Íslensk framlög komið tæru drykkjarvatni til tugþúsunda Heimsljós kynnir 14. nóvember 2018 15:00 Ung stúlka við vatnspóstinn í einu þorpanna í Buikwe. gunnisal Úgandska dagblaðið Monitor fjallaði í gær um árangursríkt vatnsverkefni íslenskra stjórnvalda í fiskiþorpum í Buikwe-héraði í Úganda. „Þetta er í annað skipti á skömmum tíma sem fjallað er um þann góða árangur sem náðst hefur á svæðinu fyrir tilstilli íslenskrar þróunarsamvinnu,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. „Síðsumars fengum við ánægjulegar fréttir um framfarir í menntamálum og fjölgun útskrifaðra nemenda úr grunnskólum héraðsins og nú sjáum við að heilsufar íbúanna hefur stórbatnað með bættu aðgengi að hreinu drykkjarvatni,“ segir utanríkisráðherra. Íbúar héraðsins eru rúmlega 420 þúsund og 77% þeirra hafa nú greiðan aðgang að vatni, segir í frétt Monitor. Blaðið segir að fyrir aðeins tveimur árum hafi einungis 58% íbúanna haft slíkan aðgang og nú sé héraðið komið yfir viðurkennt opinbert viðmið sem er 70%. Arthur Kayaga veitustjóri í Buikwe segir að þegar hafi verið settar upp vatnsdælur fyrir almenning í nítján fiskiþorpum, alls 51 vatnspóstur, fjármagnaðar af alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands (ICEIDA).Héraðsnálgunin virkar„Fréttirnar um árangurinn í menntamálum og í vatns- og hreinlætismálum í Buikwe héraði sýna ótvírætt að héraðsnálgun, sem Íslendingar beita í þróunarsamvinnu í Úganda, er að virka og góður árangur að nást á þeim afmörkuðu svæðum sem stuðningurinn nær til. Það hvatning til okkar um að halda áfram á sömu braut, sníða stakk eftir vexti og afmarka áhrifasvæði íslenskrar aðstoðar í samræmi við umfang hennar, og stefna þar að sjáanlegum og mælanlegum árangur,“ segir Árni Helgason verkefnastjóri í sendiráði Íslands í Kampala. Einn meginþáttur í byggðaþróunarverkefni Íslendinga með sveitastjórninni í Buikwe felst í umbótum í vatns- og salernismálum en sá þáttur byggir á verkefnaskjali fyrir tímabilið 2015 til 2019. Arthur Kayaga segir í viðtalinu við Monitor að þegar verkefnið hófst hafi skortur á heilnæmu vatni í fiskiþorpunum verið mikilvægasta úrlausnarefnið. Því hafi verið forgangsmál að gera þar bragarbót á og vel hafi tekist til. Monitor segir að ánægðastir séu íbúar fiskiþorpanna nítján og vitnar í Josehine Namubiru, íbúa í Nkombwe, sem segir að vatn hafi áður verið sótt beint í Viktoríuvatn með tilheyrandi vatnsbornum sjúkdómum fyrir íbúana eins og niðurgangspestum, taugaveiki og iðrakreppu.Tuttugu lítrar á 4 krónurMeð tilkomu tveggja vatnssjálfsala í þorpinu hefur ástandið gerbreyst og Elijah Lubanga bæjarstjóri í Senyi fiskimannaþorpinu segir að þótt íbúarnir greiði lítilræði fyrir vatnið sé það óverulegt miðað við kostnaðinn við meðhöndlun sjúkdómanna sem áður herjuðu á þá. Hver 20 lítra vatnsbrúsi kostar sem svarar 4 krónum íslenskum. „Buikwe er meðal héraða þar sem ICEIDA hefur varið umtalsverðum fjármunum til þess að bæta lífsgæði íbúanna með umbótum í menntun, heilsu og hreinu drykkjarvatni,“ segir í frétt Monitor. Þar kemur einnig fram að í verkefninu með Íslendingum hafi héraðið reist 137 byggingar með gjaldfrjálsum almenningssalernum sem hafi verulega dregið úr því ófremdarástandi að fólki gangi örna sinna á víðavangi. Núverandi stuðningur Íslands í Buikwe héraði beinist að öllum 39 fiskiþorpum í héraðinu með 50-60 þúsund íbúa og um 25 þúsund nemendum í grunn- og framhaldsskólum.Frétt MonitorÞessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Afríka Þróunarsamvinna Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent
Úgandska dagblaðið Monitor fjallaði í gær um árangursríkt vatnsverkefni íslenskra stjórnvalda í fiskiþorpum í Buikwe-héraði í Úganda. „Þetta er í annað skipti á skömmum tíma sem fjallað er um þann góða árangur sem náðst hefur á svæðinu fyrir tilstilli íslenskrar þróunarsamvinnu,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. „Síðsumars fengum við ánægjulegar fréttir um framfarir í menntamálum og fjölgun útskrifaðra nemenda úr grunnskólum héraðsins og nú sjáum við að heilsufar íbúanna hefur stórbatnað með bættu aðgengi að hreinu drykkjarvatni,“ segir utanríkisráðherra. Íbúar héraðsins eru rúmlega 420 þúsund og 77% þeirra hafa nú greiðan aðgang að vatni, segir í frétt Monitor. Blaðið segir að fyrir aðeins tveimur árum hafi einungis 58% íbúanna haft slíkan aðgang og nú sé héraðið komið yfir viðurkennt opinbert viðmið sem er 70%. Arthur Kayaga veitustjóri í Buikwe segir að þegar hafi verið settar upp vatnsdælur fyrir almenning í nítján fiskiþorpum, alls 51 vatnspóstur, fjármagnaðar af alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands (ICEIDA).Héraðsnálgunin virkar„Fréttirnar um árangurinn í menntamálum og í vatns- og hreinlætismálum í Buikwe héraði sýna ótvírætt að héraðsnálgun, sem Íslendingar beita í þróunarsamvinnu í Úganda, er að virka og góður árangur að nást á þeim afmörkuðu svæðum sem stuðningurinn nær til. Það hvatning til okkar um að halda áfram á sömu braut, sníða stakk eftir vexti og afmarka áhrifasvæði íslenskrar aðstoðar í samræmi við umfang hennar, og stefna þar að sjáanlegum og mælanlegum árangur,“ segir Árni Helgason verkefnastjóri í sendiráði Íslands í Kampala. Einn meginþáttur í byggðaþróunarverkefni Íslendinga með sveitastjórninni í Buikwe felst í umbótum í vatns- og salernismálum en sá þáttur byggir á verkefnaskjali fyrir tímabilið 2015 til 2019. Arthur Kayaga segir í viðtalinu við Monitor að þegar verkefnið hófst hafi skortur á heilnæmu vatni í fiskiþorpunum verið mikilvægasta úrlausnarefnið. Því hafi verið forgangsmál að gera þar bragarbót á og vel hafi tekist til. Monitor segir að ánægðastir séu íbúar fiskiþorpanna nítján og vitnar í Josehine Namubiru, íbúa í Nkombwe, sem segir að vatn hafi áður verið sótt beint í Viktoríuvatn með tilheyrandi vatnsbornum sjúkdómum fyrir íbúana eins og niðurgangspestum, taugaveiki og iðrakreppu.Tuttugu lítrar á 4 krónurMeð tilkomu tveggja vatnssjálfsala í þorpinu hefur ástandið gerbreyst og Elijah Lubanga bæjarstjóri í Senyi fiskimannaþorpinu segir að þótt íbúarnir greiði lítilræði fyrir vatnið sé það óverulegt miðað við kostnaðinn við meðhöndlun sjúkdómanna sem áður herjuðu á þá. Hver 20 lítra vatnsbrúsi kostar sem svarar 4 krónum íslenskum. „Buikwe er meðal héraða þar sem ICEIDA hefur varið umtalsverðum fjármunum til þess að bæta lífsgæði íbúanna með umbótum í menntun, heilsu og hreinu drykkjarvatni,“ segir í frétt Monitor. Þar kemur einnig fram að í verkefninu með Íslendingum hafi héraðið reist 137 byggingar með gjaldfrjálsum almenningssalernum sem hafi verulega dregið úr því ófremdarástandi að fólki gangi örna sinna á víðavangi. Núverandi stuðningur Íslands í Buikwe héraði beinist að öllum 39 fiskiþorpum í héraðinu með 50-60 þúsund íbúa og um 25 þúsund nemendum í grunn- og framhaldsskólum.Frétt MonitorÞessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Afríka Þróunarsamvinna Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent