Myndin af mömmu Kristjana Dögg Guðbrandsdóttir skrifar 10. nóvember 2018 09:00 "Þetta er viðkvæmt og það þarf að vanda sig. En það er miklu verra að þegja,“ segir Dagný Maggýjar. Fréttablaðið/Anton brink Það var ekki auðvelt að segja frá en mér fannst það nauðsynlegt. Þetta er svo persónulegt að ég ætla ekki einu sinni að selja bókina úti í bókabúð,“ segir Dagný Maggýjar sem gefur út bók um móður sína. Móðir hennar ólst upp í hópi 13 systkina á Langanesi, lengst af í Heiðarhöfn sem nú er komin í eyði. Bók Dagnýjar kallast Á heimsenda, sem er bæði vísun í æskuslóðirnar og veikindi móðurinnar. Hún byggir frásögnina á viðtali sem hún tók við móður sína áður en hún lést og því fylgdi hún eftir með viðtölum við systkini hennar og æskuvini. „Þetta er persónulegt verkefni og því gef ég bókina út sjálf og fólk verður að setja sig í samband við mig ef það vill kaupa bókina. Ég get líka komið í heimsókn til fólks sem vill ræða við mig um efni hennar,“ segir hún. Dagný rifjar upp með blaðamanni ástæðu þess að hún settist niður til að skrifa sögu móður sinnar. „Fyrir átta árum. Stuttu fyrir sextugsafmæli sitt fór móðir mín í einfalda lýtaaðgerð. Þegar hún vaknaði eftir aðgerðina var hún orðin geðveik. Aðeins fjórtán mánuðum síðar misstum við hana í sjálfsvígi. Þetta var ráðgáta sem ég vildi reyna að leysa. Þetta var áskorun. Þetta var ferðalag í leit að svörum,“ segir Dagný. „Ég vildi gera tilraun til þess að setja andlit á þetta orð. Sjálfsvíg. Það er líf og manneskja á bak við tölfræðina. Ég er líka að takast á við mína eigin fordóma og skömmina sem fylgdi því að missa móður mína úr sjálfsvígi,“ segir hún.Dagný á góðri stundu með móður sinni sem þótti glaðlynd og dugleg.Fagfólk hefur stundum stigið fram og varað við því að ræða þessi málefni? „Þetta er viðkvæmt og það þarf að vanda sig. En það er miklu verra að þegja. Það verður að vera hægt að ræða þessi málefni. Þannig miðar okkur miklu frekar áfram. Við erum ekki að standa okkur nægilega vel. Hvorki í meðferðarúrræðum né forvörnum,“ segir Dagný. Hún segist hafa upplifað að hafa brugðist móður sinni. „Ég var mikið með henni í þessum veikindum sem hófust strax eftir að hún fór í aðgerðina. Það gerðist eitthvað í þessari aðgerð. Ég týndi mömmu. Hún var orðin fárveik eftir aðgerðina. Það fór einhver spírall af stað sem við náðum aldrei að stöðva. Hún gerði þrjár tilraunir til sjálfsvígs áður en hún lést,“ segir Dagný frá. „Við fengum aldrei svör. Við vorum öll dofin og fengum engin svör. Hvað gerðist eiginlega? Mamma var glaðlynd og tilfinningarík kona. Dugleg, samviskusöm og metnaðarfull. Svo bara gerist þetta og svona ofsalega hratt,“ segir Dagný. Tveimur árum eftir að hún lést fann Dagný upptöku með viðtali sem hún hafði sjálf tekið við móður sína. „Ég hafði gleymt því að ég tók þetta viðtal við hana. Ég hlustaði á viðtalið og fór að raða aftur saman myndinni af mömmu. Ekki sjálfsvíginu, heldur henni. Hún var svo miklu meira en það hvernig hún fór,“ segir hún.Hluti systkinanna á Langanesi. Maggý situr í fangi systur sinnar Hafdísar (t.h).Dagný ræddi við systkini móður sinnar og vini og bókin er skrifuð í sátt og samlyndi við ástvini hennar. „Ég þurfti að fá meiri upplýsingar um æsku hennar og uppvöxt. Þegar hún fékk fyrsta kvíðakastið eftir aðgerðina þá grét hún og spurði mig: Af hverju var mér kastað á milli veggja? Af hverju vildi pabbi þinn mig ekki? Ég hugsaði með mér: Hvaðan kemur þetta? Ég vissi ekki betur en að hún hefði átt góða æsku. Það er auðvitað þannig að þegar svona mikil veikindi koma upp er eitthvað undirliggjandi. Fólk harkar af sér. Mamma hefur líklegast gert það. En svo eldist fólk og varnirnar bresta. Hún talaði um í veikindum sínum að það lægi farg á sálinni,“ segir hún. Að hverju komstu? Hvað var undirliggjandi sem varð til þess að heilsan brast? „Mamma þurfti alltaf að berjast fyrir sínu. Það varð ljóst að faðir hennar, Stefán Magnús Jónsson, beitti hana andlegu ofbeldi. Það hefur örugglega haft áhrif að hún var tilfinningarík og viðkvæm. En sem betur fer var hún ákveðin og sterk og náði lengi vel að bjarga sér á dugnaðinum,“ segir Dagný og segir að aðstæður hennar hafi oft verið harðneskjulegar og að fjölskyldan hafi þurft að glíma við erfiðleika sem hún hafi tekið nærri sér. „Föður hennar er lýst svona: Stefán var bæði gull og grjót. Hann gat verið sjarmerandi en réð öllu heima hjá sér. Hann tók til dæmis alltaf laun barnanna sinna. Fram á fullorðinsár eftir að þau fóru að vinna. Mamma reyndi alltaf að sanna sig fyrir föður sínum, gallinn var sá að hún var stelpa. Hún hætti aldrei að standa sig en undir lokin held ég að hún hafi verið orðin þreytt á því að þurfa alltaf að standa sig. En það var einstakt samband milli systkinanna, þéttur hópur, en þau kannast ekki öll við ofbeldi í æsku, enda gerði Stefán upp á milli barna sinna,“ segir hún.Maggý gengin fjóra mánuði með Dagnýju. Faðir hennar var ósáttur við hana vegna meðgöngunnar. Með henni á myndinni er Páll vinnufélagi hennar.Dagný vissi áður af ýmsum erfiðleikum. Móðir hennar gekk í gegnum mikla erfiðleika tengda fæðingu hennar. „Pabbi sleit trúlofun við hana þegar hún var orðin ófrísk. Þegar hún kom heim með mig af fæðingardeildinni henti afi henni út og sagði við hana: Hingað inn kemur þú ekki með þennan lausaleikskróa,“ segir Dagný og segir móður sína hafa verið í djúpri ástarsorg. Þá hafi hún upplifað mikla höfnun frá föður sínum. Því þrátt fyrir ofríkið dáði hún hann. „Það er óendanlega sárt að hafa ekki getað hjálpað henni. Við vorum bjargarlaus. Það sem ég uppgötvaði í þessu ferli öllu saman er að við eigum ekki það heilbrigðiskerfi sem við höldum að við eigum. Heilbrigðiskerfið eins og það er skipulagt í dag nær ekki að halda utan um bráð veikindi eins og mömmu. Við þurfum að hugsa þetta upp á nýtt, gera hlutina öðruvísi,“ segir Dagný. „Mér finnst ákveðið vonleysi ríkja um geðsjúkdóma og hvernig við ætlum að takast á við þá. Ég held að allir séu að gera sitt besta. Fagfólk er allt á sínum stað að gera eins og það getur. En ef til vill er það ekki að vinna í því kerfi sem það óskar sér. Eða við góðar aðstæður. Það þarf þá að horfast í augu við það og gera betur. Svo finnst mér að það þurfi að koma til viðhorfsbreyting. Bæði í kerfinu og samfélaginu öllu. Það er svo mikil harka sem einkennir samfélag okkar. Það er grundvallaratriði að vera góð hvert við annað, bæta lífsgæðin í okkar samfélagi og horfa betur á geðheilsuna,“ segir Dagný. „Ég upplifði allan tímann með mömmu að það átti enginn hana eða hennar sjúkdóm. Það bar enginn ábyrgð, það talaði enginn við okkur. Þetta var vonlaust. Við vissum ekkert hvernig við áttum að takast á við þetta. Allir voru faglegir í sínu en töluðu ekki saman. Það vantaði mannlega þáttinn,“ segir Dagný og segir að það megi ekki taka það af fólki að ræða upplifun sína af þjónustu í geðheilbrigðiskerfinu. Af hverri seldri bók renna 500 krónur til Hugrúnar, félags háskólanema sem sinna fræðslu um geðheilbrigði í framhaldsskólum og koma að fjölda forvarnarverkefna fyrir ungt fólk. „Félagið er að gera það sem er til fyrirmyndar. Fræða ungt fólk um geðheilbrigði. Ég vil styrkja þeirra starf því við erum alls ekki að gera nóg með börnum og unglingum. Við verðum að gæta þess að það verði aldrei til þetta farg á sálinni, eða gefa ungu fólki bjargráð til að ráða við erfiðleikana,“ segir hún. Dagný missti einnig stjúpföður sinn, Þorstein Ívar Sæmundsson, í sjálfsvígi. „Hann hélt út í fimm ár eftir að mamma dó. En hann vildi strax deyja. Það var áfall að fara aftur í gegnum geðheilbrigðiskerfið eftir fráfall mömmu. Mörgum er bjargað með lyfjagjöf og meðferð. En hún virkar ekki alltaf og þá verðum við að reyna að gera eitthvað nýtt. Við verðum bara að gera betur,“ leggur Dagný áherslu á. „Ég vil deila minni reynslu af því að mér finnst óþarfi að fólk standi eitt í þessu. Ég trúi því að það sé von. Það sé hægt að lifa svona bráð veikindi af. Ég trúi því líka að aðstandendur geðsjúkra hafi gott af umræðu um þessi málefni. Það þarf ekki að harka af sér hlutina í þögn. Ég veit að ef mamma hefði haft raunverulegt val þá hefði hún valið lífið. Allir gera það.“ Birtist í Fréttablaðinu Lýtalækningar Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Fleiri fréttir Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Sjá meira
Það var ekki auðvelt að segja frá en mér fannst það nauðsynlegt. Þetta er svo persónulegt að ég ætla ekki einu sinni að selja bókina úti í bókabúð,“ segir Dagný Maggýjar sem gefur út bók um móður sína. Móðir hennar ólst upp í hópi 13 systkina á Langanesi, lengst af í Heiðarhöfn sem nú er komin í eyði. Bók Dagnýjar kallast Á heimsenda, sem er bæði vísun í æskuslóðirnar og veikindi móðurinnar. Hún byggir frásögnina á viðtali sem hún tók við móður sína áður en hún lést og því fylgdi hún eftir með viðtölum við systkini hennar og æskuvini. „Þetta er persónulegt verkefni og því gef ég bókina út sjálf og fólk verður að setja sig í samband við mig ef það vill kaupa bókina. Ég get líka komið í heimsókn til fólks sem vill ræða við mig um efni hennar,“ segir hún. Dagný rifjar upp með blaðamanni ástæðu þess að hún settist niður til að skrifa sögu móður sinnar. „Fyrir átta árum. Stuttu fyrir sextugsafmæli sitt fór móðir mín í einfalda lýtaaðgerð. Þegar hún vaknaði eftir aðgerðina var hún orðin geðveik. Aðeins fjórtán mánuðum síðar misstum við hana í sjálfsvígi. Þetta var ráðgáta sem ég vildi reyna að leysa. Þetta var áskorun. Þetta var ferðalag í leit að svörum,“ segir Dagný. „Ég vildi gera tilraun til þess að setja andlit á þetta orð. Sjálfsvíg. Það er líf og manneskja á bak við tölfræðina. Ég er líka að takast á við mína eigin fordóma og skömmina sem fylgdi því að missa móður mína úr sjálfsvígi,“ segir hún.Dagný á góðri stundu með móður sinni sem þótti glaðlynd og dugleg.Fagfólk hefur stundum stigið fram og varað við því að ræða þessi málefni? „Þetta er viðkvæmt og það þarf að vanda sig. En það er miklu verra að þegja. Það verður að vera hægt að ræða þessi málefni. Þannig miðar okkur miklu frekar áfram. Við erum ekki að standa okkur nægilega vel. Hvorki í meðferðarúrræðum né forvörnum,“ segir Dagný. Hún segist hafa upplifað að hafa brugðist móður sinni. „Ég var mikið með henni í þessum veikindum sem hófust strax eftir að hún fór í aðgerðina. Það gerðist eitthvað í þessari aðgerð. Ég týndi mömmu. Hún var orðin fárveik eftir aðgerðina. Það fór einhver spírall af stað sem við náðum aldrei að stöðva. Hún gerði þrjár tilraunir til sjálfsvígs áður en hún lést,“ segir Dagný frá. „Við fengum aldrei svör. Við vorum öll dofin og fengum engin svör. Hvað gerðist eiginlega? Mamma var glaðlynd og tilfinningarík kona. Dugleg, samviskusöm og metnaðarfull. Svo bara gerist þetta og svona ofsalega hratt,“ segir Dagný. Tveimur árum eftir að hún lést fann Dagný upptöku með viðtali sem hún hafði sjálf tekið við móður sína. „Ég hafði gleymt því að ég tók þetta viðtal við hana. Ég hlustaði á viðtalið og fór að raða aftur saman myndinni af mömmu. Ekki sjálfsvíginu, heldur henni. Hún var svo miklu meira en það hvernig hún fór,“ segir hún.Hluti systkinanna á Langanesi. Maggý situr í fangi systur sinnar Hafdísar (t.h).Dagný ræddi við systkini móður sinnar og vini og bókin er skrifuð í sátt og samlyndi við ástvini hennar. „Ég þurfti að fá meiri upplýsingar um æsku hennar og uppvöxt. Þegar hún fékk fyrsta kvíðakastið eftir aðgerðina þá grét hún og spurði mig: Af hverju var mér kastað á milli veggja? Af hverju vildi pabbi þinn mig ekki? Ég hugsaði með mér: Hvaðan kemur þetta? Ég vissi ekki betur en að hún hefði átt góða æsku. Það er auðvitað þannig að þegar svona mikil veikindi koma upp er eitthvað undirliggjandi. Fólk harkar af sér. Mamma hefur líklegast gert það. En svo eldist fólk og varnirnar bresta. Hún talaði um í veikindum sínum að það lægi farg á sálinni,“ segir hún. Að hverju komstu? Hvað var undirliggjandi sem varð til þess að heilsan brast? „Mamma þurfti alltaf að berjast fyrir sínu. Það varð ljóst að faðir hennar, Stefán Magnús Jónsson, beitti hana andlegu ofbeldi. Það hefur örugglega haft áhrif að hún var tilfinningarík og viðkvæm. En sem betur fer var hún ákveðin og sterk og náði lengi vel að bjarga sér á dugnaðinum,“ segir Dagný og segir að aðstæður hennar hafi oft verið harðneskjulegar og að fjölskyldan hafi þurft að glíma við erfiðleika sem hún hafi tekið nærri sér. „Föður hennar er lýst svona: Stefán var bæði gull og grjót. Hann gat verið sjarmerandi en réð öllu heima hjá sér. Hann tók til dæmis alltaf laun barnanna sinna. Fram á fullorðinsár eftir að þau fóru að vinna. Mamma reyndi alltaf að sanna sig fyrir föður sínum, gallinn var sá að hún var stelpa. Hún hætti aldrei að standa sig en undir lokin held ég að hún hafi verið orðin þreytt á því að þurfa alltaf að standa sig. En það var einstakt samband milli systkinanna, þéttur hópur, en þau kannast ekki öll við ofbeldi í æsku, enda gerði Stefán upp á milli barna sinna,“ segir hún.Maggý gengin fjóra mánuði með Dagnýju. Faðir hennar var ósáttur við hana vegna meðgöngunnar. Með henni á myndinni er Páll vinnufélagi hennar.Dagný vissi áður af ýmsum erfiðleikum. Móðir hennar gekk í gegnum mikla erfiðleika tengda fæðingu hennar. „Pabbi sleit trúlofun við hana þegar hún var orðin ófrísk. Þegar hún kom heim með mig af fæðingardeildinni henti afi henni út og sagði við hana: Hingað inn kemur þú ekki með þennan lausaleikskróa,“ segir Dagný og segir móður sína hafa verið í djúpri ástarsorg. Þá hafi hún upplifað mikla höfnun frá föður sínum. Því þrátt fyrir ofríkið dáði hún hann. „Það er óendanlega sárt að hafa ekki getað hjálpað henni. Við vorum bjargarlaus. Það sem ég uppgötvaði í þessu ferli öllu saman er að við eigum ekki það heilbrigðiskerfi sem við höldum að við eigum. Heilbrigðiskerfið eins og það er skipulagt í dag nær ekki að halda utan um bráð veikindi eins og mömmu. Við þurfum að hugsa þetta upp á nýtt, gera hlutina öðruvísi,“ segir Dagný. „Mér finnst ákveðið vonleysi ríkja um geðsjúkdóma og hvernig við ætlum að takast á við þá. Ég held að allir séu að gera sitt besta. Fagfólk er allt á sínum stað að gera eins og það getur. En ef til vill er það ekki að vinna í því kerfi sem það óskar sér. Eða við góðar aðstæður. Það þarf þá að horfast í augu við það og gera betur. Svo finnst mér að það þurfi að koma til viðhorfsbreyting. Bæði í kerfinu og samfélaginu öllu. Það er svo mikil harka sem einkennir samfélag okkar. Það er grundvallaratriði að vera góð hvert við annað, bæta lífsgæðin í okkar samfélagi og horfa betur á geðheilsuna,“ segir Dagný. „Ég upplifði allan tímann með mömmu að það átti enginn hana eða hennar sjúkdóm. Það bar enginn ábyrgð, það talaði enginn við okkur. Þetta var vonlaust. Við vissum ekkert hvernig við áttum að takast á við þetta. Allir voru faglegir í sínu en töluðu ekki saman. Það vantaði mannlega þáttinn,“ segir Dagný og segir að það megi ekki taka það af fólki að ræða upplifun sína af þjónustu í geðheilbrigðiskerfinu. Af hverri seldri bók renna 500 krónur til Hugrúnar, félags háskólanema sem sinna fræðslu um geðheilbrigði í framhaldsskólum og koma að fjölda forvarnarverkefna fyrir ungt fólk. „Félagið er að gera það sem er til fyrirmyndar. Fræða ungt fólk um geðheilbrigði. Ég vil styrkja þeirra starf því við erum alls ekki að gera nóg með börnum og unglingum. Við verðum að gæta þess að það verði aldrei til þetta farg á sálinni, eða gefa ungu fólki bjargráð til að ráða við erfiðleikana,“ segir hún. Dagný missti einnig stjúpföður sinn, Þorstein Ívar Sæmundsson, í sjálfsvígi. „Hann hélt út í fimm ár eftir að mamma dó. En hann vildi strax deyja. Það var áfall að fara aftur í gegnum geðheilbrigðiskerfið eftir fráfall mömmu. Mörgum er bjargað með lyfjagjöf og meðferð. En hún virkar ekki alltaf og þá verðum við að reyna að gera eitthvað nýtt. Við verðum bara að gera betur,“ leggur Dagný áherslu á. „Ég vil deila minni reynslu af því að mér finnst óþarfi að fólk standi eitt í þessu. Ég trúi því að það sé von. Það sé hægt að lifa svona bráð veikindi af. Ég trúi því líka að aðstandendur geðsjúkra hafi gott af umræðu um þessi málefni. Það þarf ekki að harka af sér hlutina í þögn. Ég veit að ef mamma hefði haft raunverulegt val þá hefði hún valið lífið. Allir gera það.“
Birtist í Fréttablaðinu Lýtalækningar Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Fleiri fréttir Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Sjá meira