Viðskipti innlent

Neytendasamtökin skora á bankana að lækka þjónustugjöld tafarlaust

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Greint var frá því í gær að þjónustugjöld stærstu bankanna þriggja hafi hækkað töluvert á undanförnum árum.
Greint var frá því í gær að þjónustugjöld stærstu bankanna þriggja hafi hækkað töluvert á undanförnum árum. Vísir
Stjórn Neytendasamtakanna skorar á Arion banka, Íslandsbanka og Landsbanka að lækka tafarlaust gjaldskrár sínar. Þá lýsa samtökin furðu sinni á hækkunum á þjónustugjöldum, langt umfram verðlagsþróun.

Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, skrifar undir yfirlýsinguna.Skjáskot/Stöð 2
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Neytendasamtökunum sem send var út seint í gærkvöldi. Í yfirlýsingu skora samtökin jafnframt á bankana að einfalda gjaldskrárnar.

„Það er ótækt að velta sífelt meiri kostnaði á herðar neytenda. Þá skorar stjórn Neytendasamtakanna á bankana að auka gagnsæi og einfalda gjaldskrár sínar svo neytendur geti með góðu móti borið saman kjörin sem bjóðast.“

Greint var frá því í gær að þjónustugjöld stærstu bankanna þriggja hafi hækkað töluvert á undanförnum árum. Vísað var í úttekt verðlagseftirlitsins á verðskrám bankanna síðustu þrjú ár en samkvæmt henni hefur bankakostnaður hækkað um 11% og kostnaður við greiðslukort hækkað um 19%, langt umfram vísitölu neysluverðs. Á sama tíma hafi þjónusta bankanna verið skert með fækkun útibúa og starfsmanna.

Yfirlýsing Neytendasamtakanna í heild:

Stjórn Neytendasamtakanna furðar sig á hækkunum langt umfram verðlag sem koma fram í úttekt ASÍ á þjónustugjöldum bankanna og skorar á Arion banka, Íslandsbanka og Landsbanka að lækka tafarlaust gjaldskrár sínar. Það er ótækt að velta sífelt meiri kostnaði á herðar neytenda. Þá skorar stjórn Neytendasamtakanna á bankana að auka gagnsæi og einfalda gjaldskrár sínar svo neytendur geti með góðu móti borið saman kjörin sem bjóðast.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×