Fimm æfingar í fjórum bæjarfélögum: Ríkisvaldið þarf að vakna Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 15. nóvember 2018 08:00 Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ. vísir/eyþór Íslensku landsliðin í handbolta og körfubolta þurfa nýjan heimavöll. Laugardalshöllin er ekki lengur í stakk búin til þess að þjóna sem heimavöllur liðanna. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, kallaði eftir því að ríkisstjórnin færi að taka til aðgerða á æfingu kvennalandsliðsins í vikunni. „Hér erum við stödd í nýjum húsakynnum Fjölnis. Í gær vorum við í Ólafssal í Hafnarfirði og í kvöld er það Smárinn í Kópavogi. Á morgun er það aftur Hafnarfjörður og svo á fimmtudaginn Garðabær. Áður en við fáum í raun æfingu á okkar eigin heimavelli þá þurfum við að taka landsliðsæfingar á fjórum stöðum í fjórum bæjarfélögum,“ sagði Hannes. Kvennalandsliðið spilar tvo leiki í undankeppni EuroBasket í Laugardalshöll á næstu dögum. „Númer eitt, tvö og þrjú er þetta ríkisvaldið. Ríkisvaldið og ráðherra íþróttamála þarf alvarlega að fara að taka þetta mál upp svo eitthvað verði gert.“ „Ef við ætlum að ná árangri í íþróttum þá þurfum við góða aðstöðu og við þurfum góða heimavelli. Við höfum það ekki í dag.“ „Ráðamenn verða að vakna. Þeir þurfa að vakna núna en ekki eftir tíu ár. Íþróttahreyfingin í heild sinni þarf að taka sig saman og ræða þetta mál, taka þetta á hærra plan og hætta að pukrast með þetta í einhverjum hornum.“ „Við þurfum að eignast okkar heimavöll. Okkar þjóðarleikvang,“ sagði Hannes. Í sumar felldi EHF, evrópska handknattleikssambandið, úr gildi undanþágu sem íþróttahöllin í Þórshöfn í Færeyjum var á svo færeyska landsliðið þarf nú að spila utan landssteinanna. Laugardalshöllin er á slíkri undanþágu og mun hún á endanum renna út. „Við höfum óskað eftir viðræðum við ríki og borg um nýjan þjóðarleikvang en ekki fengið mikil viðbrögð. Í vor stóð til að stofna samráðshóp ríkis, borgar, HSÍ og KKÍ en það hefur ekki verið skipað í hann enn,“ sagði Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, þegar málið kom upp í ágúst. Íslenski handboltinn Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Undanþágan sem Höllin er á fellur úr gildi á endanum Færeyingar fá ekki að spila heimaleiki sína í undankeppni EM 2020 í handbolta í íþróttahöllinni á Hálsi því hún stenst ekki kröfur EHF. 24. ágúst 2018 08:00 Jonni um landsliðið: „Búinn að hafa áhyggjur í langan tíma“ Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta leikur tvo leiki í undankeppni EM 2019 í Laugardalshöll í nóvember. Sérfræðingar Domino's Körfuboltakvölds á Stöð 2 Sport ræddu stöðu landsliðsins. 11. nóvember 2018 12:00 Þolinmæðin mun á endanum bresta Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, KKÍ, er vakinn og sofinn yfir framgangi körfuboltans hér á landi. Álitaefnin sem valda honum mestu hugarangri þessa dagana eru eins og svo oft áður fjárhagsstaða sambandsins og málefni Laugardalshallarinnar. 21. september 2018 11:00 Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð Sjá meira
Íslensku landsliðin í handbolta og körfubolta þurfa nýjan heimavöll. Laugardalshöllin er ekki lengur í stakk búin til þess að þjóna sem heimavöllur liðanna. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, kallaði eftir því að ríkisstjórnin færi að taka til aðgerða á æfingu kvennalandsliðsins í vikunni. „Hér erum við stödd í nýjum húsakynnum Fjölnis. Í gær vorum við í Ólafssal í Hafnarfirði og í kvöld er það Smárinn í Kópavogi. Á morgun er það aftur Hafnarfjörður og svo á fimmtudaginn Garðabær. Áður en við fáum í raun æfingu á okkar eigin heimavelli þá þurfum við að taka landsliðsæfingar á fjórum stöðum í fjórum bæjarfélögum,“ sagði Hannes. Kvennalandsliðið spilar tvo leiki í undankeppni EuroBasket í Laugardalshöll á næstu dögum. „Númer eitt, tvö og þrjú er þetta ríkisvaldið. Ríkisvaldið og ráðherra íþróttamála þarf alvarlega að fara að taka þetta mál upp svo eitthvað verði gert.“ „Ef við ætlum að ná árangri í íþróttum þá þurfum við góða aðstöðu og við þurfum góða heimavelli. Við höfum það ekki í dag.“ „Ráðamenn verða að vakna. Þeir þurfa að vakna núna en ekki eftir tíu ár. Íþróttahreyfingin í heild sinni þarf að taka sig saman og ræða þetta mál, taka þetta á hærra plan og hætta að pukrast með þetta í einhverjum hornum.“ „Við þurfum að eignast okkar heimavöll. Okkar þjóðarleikvang,“ sagði Hannes. Í sumar felldi EHF, evrópska handknattleikssambandið, úr gildi undanþágu sem íþróttahöllin í Þórshöfn í Færeyjum var á svo færeyska landsliðið þarf nú að spila utan landssteinanna. Laugardalshöllin er á slíkri undanþágu og mun hún á endanum renna út. „Við höfum óskað eftir viðræðum við ríki og borg um nýjan þjóðarleikvang en ekki fengið mikil viðbrögð. Í vor stóð til að stofna samráðshóp ríkis, borgar, HSÍ og KKÍ en það hefur ekki verið skipað í hann enn,“ sagði Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, þegar málið kom upp í ágúst.
Íslenski handboltinn Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Undanþágan sem Höllin er á fellur úr gildi á endanum Færeyingar fá ekki að spila heimaleiki sína í undankeppni EM 2020 í handbolta í íþróttahöllinni á Hálsi því hún stenst ekki kröfur EHF. 24. ágúst 2018 08:00 Jonni um landsliðið: „Búinn að hafa áhyggjur í langan tíma“ Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta leikur tvo leiki í undankeppni EM 2019 í Laugardalshöll í nóvember. Sérfræðingar Domino's Körfuboltakvölds á Stöð 2 Sport ræddu stöðu landsliðsins. 11. nóvember 2018 12:00 Þolinmæðin mun á endanum bresta Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, KKÍ, er vakinn og sofinn yfir framgangi körfuboltans hér á landi. Álitaefnin sem valda honum mestu hugarangri þessa dagana eru eins og svo oft áður fjárhagsstaða sambandsins og málefni Laugardalshallarinnar. 21. september 2018 11:00 Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð Sjá meira
Undanþágan sem Höllin er á fellur úr gildi á endanum Færeyingar fá ekki að spila heimaleiki sína í undankeppni EM 2020 í handbolta í íþróttahöllinni á Hálsi því hún stenst ekki kröfur EHF. 24. ágúst 2018 08:00
Jonni um landsliðið: „Búinn að hafa áhyggjur í langan tíma“ Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta leikur tvo leiki í undankeppni EM 2019 í Laugardalshöll í nóvember. Sérfræðingar Domino's Körfuboltakvölds á Stöð 2 Sport ræddu stöðu landsliðsins. 11. nóvember 2018 12:00
Þolinmæðin mun á endanum bresta Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, KKÍ, er vakinn og sofinn yfir framgangi körfuboltans hér á landi. Álitaefnin sem valda honum mestu hugarangri þessa dagana eru eins og svo oft áður fjárhagsstaða sambandsins og málefni Laugardalshallarinnar. 21. september 2018 11:00