Bandarískur stórleikari mætti óvænt í 80s-partí í ÍR-heimilinu Birgir Olgeirsson skrifar 19. nóvember 2018 13:30 Kristófer Davíð Traustason, fyrirliði Léttis, ásamt Ezra Miller. Vísir/Aníta Guðlaug Hollywood-stjarnan Ezra Miller gerði sér lítið fyrir og mætti í 80´s-partí knattspyrnufélagsins Léttis í ÍR-heimilinu í Breiðholti síðastliðið laugardagskvöld. Partíið var við það að klárast þegar leikarinn mætti með Íslendingum sem hann þekkir til og hafa tengingu við Kex-hostel í miðbæ Reykjavíkur. Reynir Haraldsson, leikmaður Léttis, var í partíinu og fékk að taka nokkrar myndir með Miller og ber honum vel söguna. „Þetta er bara gaur sem fúnkerar út um allt. Hann er viðkunnanlegur og maður sá á honum að hann hefur gaman að því að vera til. Það var ekkert vesen á honum, það voru bara við sem vorum með vesenið með því að stara á hann,“ segir Reynir. Leikarinn Ezra Miller.Vísir/Getty Hann segir að þeir sem skipulögðu teitið hefðu verið farnir að huga að frágangi þegar leikarinn gekk inn og færðist þá heldur betur fjör í leikinn, sem varði þó ekki lengi. Miller er 26 ára gamall en hann náði að fanga athygli kvikmyndaunnenda með frammistöðu sinni í sálfræðitryllinum We Need To Talk About Kevin sem kom út árið 2011. Hann hefur einnig leikið í myndunum á borð við The Stanford Prison Experiment og gamanmyndinni Trainwreck. Hans stærstu hlutverk eru þó vafalaust í Fantastic Beasts-myndunum og sem Barry Allen, eða The Flash, í Justice League. View this post on Instagram Það að Hollywood leikarinn Ezra Miller (The Flash) hafi mætt í 80’s partý Léttis í ÍR-heimilinu er það skrýtnasta í heiminum. The Perks Of Being A Léttismaður. #lettir80 A post shared by Reynir Haraldsson (@reynirharalds) on Nov 18, 2018 at 4:16am PST Íslandsvinir Mál Ezra Miller Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Sjá meira
Hollywood-stjarnan Ezra Miller gerði sér lítið fyrir og mætti í 80´s-partí knattspyrnufélagsins Léttis í ÍR-heimilinu í Breiðholti síðastliðið laugardagskvöld. Partíið var við það að klárast þegar leikarinn mætti með Íslendingum sem hann þekkir til og hafa tengingu við Kex-hostel í miðbæ Reykjavíkur. Reynir Haraldsson, leikmaður Léttis, var í partíinu og fékk að taka nokkrar myndir með Miller og ber honum vel söguna. „Þetta er bara gaur sem fúnkerar út um allt. Hann er viðkunnanlegur og maður sá á honum að hann hefur gaman að því að vera til. Það var ekkert vesen á honum, það voru bara við sem vorum með vesenið með því að stara á hann,“ segir Reynir. Leikarinn Ezra Miller.Vísir/Getty Hann segir að þeir sem skipulögðu teitið hefðu verið farnir að huga að frágangi þegar leikarinn gekk inn og færðist þá heldur betur fjör í leikinn, sem varði þó ekki lengi. Miller er 26 ára gamall en hann náði að fanga athygli kvikmyndaunnenda með frammistöðu sinni í sálfræðitryllinum We Need To Talk About Kevin sem kom út árið 2011. Hann hefur einnig leikið í myndunum á borð við The Stanford Prison Experiment og gamanmyndinni Trainwreck. Hans stærstu hlutverk eru þó vafalaust í Fantastic Beasts-myndunum og sem Barry Allen, eða The Flash, í Justice League. View this post on Instagram Það að Hollywood leikarinn Ezra Miller (The Flash) hafi mætt í 80’s partý Léttis í ÍR-heimilinu er það skrýtnasta í heiminum. The Perks Of Being A Léttismaður. #lettir80 A post shared by Reynir Haraldsson (@reynirharalds) on Nov 18, 2018 at 4:16am PST
Íslandsvinir Mál Ezra Miller Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Sjá meira