Lífið

Barði í Bang Gang orðinn að styttu

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Hér má sjá styttuna af Barða.
Hér má sjá styttuna af Barða. Vísir/Laufey Soffía
Stytta af tónlistarmanninum Barða Jóhannssyni, oft kenndum við Bang Gang, var afhjúpuð á Rokksafni Íslands í Hljómahöll í Reykjanesbæ í dag.

Styttan var afhjúpuð í tilefni af afmælisári þriggja platna Bang Gang en platan Ghosts from the Past er tíu ára, platan Something Wrong er fimmtán ára og platan You er tuttugu ára. Styttan var upphaflega framleidd og sýnd í Triennale hönnunarsafninu í Milano á Ítalíu.

Þá var boðið til veislu á safninu í kvöld í tilefni afmælis platna sveitarinnar þar sem Bang Gang tróð upp. Tæp tvö ár eru síðan sveitin lék síðast listir sínar hér á landi.



 
 
 
View this post on Instagram
Barði & Barði & Barði as dog

A post shared by Laufey Soffía (@kisicool) on Nov 16, 2018 at 12:40pm PST






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.