Tónlist

Föstudagsplaylisti mt. fujitive

Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar
Magnús Valur Willemsson Verheul er ekki nafn sem margir þekkja, en tónlist hans hljómar þó í eyrum milljóna. Fyrir stuttu var því slegið upp að hann væri vinsælli en Sigur rós á Spotify, ef horft væri til fjölda mánaðarlegra hlustenda.

Þó Sigur rós hafi tekið fram úr honum aftur er þetta gríðarleg áhlustun, en lög hans má finna á fjölda „lo-fi“-takta lagalista sem streymisveitan setur sjálf saman.

Föstudagslistinn sem Magnús setti saman fyrir Vísi undir titlinum „Friður á föstudegi“ er í takt við tónlist hans, og samkvæmt honum er þetta „í raun bara listi af taktsmiðum sem eru vinir og idols.“

Á döfinni hjá Magnúsi er lítið annað en að hann er að vinna hægt og rólega að nýrri plötu sem kemur út snemma á næsta ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.