Piparkökuboð á aðventunni Sigríður Inga Sigurðardóttir skrifar 15. desember 2018 15:00 Jólagleðin var ríkjandi þegar Þórunn fékk söngkonurnar úr Hans og Grétu til að skreyta piparkökuhús með sér. Fv. Þórunn, Dóra Steinunn Ármanns, Arnheiður Eiríksdóttir og Jóna Kolbrúnardóttir, sem leikur Grétu. MYND/ANTON BRINK Þórunn Sigþórsdóttir heldur árlega aðventuboð þar sem yngstu gestirnir fá piparkökuhús til að skreyta af hjartans lyst. Það á vel við núna fyrir jólin því hún leikstýrir ævintýraóperunni Hans og Grétu þar sem piparkökuhús kemur við sögu. „Snemma á aðventunni held ég boð fyrir vini og ættingja sem eiga börn. Öll börnin fá sitt eigið piparkökuhús til að skreyta og taka með sér heim. Það er einstaklega gaman að sjá hversu mikið þau leggja í skreytingarnar. Sum eru með með mjög frjálsa aðferð en önnur eru afar nákvæm,“ segir Þórunn brosandi. Gestirnir fá heitt súkkulaði með rjóma og smákökur til að gæða sér á og undir hljóma jólalögin. Hún segist ýmist baka húsin eða kaupa þau tilbúin en aðalatriðið sé að hittast og eiga notalega stund saman. „Mér finnst mikilvægt að jólaundirbúningurinn sé á rólegu nótunum og legg mikið upp úr því að halda í þá fallegu stemningu sem getur birst um jólin. Þessum árstíma fylgir mikið stress en ég vil skapa afslappað og skemmtilegt andrúmsloft á heimilinu og legg áherslu á að fjölskyldan geri eitthvað saman frekar en að þeytast um allan bæ,“ segir Þórunn, sem byrjar fremur snemma að skreyta heimilið. „Við kaupum jólatréð um miðjan desember og setjum það strax upp. Annar sonur minn á afmæli 5. janúar og við tökum skrautið niður fyrir þann tíma. Á aðfangadag er allt í föstum skorðum. Í forrétt er sveppasúpa að hætti ömmu minnar, í aðalrétt er hreindýr og rjúpa og svo er möndlugrautur með heitri karamellusósu í eftirrétt, eins og ég er alin upp við,“ segir Þórunn en hún er mikið jólabarn. „Jólin eru yndislegur tími. Við hjónin giftum okkur á aðfangadag, í bláu kirkjunni á Seyðisfirði, fyrir nokkrum árum. Þetta var afar rómantískt en við vorum bara tvö fyrir utan prestinn og eldri son okkar, sem þá var tveggja ára. Hann svaf vært í vagninum sínum á meðan athöfnin fór fram,“ rifjar Þórunn upp. Í jólaskapi frá því í haust Þórunn leikstýrir óperunni Hans og Grétu sem nú er sýnd í Hörpu og segist hafa verið í jólaskapi frá því að æfingar hófust í haust. „Þetta er barna- og fjölskyldusýning sem er byggð á ævintýri Grimm-bræðra um þau Hans og Grétu. Í þessari útgáfu fara systkinin út í skóg að tína ber en hitta vonda norn. Hún á heima í piparkökuhúsi og er með ofn heima hjá sér þar sem hún breytir börnum í piparkökur en það er spennandi að vita hvernig þetta allt endar,“ segir Þórunn glaðlega. „Við vildum halda í þennan dásamlega ævintýrablæ sem er yfir sögunni. Sýningin er mjög falleg og jólaleg. Hún var stytt og tekur ekki nema einn og hálfan tíma, sem hentar vel fyrir krakka og þá sem ekki eru vanir óperum,“ segir Þórunn. Piparkökuhús að hætti Hans og Grétu 1.800 g hveiti 800 g sykur 500 g smjör 3 dl síróp 1 msk. engifer 2 msk. negull 2 msk. kanill 1 tsk. natron 1 egg Hnoðið allt saman og kælið í ísskáp í 3-4 klukkustundir. Fletjið út deigið og þykktin á að vera um ½ cm. Skerið húsið út í deigið eftir teikningum. Það er hægt að finna margar hugmyndir að húsum á netinu. Bakið á bökunarpappír við 175°C í um það bil 12-16 mínútur eða þar til fullbakað. Setjið hliðarnar saman með bræddum sykri eða bráðnu hjúpsúkkulaði. Gott er að gera glassúrinn úr flórsykri og vatni. Skemmtilegt er að sigta flórsykurinn yfir húsið í lokin. Birtist í Fréttablaðinu Jólamatur Kökur og tertur Piparkökur Uppskriftir Mest lesið Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Jól Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jól Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Jól Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jól Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Jól Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Jól Jóladrottningin stal senunni Jól Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Jól Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jól Fleiri fréttir Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Sjá meira
Þórunn Sigþórsdóttir heldur árlega aðventuboð þar sem yngstu gestirnir fá piparkökuhús til að skreyta af hjartans lyst. Það á vel við núna fyrir jólin því hún leikstýrir ævintýraóperunni Hans og Grétu þar sem piparkökuhús kemur við sögu. „Snemma á aðventunni held ég boð fyrir vini og ættingja sem eiga börn. Öll börnin fá sitt eigið piparkökuhús til að skreyta og taka með sér heim. Það er einstaklega gaman að sjá hversu mikið þau leggja í skreytingarnar. Sum eru með með mjög frjálsa aðferð en önnur eru afar nákvæm,“ segir Þórunn brosandi. Gestirnir fá heitt súkkulaði með rjóma og smákökur til að gæða sér á og undir hljóma jólalögin. Hún segist ýmist baka húsin eða kaupa þau tilbúin en aðalatriðið sé að hittast og eiga notalega stund saman. „Mér finnst mikilvægt að jólaundirbúningurinn sé á rólegu nótunum og legg mikið upp úr því að halda í þá fallegu stemningu sem getur birst um jólin. Þessum árstíma fylgir mikið stress en ég vil skapa afslappað og skemmtilegt andrúmsloft á heimilinu og legg áherslu á að fjölskyldan geri eitthvað saman frekar en að þeytast um allan bæ,“ segir Þórunn, sem byrjar fremur snemma að skreyta heimilið. „Við kaupum jólatréð um miðjan desember og setjum það strax upp. Annar sonur minn á afmæli 5. janúar og við tökum skrautið niður fyrir þann tíma. Á aðfangadag er allt í föstum skorðum. Í forrétt er sveppasúpa að hætti ömmu minnar, í aðalrétt er hreindýr og rjúpa og svo er möndlugrautur með heitri karamellusósu í eftirrétt, eins og ég er alin upp við,“ segir Þórunn en hún er mikið jólabarn. „Jólin eru yndislegur tími. Við hjónin giftum okkur á aðfangadag, í bláu kirkjunni á Seyðisfirði, fyrir nokkrum árum. Þetta var afar rómantískt en við vorum bara tvö fyrir utan prestinn og eldri son okkar, sem þá var tveggja ára. Hann svaf vært í vagninum sínum á meðan athöfnin fór fram,“ rifjar Þórunn upp. Í jólaskapi frá því í haust Þórunn leikstýrir óperunni Hans og Grétu sem nú er sýnd í Hörpu og segist hafa verið í jólaskapi frá því að æfingar hófust í haust. „Þetta er barna- og fjölskyldusýning sem er byggð á ævintýri Grimm-bræðra um þau Hans og Grétu. Í þessari útgáfu fara systkinin út í skóg að tína ber en hitta vonda norn. Hún á heima í piparkökuhúsi og er með ofn heima hjá sér þar sem hún breytir börnum í piparkökur en það er spennandi að vita hvernig þetta allt endar,“ segir Þórunn glaðlega. „Við vildum halda í þennan dásamlega ævintýrablæ sem er yfir sögunni. Sýningin er mjög falleg og jólaleg. Hún var stytt og tekur ekki nema einn og hálfan tíma, sem hentar vel fyrir krakka og þá sem ekki eru vanir óperum,“ segir Þórunn. Piparkökuhús að hætti Hans og Grétu 1.800 g hveiti 800 g sykur 500 g smjör 3 dl síróp 1 msk. engifer 2 msk. negull 2 msk. kanill 1 tsk. natron 1 egg Hnoðið allt saman og kælið í ísskáp í 3-4 klukkustundir. Fletjið út deigið og þykktin á að vera um ½ cm. Skerið húsið út í deigið eftir teikningum. Það er hægt að finna margar hugmyndir að húsum á netinu. Bakið á bökunarpappír við 175°C í um það bil 12-16 mínútur eða þar til fullbakað. Setjið hliðarnar saman með bræddum sykri eða bráðnu hjúpsúkkulaði. Gott er að gera glassúrinn úr flórsykri og vatni. Skemmtilegt er að sigta flórsykurinn yfir húsið í lokin.
Birtist í Fréttablaðinu Jólamatur Kökur og tertur Piparkökur Uppskriftir Mest lesið Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Jól Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jól Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Jól Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jól Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Jól Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Jól Jóladrottningin stal senunni Jól Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Jól Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jól Fleiri fréttir Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Sjá meira