Lafði Macbeth í Hvíta húsinu Þórarinn Þórarinsson skrifar 15. nóvember 2018 09:00 Robin Wright tekur sviðið í House of Cards og Claire, persóna hennar, berst með kjafti og klóm til þess að halda völdum sínum í Hvíta húsinu og gefur eiginmanninum, Francis Underwood heitnum, ekkert eftir í þeim efnum. House of Cards-þættirnir mörkuðu upphafið að velgengni efnisveitunnar Netflix enda frábærir þættir sem fóru gríðarlega vel af stað. Siðleysinginn Francis Underwood var miðpunkturinn í safaríkri atburðarásinni þar sem allar aðrar persónur voru peð í valdatafli hans. Nema kannski Claire, eiginkona hans, sem keyrði eiginmanninn áfram í framapotinu af sturluðum metnaði sem lafði Macbeth hefði varla getað staðið undir. Fyrstu fjórar seríurnar ríghéldu og spennan var slík að biðin milli þáttaraðanna tók á. Þegar hjónin höfðu hins vegar náð lokatakmarki sínu og komið sér vel fyrir í Hvíta húsinu byrjaði spennan að fjara út þótt hún magnaðist að sama skapi á milli siðblindra forsetahjónanna. Ekki þarf að hafa mörg orð um óvænt endalok Kevins Spacey í House of Cards. Þessi frábæri leikari, sem er dyggilega studdur af Robin Wright í hlutverki Claire, reyndist í raunveruleikanum næstum vera skunkur á pari við Francis Underwood. #MeToo-hraðlestin straujaði yfir leikarann þegar ásökunum ungra manna um kynferðislega áreitni rigndi yfir hann og honum var umsvifalaust sparkað úr House of Cards. Þrátt fyrir slagkraftinn sem Spacey hafði gefið Francis hefði brotthvarf hans ekki þurft að koma að sök. Og gerir það í raun ekki þótt þessi hádramatíski lokakafli sé með þeim slöppustu í þáttaröðinni eins og hún leggur sig. Allar góðar sögur þurfa vitaskuld að hafa almennilegan skúrk og enginn skortur er á slíkum í House of Cards og að Frank gengnum er Claire þar fremst meðal jafningja. Þrátt fyrir þetta og litskrúðugt og fantavel leikið persónugalleríið er holur hljómur í þessum endaspretti og þrátt fyrir næg tækifæri næst ekki að keyra upp spennu á við þá sem ríghélt áhorfendum við efnið í upphafi.Femínísk feðraveldisbylting Með því áhugaverðasta við sjöttu seríuna er að það er ekki nóg með að Spacey sé skolað út með sínu fortíðarskólpi heldur er um leið gerð kvennabylting í þáttunum. Claire er orðin forseti og raðar konum í öll helstu embætti. Claire er þó ekki hugsjónaheitur femínisti og þarna eins og í öllu sem hún gerir, og eiginmaður hennar áður, helgar tilgangurinn meðalið. Þá er ekki síður áhugavert að Claire er látin sýna óþægilega Trump-takta og einræðistilburði í tilraunum sínum til þess að þagga niður í fjölmiðlum og fyrirlitningu á stjórnskipan og lýðræðislegum ferlum. Á meðan femínísk bylting Claire virðist á yfirborðinu ægilega jákvætt skref í afþreyingarmenningunni þá eru skilaboðin í undirtextanum skýr: Kjósið konu í Hvíta húsið og heimsendir er handan við hornið. Burtséð frá þessu öllu þá eiga konurnar samt sviðið og samskipti þeirra og köld ráð gera heilmikið fyrir plottið. Diane Lane er bráðskemmtileg og skæð í hlutverki Annette Shepherd, moldríkrar æskuvinkonu Claire, sem svífst einskis og lítur á þingmenn og forseta eins og hverja aðra fjárfestingu.Stamper stendur fyrir sínu Lars Mikkelsen, stóri bróðir Mads, er sem fyrr ískaldur og ógnandi í hlutverki Viktors Petrov, forseta Rússlands, sem á sér augljósa fyrirmynd í Pútín. Sá fláráður hefur óþægilega marga bandaríska þræði í höndum sér þótt Claire sé að sjálfsögðu ekki sama gólftuskan í samskiptum þeirra og Trump gagnvart Pútín. Dough Stamper, skutilsveinn Francis frá upphafi, er fyrir utan Underwood-hjónin hættulegasta persóna þáttanna. Trúr Francis hefur hann framið ótrúleg illvirki fyrir sinn mann og stendur enn vörð um hann þótt hann sé dauður. Michael Kelly er frábær í túlkun sinni á Dough sem er skuggalega óstöðugur þótt hann sé yfirleitt ískaldur og yfirvegaður. Hann stendur fyllilega fyrir sínu sem staðgengill Franks í þessum næstum óþarfa lokakafla. Átökin og undirliggjandi hatrið í sambandi Dough og Claire er í raun eini alvöru spennuvaldurinn í þessum lokakafla og það vegur nú bara ansi þungt, sérstaklega þegar þessar varasömu persónur lifna við í meðförum jafn frábærra leikara og Wright og Kelly.House of Cards fjarar út í hálfgerðri ládeyðu sem skrifast síður en svo eingöngu á æpandi fjarveru Kevins Spacey. Þau sem eftir standa skila sínu sem fyrr með miklum sóma en það var komin þreyta í þetta áður en Spacey var rekinn og í raun hefði verið sjálfsagt að drepa þættina um leið og feril aðalleikarans. Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Menning Netflix Mest lesið Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Lífið Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lífið Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Lífið Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Lífið Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Lífið Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Lífið Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Lífið Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Lífið Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Lífið Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Lífið Fleiri fréttir The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
House of Cards-þættirnir mörkuðu upphafið að velgengni efnisveitunnar Netflix enda frábærir þættir sem fóru gríðarlega vel af stað. Siðleysinginn Francis Underwood var miðpunkturinn í safaríkri atburðarásinni þar sem allar aðrar persónur voru peð í valdatafli hans. Nema kannski Claire, eiginkona hans, sem keyrði eiginmanninn áfram í framapotinu af sturluðum metnaði sem lafði Macbeth hefði varla getað staðið undir. Fyrstu fjórar seríurnar ríghéldu og spennan var slík að biðin milli þáttaraðanna tók á. Þegar hjónin höfðu hins vegar náð lokatakmarki sínu og komið sér vel fyrir í Hvíta húsinu byrjaði spennan að fjara út þótt hún magnaðist að sama skapi á milli siðblindra forsetahjónanna. Ekki þarf að hafa mörg orð um óvænt endalok Kevins Spacey í House of Cards. Þessi frábæri leikari, sem er dyggilega studdur af Robin Wright í hlutverki Claire, reyndist í raunveruleikanum næstum vera skunkur á pari við Francis Underwood. #MeToo-hraðlestin straujaði yfir leikarann þegar ásökunum ungra manna um kynferðislega áreitni rigndi yfir hann og honum var umsvifalaust sparkað úr House of Cards. Þrátt fyrir slagkraftinn sem Spacey hafði gefið Francis hefði brotthvarf hans ekki þurft að koma að sök. Og gerir það í raun ekki þótt þessi hádramatíski lokakafli sé með þeim slöppustu í þáttaröðinni eins og hún leggur sig. Allar góðar sögur þurfa vitaskuld að hafa almennilegan skúrk og enginn skortur er á slíkum í House of Cards og að Frank gengnum er Claire þar fremst meðal jafningja. Þrátt fyrir þetta og litskrúðugt og fantavel leikið persónugalleríið er holur hljómur í þessum endaspretti og þrátt fyrir næg tækifæri næst ekki að keyra upp spennu á við þá sem ríghélt áhorfendum við efnið í upphafi.Femínísk feðraveldisbylting Með því áhugaverðasta við sjöttu seríuna er að það er ekki nóg með að Spacey sé skolað út með sínu fortíðarskólpi heldur er um leið gerð kvennabylting í þáttunum. Claire er orðin forseti og raðar konum í öll helstu embætti. Claire er þó ekki hugsjónaheitur femínisti og þarna eins og í öllu sem hún gerir, og eiginmaður hennar áður, helgar tilgangurinn meðalið. Þá er ekki síður áhugavert að Claire er látin sýna óþægilega Trump-takta og einræðistilburði í tilraunum sínum til þess að þagga niður í fjölmiðlum og fyrirlitningu á stjórnskipan og lýðræðislegum ferlum. Á meðan femínísk bylting Claire virðist á yfirborðinu ægilega jákvætt skref í afþreyingarmenningunni þá eru skilaboðin í undirtextanum skýr: Kjósið konu í Hvíta húsið og heimsendir er handan við hornið. Burtséð frá þessu öllu þá eiga konurnar samt sviðið og samskipti þeirra og köld ráð gera heilmikið fyrir plottið. Diane Lane er bráðskemmtileg og skæð í hlutverki Annette Shepherd, moldríkrar æskuvinkonu Claire, sem svífst einskis og lítur á þingmenn og forseta eins og hverja aðra fjárfestingu.Stamper stendur fyrir sínu Lars Mikkelsen, stóri bróðir Mads, er sem fyrr ískaldur og ógnandi í hlutverki Viktors Petrov, forseta Rússlands, sem á sér augljósa fyrirmynd í Pútín. Sá fláráður hefur óþægilega marga bandaríska þræði í höndum sér þótt Claire sé að sjálfsögðu ekki sama gólftuskan í samskiptum þeirra og Trump gagnvart Pútín. Dough Stamper, skutilsveinn Francis frá upphafi, er fyrir utan Underwood-hjónin hættulegasta persóna þáttanna. Trúr Francis hefur hann framið ótrúleg illvirki fyrir sinn mann og stendur enn vörð um hann þótt hann sé dauður. Michael Kelly er frábær í túlkun sinni á Dough sem er skuggalega óstöðugur þótt hann sé yfirleitt ískaldur og yfirvegaður. Hann stendur fyllilega fyrir sínu sem staðgengill Franks í þessum næstum óþarfa lokakafla. Átökin og undirliggjandi hatrið í sambandi Dough og Claire er í raun eini alvöru spennuvaldurinn í þessum lokakafla og það vegur nú bara ansi þungt, sérstaklega þegar þessar varasömu persónur lifna við í meðförum jafn frábærra leikara og Wright og Kelly.House of Cards fjarar út í hálfgerðri ládeyðu sem skrifast síður en svo eingöngu á æpandi fjarveru Kevins Spacey. Þau sem eftir standa skila sínu sem fyrr með miklum sóma en það var komin þreyta í þetta áður en Spacey var rekinn og í raun hefði verið sjálfsagt að drepa þættina um leið og feril aðalleikarans.
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Menning Netflix Mest lesið Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Lífið Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lífið Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Lífið Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Lífið Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Lífið Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Lífið Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Lífið Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Lífið Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Lífið Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Lífið Fleiri fréttir The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira