Lífið samstarf

Einfaldar skipulagsvörur

Prentsmidur.is kynnir
Stílhreinar skipulagsvörur eftir Lilju Rut Benediktsdóttur hafa fengið frábærar viðtökur.
Stílhreinar skipulagsvörur eftir Lilju Rut Benediktsdóttur hafa fengið frábærar viðtökur. Lilja Rut
Lilja Rut Benediktsdóttir hannar og selur skipulagsvörur fyrir heimilið, vinnustaðinn og hvar sem koma þarf reglu á hlutina. Lilja er prentsmiður að mennt og heldur úti vefversluninni prentsmidur.is.

„Ég hannaði fyrstu vöruna fyrir þremur árum en svo lá hún lengi ofan í skúffu. Þegar ég gaf mér loks tíma til að prófa að selja á Facebook, gekk svo vel að ég hætti í vinnunni og snéri mér alfarið að þessu,“ segir Lilja Rut.

Lilja Rut Benediktsdóttir er prentsmiður að mennt og hannar og selur skipulagsvörur fyrir heimilið. Hún heldur úti vefversluninni prentsmidur.is og rekur Punt og prent í Glæsibæ.Vilhelm
Fyrsta varan var segull á ísskáp þar sem hægt er að skrifa inn viðburði, matseðil o.fl. Fljótlega bættust við fleiri tegundir af seglum, dagatöl, skipulagsplön í ramma, umbunakerfi fyrir krakka og ýmislegt fleira. Vörur Lilju eru stílhreinar og hafa fengið frábærar viðtökur.

„Þetta gengur mjög vel. Einfaldleikinn virðist falla vel í kramið hjá stórum hópi fólks,“ segir Lilja. Skipulagsvörurnar koma í ýmsum stærðum og gerðum, og þá tekur Lilja einnig að sér sérpantanir.

„Oft vilja viðskiptavinir fá nöfnin á fjölskyldumeðlimum inn á skipulagið. Hjá fyrirtækjum er svo vinsælt að vera með stórt skipulag, til dæmis 70x100 cm. í ramma. Ég er stöðugt að þróa nýjar vörur og mun meðal annars hefja sölu á skipulags-dagbók um miðjan nóvember.“

Punt og prent í Glæsibæ

Vefverslunin prentsmidur.is vatt hratt upp á sig og í apríl á þessu ári opnaði Lilja Rut verslunina Punt og prent, í Glæsibæ, þar sem hún selur eigin vörur auk heimilis- og gjafavöru eftir íslenska hönnuði. Verslunin er opin virka daga milli klukkan 13 og 17.

„Íslendingar nýta vefverslun mjög mikið en ég fann að margir vilja skoða vörurnar. Ég stofnaði því Punt og prent og hafði samband við nokkra íslenska hönnuði og bauð þeim með. Nú er ég með vörur eftir 16 íslenska hönnuði í versluninni,“ segir Lilja og bætir við að hún taki einnig þátt í sýningum og mörkuðum vefverslana til að kynna vöruúrvalið.

Handverk og hönnun í Ráðhúsinu

Prentsmiður verður á sýningu Handverks og hönnunar í Ráðhúsinu dagana 22. til 26. nóvember og helgina eftir, dagana 1. og 2. desember, á jólamarkaði netverslana í Víkingsheimilinu.

Nánar má kynna sér vörurnar á prentsmidur.is og þá er Punt og prent á facebook.

Þessi kynning er unnin í samstarfi við Prentsmidur.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.