Englendingar í undanúrslit eftir sigur á Króötum | Króatía fellur ásamt Íslandi í B-deildina Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar 18. nóvember 2018 00:01 Kane í þann mund að skora sigurmarkið vísir/getty Englendingar sigruðu Króata í úrslitaleik um efsta sætið í riðli fjögur í A-deild Þjóðadeildarinnar. Með sigrinum eru Englendingar komnir í undanúrslit keppninnar en Króatía fellur með Íslendingum í B-deildina. Mikil spenna var fyrir leikinn en öll þrjú lið riðilsins gátu komist í undanúrslit. Sigurliðið í þessum leik gat tryggt sér sæti í undanúrslitum en hefði leikurinn endað með jafntefli hefðu það verið Spánverjar sem hefðu endað efstir í riðlinum. Englendingar voru töluvert betri en Króatar á Wembley í dag en það voru hins vegar Króatar sem skoruðu fyrsta markið en það gerði Andrej Kramaric. Það var ekki fyrr en á 78. mínút sem Englendingar jöfnuðu leikinn en það gerði Jesse Lingard en íslenskur bragur var á markinu. Joe Gomez tók þá langt innkast og Harry Kane náði að leggja boltann fyrir á Lingard sem potaði boltanum yfir marklínuna. Það var svo Kane sjálfur sem skoraði sigurmarkið eftir aukaspyrnu Ben Chilwell. Spyrna hans fór fram hjá öllum varnarmönnum Króata og var það Kane sem var fyrstur að átta sig, renndi sér í boltann og inn fór hann. 2-1 sigur Englands staðreynd á Króatíu og eru það því Englendingar sem fara í undanúrslit Þjóðadeildarinnar en undanúrslitin verða leikin í Portúgal næsta sumar. Króatar falla með Íslendingum niður í B-deild Þjóðadeildarinnar. Þjóðadeild UEFA
Englendingar sigruðu Króata í úrslitaleik um efsta sætið í riðli fjögur í A-deild Þjóðadeildarinnar. Með sigrinum eru Englendingar komnir í undanúrslit keppninnar en Króatía fellur með Íslendingum í B-deildina. Mikil spenna var fyrir leikinn en öll þrjú lið riðilsins gátu komist í undanúrslit. Sigurliðið í þessum leik gat tryggt sér sæti í undanúrslitum en hefði leikurinn endað með jafntefli hefðu það verið Spánverjar sem hefðu endað efstir í riðlinum. Englendingar voru töluvert betri en Króatar á Wembley í dag en það voru hins vegar Króatar sem skoruðu fyrsta markið en það gerði Andrej Kramaric. Það var ekki fyrr en á 78. mínút sem Englendingar jöfnuðu leikinn en það gerði Jesse Lingard en íslenskur bragur var á markinu. Joe Gomez tók þá langt innkast og Harry Kane náði að leggja boltann fyrir á Lingard sem potaði boltanum yfir marklínuna. Það var svo Kane sjálfur sem skoraði sigurmarkið eftir aukaspyrnu Ben Chilwell. Spyrna hans fór fram hjá öllum varnarmönnum Króata og var það Kane sem var fyrstur að átta sig, renndi sér í boltann og inn fór hann. 2-1 sigur Englands staðreynd á Króatíu og eru það því Englendingar sem fara í undanúrslit Þjóðadeildarinnar en undanúrslitin verða leikin í Portúgal næsta sumar. Króatar falla með Íslendingum niður í B-deild Þjóðadeildarinnar.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti