ segir Birkir. „Við erum með skýr markmið í umhverfismálum og við ætlum að minnka kolefnisspor í innanlandsflutningunum um 11 prósent á fimm ára tímabili, þ.e.a.s. frá 2015 til 2020 og í skipaflutningum um 10 prósent á sama tímabili. Auk þess ætlum við að auka flokkun á endurnýtanlegum úrgangi úr 46 prósentum í 60 prósent. Þannig erum við að vinna markvisst að því að minnka kolefnissporið,“ segir Birkir. Sem dæmi um umhverfisvæna fjárfestingu af hálfu Samskipa nefnir hann uppbyggingu sólarorkuvers fyrir kæligeymslu í Rotterdam. Þar hafi verið settar upp sólarsellur sem þekja 7.500 fermetra og raforkuframleiðsla þeirra sé um 750 þúsund kílóvattstundir á ári sem er sirka raforkuþörf 250 þúsund smærri heimila. Þá keyptu Samskip norska skipafélagið Nor Lines AS um mitt síðasta ár en kaupunum fylgdu tvö skip sem bæði ganga fyrir fljótandi jarðgasi. „Þessi skip skipta máli út frá umhverfisstefnu Samskipa því þau losa t.d. ekki köfnunarefnisoxíð út í andrúmsloftið. Þau lágmarka losun á brennisteinsdíoxíði og losa um 70 prósent minna af koltvísýringi á hvert flutt tonn á kílómetra heldur en vöruflutningabílar. Skipin eru talsvert hagkvæmari þegar kemur að orkunýtingu í samanburði við skip sem brenna hefðbundinni skipaolíu og þau gefa góð fyrirheit um hvað sé mögulegt í framtíðinni.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Fleiri fréttir Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sjá meira