Tímamótarafmagnsbíll Finnur Thorlacius skrifar 15. nóvember 2018 22:00 Það setur skemmtilegan stíl á bílinn að í boði eru þrír þaklitir og sjö litir á ytra byrði, eða alls 21 litamöguleiki og hver og einn ætti því að geta fundið sína draumalitaútfærslu. HYUNDAI KONA ELECTRIC ● Rafmagnsmótorar ● 204 Hestöfl ● Framhjóladrif ● 64 KWH rafhlöður Eyðsla frá: 0,01 l/100 km í bl. akstri Mengun: 0 g/km CO2 Hröðun: 7,6 sek. í 100 km hraða Hámarkshraði: 167 km/klst. Verð frá: 5.190.000 m.kr. Umboð: BLKostir: ● Aksturseiginleikar ● Afl ● Drægi ● VerðGallar: ● Ytra útlit ● Ekki mikið farangursrými Fyrstu eintökin af rafmagnsbílnum Hyundai Kona Electric eru komin til landsins og má víst telja að því hafi verið fagnað víða. Það er nefnilega býsna langur biðlisti eftir þessum langdræga borgarjepplingi. Hyundai segir að þessi bíll sé fyrsti rafknúni smájeppinn sem boðinn er í Evrópu, en einmitt í fleiri löndum álfunnar er biðlisti eftir bílnum. Kona Electric er með ári magnað drægi, eða allt að 482 km samkvæmt WLTP-prófunum. Hyundai Kona Electric var reynsluekið í síðustu viku og þar sannaðist þetta mikla drægi og það sem meira er, það drægi sem lesa má hverju sinni í mælaborði bílsins stenst. Í mjög mörgum rafmagnsbílum stenst það drægi sem uppgefið er í stjórntækjum bílanna engan veginn og tæmist stundum helmingi hraðar en uppgefið er. Í reynsluakstri Kona var um magnaða nákvæmni að ræða í uppgefinni drægistölu og kílómetrarnir sem eftir voru af hleðslunni stóðust með svo mikilli nákvæmni að ekki munaði einum kílómetra. Greinarritari hefur ekki ekið rafmagnsbíl með viðlíka drægi og þessi bíll hefur, nema í formi Tesla bíla sem eru miklu dýrari. Sá tími virðist því hreinlega liðinn að gefa þurfi annan handlegginn til að eignast rafmagnsbíl með gríðarmikið drægi.Snotur innrétting og hlaðin búnaði.Algerlega frábær akstursbíll Ytra útlit Hyundai Kona gerir nákvæmlega ekkert fyrir þann sem þetta ritar, en það er nánast það eina sem hægt er að setja út á þennan magnaða bíl. Það setur þó skemmtilegan stíl á bílinn að í boði eru þrír þaklitir og sjö litir á ytra byrði, eða alls 21 litamöguleiki og hver og einn ætti því að geta fundið sína draumalitaútfærslu. Hyundai segir að bíllinn sé straumlínulaga og kljúfi loftið vel, en er hreinlega hægt að segja slíkt um bíl sem hannaður er sem jepplingur og er því æði hár í loftinu? Þetta virðist þó hvorki koma niður á mögnuðu dræginu né frábærum aksturseiginleikum bílsins. Frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu var bros á undirrituðum við akstur þessa bíls og er hann langtum betri en villtustu draumar gáfu tilefni til að ætla. Ef þessi bíll sannar ekki að rafmagnsbílar geta verið frábærir akstursbílar þá skulu menn bara prófa hann. Það skal fullyrt að það er hrein upplifun að aka þessum frábæra bíl og fáir bílar hafa komið greinarritara eins mikið á óvart. Bíllinn liggur eins og klessa á veginum og þar sem stór hluti þyngdar hans, í formi rafhlaðanna, liggur lágt í bílnum er þyngdarpunkturinn afar lágur. Fyrir vikið má henda bílnum fyrir horn áreynslulaust og rásfestan alveg til fyrirmyndar. Mikill orkubolti Fæstir jepplingar sem kaupa má hendast í hundraðið á 7,6 sekúndum, en það gerir hann þessi og tilfinningin er reyndar sú að hann sé enn þá sneggri. Hrein upplifun er að setja bílinn í sport-mode og gefa honum inn. Upptakið er hreinlega fyndið, en ef bílnum er eingöngu ekið þannig minnkar drægið hraðar. Alveg nóg, þótt ótrúlegt það hljómi, er að hafa stillinguna á eco, en samt sem áður er nægilegt afl til staðar, enda er bíllinn heil 204 hestöfl. Fyrir vikið skiptir það litlu máli að þyngd bílsins er 1.685 til 1.743 kíló, eftir búnaði, fyrir því finnst ekki með allt þetta afl. Bíllinn er með mjög stórum rafhlöðum, eða 64 kWh, og verður það að teljast mikið fyrir ekki stærri bíl og skýrir út hve langt þessi bíll kemst fullhlaðinn. Það tekur 9 klukkutíma og 35 mínútur að fullhlaða bílinn með hefðbundinni hleðslu en með 50 kW hleðslustöð tekur það aðeins um 75 mínútur og aðeins 54 mínútur með 100 kW hleðslustöð. Allþokkalegt flutningsrými, frá 332 l upp í 1.114 l.Mjög vel búinn bíll Hyundai Kona Electric er mjög vel útbúinn bíll og laglegur að innan. Eins og flestir Hyundai-bílar virðist hann vel smíðaður og ekki skaðar 8 tommu aðgerðaskjárinn og „headup display“ í dýrustu útgáfu hans sem varpar helstu upplýsingum upp á framrúðuna. Það sem kom þó skemmtilegast á óvart var frábært Krell-hljóðkerfi bílsins með frábærum hljómi. Svona góðu hljóðkerfi á maður bara að venjast í miklu dýrari bílum og þess var sannarlega notið. Rafstillanleg sæti og hiti í stýri kom líka á óvart og bíllinn er með Apple CarPlay og Android Auto. LED-aðalljós, endalausir öryggisloftpúðar, blindpunktsviðvörun, smart cruise stilling, árekstravari að framan, akreinaskiptivari og ótal annar tæknibúnaður bílsins kemur einnig á óvart. Farangursrými er þokkalegt, eða 332 lítrar sem stækkar í 1.114 lítra með aftursætin niðri. Svo þola þakbogarnir 80 kílóa farm svo hægt er að setja vænt tengdamömmubox á þakið og auka mjög flutningsgetuna. Þá eru geymsluhólfin í bílnum líka mörg og stór. Tilkoma Hyundai Kona Electric markar hreinlega tímamót í flóru góðra rafmagnsbíla og verður að teljast einn vænsti kosturinn í því sívaxandi úrvali. Vel má nefna aðra frábæra rafmagnsbíla sem eru að koma á markaðinn eins og Jaguar I-Pace og Audi e-tron, en þessi er talsvert ódýrari með álíka drægi og fullt eins mikið notagildi. Í einu orði sagt magnaður bíll. Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður
HYUNDAI KONA ELECTRIC ● Rafmagnsmótorar ● 204 Hestöfl ● Framhjóladrif ● 64 KWH rafhlöður Eyðsla frá: 0,01 l/100 km í bl. akstri Mengun: 0 g/km CO2 Hröðun: 7,6 sek. í 100 km hraða Hámarkshraði: 167 km/klst. Verð frá: 5.190.000 m.kr. Umboð: BLKostir: ● Aksturseiginleikar ● Afl ● Drægi ● VerðGallar: ● Ytra útlit ● Ekki mikið farangursrými Fyrstu eintökin af rafmagnsbílnum Hyundai Kona Electric eru komin til landsins og má víst telja að því hafi verið fagnað víða. Það er nefnilega býsna langur biðlisti eftir þessum langdræga borgarjepplingi. Hyundai segir að þessi bíll sé fyrsti rafknúni smájeppinn sem boðinn er í Evrópu, en einmitt í fleiri löndum álfunnar er biðlisti eftir bílnum. Kona Electric er með ári magnað drægi, eða allt að 482 km samkvæmt WLTP-prófunum. Hyundai Kona Electric var reynsluekið í síðustu viku og þar sannaðist þetta mikla drægi og það sem meira er, það drægi sem lesa má hverju sinni í mælaborði bílsins stenst. Í mjög mörgum rafmagnsbílum stenst það drægi sem uppgefið er í stjórntækjum bílanna engan veginn og tæmist stundum helmingi hraðar en uppgefið er. Í reynsluakstri Kona var um magnaða nákvæmni að ræða í uppgefinni drægistölu og kílómetrarnir sem eftir voru af hleðslunni stóðust með svo mikilli nákvæmni að ekki munaði einum kílómetra. Greinarritari hefur ekki ekið rafmagnsbíl með viðlíka drægi og þessi bíll hefur, nema í formi Tesla bíla sem eru miklu dýrari. Sá tími virðist því hreinlega liðinn að gefa þurfi annan handlegginn til að eignast rafmagnsbíl með gríðarmikið drægi.Snotur innrétting og hlaðin búnaði.Algerlega frábær akstursbíll Ytra útlit Hyundai Kona gerir nákvæmlega ekkert fyrir þann sem þetta ritar, en það er nánast það eina sem hægt er að setja út á þennan magnaða bíl. Það setur þó skemmtilegan stíl á bílinn að í boði eru þrír þaklitir og sjö litir á ytra byrði, eða alls 21 litamöguleiki og hver og einn ætti því að geta fundið sína draumalitaútfærslu. Hyundai segir að bíllinn sé straumlínulaga og kljúfi loftið vel, en er hreinlega hægt að segja slíkt um bíl sem hannaður er sem jepplingur og er því æði hár í loftinu? Þetta virðist þó hvorki koma niður á mögnuðu dræginu né frábærum aksturseiginleikum bílsins. Frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu var bros á undirrituðum við akstur þessa bíls og er hann langtum betri en villtustu draumar gáfu tilefni til að ætla. Ef þessi bíll sannar ekki að rafmagnsbílar geta verið frábærir akstursbílar þá skulu menn bara prófa hann. Það skal fullyrt að það er hrein upplifun að aka þessum frábæra bíl og fáir bílar hafa komið greinarritara eins mikið á óvart. Bíllinn liggur eins og klessa á veginum og þar sem stór hluti þyngdar hans, í formi rafhlaðanna, liggur lágt í bílnum er þyngdarpunkturinn afar lágur. Fyrir vikið má henda bílnum fyrir horn áreynslulaust og rásfestan alveg til fyrirmyndar. Mikill orkubolti Fæstir jepplingar sem kaupa má hendast í hundraðið á 7,6 sekúndum, en það gerir hann þessi og tilfinningin er reyndar sú að hann sé enn þá sneggri. Hrein upplifun er að setja bílinn í sport-mode og gefa honum inn. Upptakið er hreinlega fyndið, en ef bílnum er eingöngu ekið þannig minnkar drægið hraðar. Alveg nóg, þótt ótrúlegt það hljómi, er að hafa stillinguna á eco, en samt sem áður er nægilegt afl til staðar, enda er bíllinn heil 204 hestöfl. Fyrir vikið skiptir það litlu máli að þyngd bílsins er 1.685 til 1.743 kíló, eftir búnaði, fyrir því finnst ekki með allt þetta afl. Bíllinn er með mjög stórum rafhlöðum, eða 64 kWh, og verður það að teljast mikið fyrir ekki stærri bíl og skýrir út hve langt þessi bíll kemst fullhlaðinn. Það tekur 9 klukkutíma og 35 mínútur að fullhlaða bílinn með hefðbundinni hleðslu en með 50 kW hleðslustöð tekur það aðeins um 75 mínútur og aðeins 54 mínútur með 100 kW hleðslustöð. Allþokkalegt flutningsrými, frá 332 l upp í 1.114 l.Mjög vel búinn bíll Hyundai Kona Electric er mjög vel útbúinn bíll og laglegur að innan. Eins og flestir Hyundai-bílar virðist hann vel smíðaður og ekki skaðar 8 tommu aðgerðaskjárinn og „headup display“ í dýrustu útgáfu hans sem varpar helstu upplýsingum upp á framrúðuna. Það sem kom þó skemmtilegast á óvart var frábært Krell-hljóðkerfi bílsins með frábærum hljómi. Svona góðu hljóðkerfi á maður bara að venjast í miklu dýrari bílum og þess var sannarlega notið. Rafstillanleg sæti og hiti í stýri kom líka á óvart og bíllinn er með Apple CarPlay og Android Auto. LED-aðalljós, endalausir öryggisloftpúðar, blindpunktsviðvörun, smart cruise stilling, árekstravari að framan, akreinaskiptivari og ótal annar tæknibúnaður bílsins kemur einnig á óvart. Farangursrými er þokkalegt, eða 332 lítrar sem stækkar í 1.114 lítra með aftursætin niðri. Svo þola þakbogarnir 80 kílóa farm svo hægt er að setja vænt tengdamömmubox á þakið og auka mjög flutningsgetuna. Þá eru geymsluhólfin í bílnum líka mörg og stór. Tilkoma Hyundai Kona Electric markar hreinlega tímamót í flóru góðra rafmagnsbíla og verður að teljast einn vænsti kosturinn í því sívaxandi úrvali. Vel má nefna aðra frábæra rafmagnsbíla sem eru að koma á markaðinn eins og Jaguar I-Pace og Audi e-tron, en þessi er talsvert ódýrari með álíka drægi og fullt eins mikið notagildi. Í einu orði sagt magnaður bíll.
Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður