Nostalgísk stemning í öndvegi á 20 ára afmæli Iceland Airwaves Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. nóvember 2018 20:43 Í vikunni fagna aðstandendur hátíðarinnar tuttugu ára afmæli hennar. Af því tilefni hefur verið ákveðið að hátíðin verði með örlítið breyttu sniði í ár til að votta upphafsárum hátíðarinnar virðingu. Timothée Lambrecq/Ómar Smith Opinn hugur og mátulegt skipulag er gott veganesti fyrir Iceland Airwaves tónlistarhátíðina sem hefst formlega á morgun að mati Önnu Ásthildar Thorsteinsson, kynningarstjóra hátíðarinnar. Í vikunni fagna aðstandendur hátíðarinnar tuttugu ára afmæli hennar. Af því tilefni hefur verið ákveðið að hátíðin verði með örlítið breyttu sniði í ár til að votta upphafsárum hátíðarinnar virðingu.Nostalgísk stemning Á fyrstu árum Iceland Airwaves var áhersla lögð á að gestir hátíðarinnar ættu að geta uppgötvað sem mest af nýrri tónlist með því að rölta á milli smærri tónleikastaða og láta koma sér skemmtilega á óvart. Síðustu ár hefur það færst í aukana að tónleikahaldið hafi færst yfir í tónleika-og ráðstefnuhúsinu Hörpu en sumir hafa saknað hugmyndafræðinnar sem var í forgrunni á upphafsárum hátíðarinnar og þykir heillandi að rölta á milli skemmtistaða og láta koma sér á óvart. Anna Ásthildur segir að í ár verði aðeins notast við einn sal í Hörpu, Flóa, til að ýta undir hina „nostalgísku stemningu“ á meðal tryggra hátíðargesta Iceland Airwaves á tuttugu ára afmæli hátíðarinnar. Nýir rekstraraðilar og nýjar áherslur Þetta er þó ekki það eina sem verður með breyttu sniði í ár því þetta er í fyrsta sinn sem Sena Live sér um rekstur hátíðarinnar en viðburðarfyrirtækið tók yfir rekstur hátíðarinnar í byrjun árs. Anna Ásthildur segir að með nýjum aðilum komi nýjar og ferskar áherslur en bætir þó við að hátíðargestir þurfi ekki að kvíða því að um umfangsmiklar breytingar verði að ræða.Tónlistarhátíðin hefur frá upphafi verið mikilvægur stökkpalllur fyrir íslenskt tónlistarfólk.Alexander MatukhnoUmfangsminni hliðardagskrá Það sem helst verði öðruvísi er að svokölluð Off-venue dagskrá, hliðardagskrá hátíðarinnar, verður umfangsminni en undanfarin ár auk þess sem nýir viðburðir innan hátíðarinnar verði kynntir til sögunnar eins og jóga „reif“, sundteiti í Sundhöll Reykjavíkur og hljóðritun tónleika á vínyl plötur. Anna Ásthildur segir að hátíðin hafi ekki breyst neitt svakalega mikið síðan hún hóf göngu sína, aðalmarkmiðið sé enn þá að vera stökkpallur fyrir íslenskt tónlistarfólk, en það sem hafi aftur á móti breyst á þessum tíma sé rekstrarumhverfi tónlistargeirans. Fleiri tónlistarhátíðir eru haldnar á Íslandi og fólk nálgast tónlist með allt öðrum hætti en það gerði fyrir tveimur áratugum með hjálp veraldarvefsins. Stífar æfingar fyrir uppskeruhátíð Fjölmargir erlendir tónlistarblaðamenn sækja hátíðina á hverju ári og gera íslensku tónlistarsenunni góð skil. Anna Ásthildur segir að undanfarið hafi íslenskt tónlistarfólk æft stíft fyrir þessa uppskeruhátíð sem hátíðin sannarlega er. Sjálf segist Anna Ásthildur vera spenntust að sjá Emmsjé gauta, Between Mountains og Ólaf Arnalds, að öðrum ólöstuðum. Hún mælir með því að tónleikagestir mæti á hátíðina með opnum hug til að uppgötva nýja tónlist. Varhugavert sé að skipuleggja sig um of en bætir við að Iceland Airwaves smáforritið sé gott til að halda utan um „hóflegt“ skipulag. Ennþá eru til eitthvað af miðum en rúmlega 240 hljómsveitir frá tæplega 40 þjóðlöndum spila á hátíðinni. Airwaves Tengdar fréttir Iceland Airwaves kynnir síðustu tuttugu atriði hátíðarinnar Íslenska tónlistarhátíðin Iceland Airwaves tilkynnti í dag síðustu tuttugu atriðin sem koma fram á Iceland Airwaves og sérstaka 20 ára afmælistónleika hátíðarinnar. 4. október 2018 16:30 Icelandair í viðræðum við Senu Live um að taka yfir Iceland Airwaves Rekstur hátíðarinnar hefur verið þungur undanfarin ár. 9. febrúar 2018 16:18 Dagskráin á Airwaves með jafnt kynjahlutfall Iceland Airwaves hátíðin hefur í mörg ár verið sótt af jafnmörgum konum og körlum og í ár mun þetta endurspeglast á sviðinu; kynjahlutfall listamannanna sem spila og syngja á hátíðinni er jafnt. 17. júlí 2018 06:00 Endurskoða þarf Off venue-hluta Airwaves ef hátíðin á að lifa Segir að fólki hafi verið kennt að það þurfi ekki að borga sig inn á hátíðina til að sjá tónlistarmennina sem þar spila. 20. febrúar 2018 15:32 Gestir Iceland Airwaves hvattir til að passa upp á hver annan Nýleg bresk rannsókn leiddi í ljós að um 43% kvenkyns tónleikagesta hafa upplifað kynferðislegt áreiti á tónlistarhátíðum. 5. nóvember 2018 10:32 Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Skautasvellið opnað í tíunda sinn Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Opinn hugur og mátulegt skipulag er gott veganesti fyrir Iceland Airwaves tónlistarhátíðina sem hefst formlega á morgun að mati Önnu Ásthildar Thorsteinsson, kynningarstjóra hátíðarinnar. Í vikunni fagna aðstandendur hátíðarinnar tuttugu ára afmæli hennar. Af því tilefni hefur verið ákveðið að hátíðin verði með örlítið breyttu sniði í ár til að votta upphafsárum hátíðarinnar virðingu.Nostalgísk stemning Á fyrstu árum Iceland Airwaves var áhersla lögð á að gestir hátíðarinnar ættu að geta uppgötvað sem mest af nýrri tónlist með því að rölta á milli smærri tónleikastaða og láta koma sér skemmtilega á óvart. Síðustu ár hefur það færst í aukana að tónleikahaldið hafi færst yfir í tónleika-og ráðstefnuhúsinu Hörpu en sumir hafa saknað hugmyndafræðinnar sem var í forgrunni á upphafsárum hátíðarinnar og þykir heillandi að rölta á milli skemmtistaða og láta koma sér á óvart. Anna Ásthildur segir að í ár verði aðeins notast við einn sal í Hörpu, Flóa, til að ýta undir hina „nostalgísku stemningu“ á meðal tryggra hátíðargesta Iceland Airwaves á tuttugu ára afmæli hátíðarinnar. Nýir rekstraraðilar og nýjar áherslur Þetta er þó ekki það eina sem verður með breyttu sniði í ár því þetta er í fyrsta sinn sem Sena Live sér um rekstur hátíðarinnar en viðburðarfyrirtækið tók yfir rekstur hátíðarinnar í byrjun árs. Anna Ásthildur segir að með nýjum aðilum komi nýjar og ferskar áherslur en bætir þó við að hátíðargestir þurfi ekki að kvíða því að um umfangsmiklar breytingar verði að ræða.Tónlistarhátíðin hefur frá upphafi verið mikilvægur stökkpalllur fyrir íslenskt tónlistarfólk.Alexander MatukhnoUmfangsminni hliðardagskrá Það sem helst verði öðruvísi er að svokölluð Off-venue dagskrá, hliðardagskrá hátíðarinnar, verður umfangsminni en undanfarin ár auk þess sem nýir viðburðir innan hátíðarinnar verði kynntir til sögunnar eins og jóga „reif“, sundteiti í Sundhöll Reykjavíkur og hljóðritun tónleika á vínyl plötur. Anna Ásthildur segir að hátíðin hafi ekki breyst neitt svakalega mikið síðan hún hóf göngu sína, aðalmarkmiðið sé enn þá að vera stökkpallur fyrir íslenskt tónlistarfólk, en það sem hafi aftur á móti breyst á þessum tíma sé rekstrarumhverfi tónlistargeirans. Fleiri tónlistarhátíðir eru haldnar á Íslandi og fólk nálgast tónlist með allt öðrum hætti en það gerði fyrir tveimur áratugum með hjálp veraldarvefsins. Stífar æfingar fyrir uppskeruhátíð Fjölmargir erlendir tónlistarblaðamenn sækja hátíðina á hverju ári og gera íslensku tónlistarsenunni góð skil. Anna Ásthildur segir að undanfarið hafi íslenskt tónlistarfólk æft stíft fyrir þessa uppskeruhátíð sem hátíðin sannarlega er. Sjálf segist Anna Ásthildur vera spenntust að sjá Emmsjé gauta, Between Mountains og Ólaf Arnalds, að öðrum ólöstuðum. Hún mælir með því að tónleikagestir mæti á hátíðina með opnum hug til að uppgötva nýja tónlist. Varhugavert sé að skipuleggja sig um of en bætir við að Iceland Airwaves smáforritið sé gott til að halda utan um „hóflegt“ skipulag. Ennþá eru til eitthvað af miðum en rúmlega 240 hljómsveitir frá tæplega 40 þjóðlöndum spila á hátíðinni.
Airwaves Tengdar fréttir Iceland Airwaves kynnir síðustu tuttugu atriði hátíðarinnar Íslenska tónlistarhátíðin Iceland Airwaves tilkynnti í dag síðustu tuttugu atriðin sem koma fram á Iceland Airwaves og sérstaka 20 ára afmælistónleika hátíðarinnar. 4. október 2018 16:30 Icelandair í viðræðum við Senu Live um að taka yfir Iceland Airwaves Rekstur hátíðarinnar hefur verið þungur undanfarin ár. 9. febrúar 2018 16:18 Dagskráin á Airwaves með jafnt kynjahlutfall Iceland Airwaves hátíðin hefur í mörg ár verið sótt af jafnmörgum konum og körlum og í ár mun þetta endurspeglast á sviðinu; kynjahlutfall listamannanna sem spila og syngja á hátíðinni er jafnt. 17. júlí 2018 06:00 Endurskoða þarf Off venue-hluta Airwaves ef hátíðin á að lifa Segir að fólki hafi verið kennt að það þurfi ekki að borga sig inn á hátíðina til að sjá tónlistarmennina sem þar spila. 20. febrúar 2018 15:32 Gestir Iceland Airwaves hvattir til að passa upp á hver annan Nýleg bresk rannsókn leiddi í ljós að um 43% kvenkyns tónleikagesta hafa upplifað kynferðislegt áreiti á tónlistarhátíðum. 5. nóvember 2018 10:32 Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Skautasvellið opnað í tíunda sinn Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Iceland Airwaves kynnir síðustu tuttugu atriði hátíðarinnar Íslenska tónlistarhátíðin Iceland Airwaves tilkynnti í dag síðustu tuttugu atriðin sem koma fram á Iceland Airwaves og sérstaka 20 ára afmælistónleika hátíðarinnar. 4. október 2018 16:30
Icelandair í viðræðum við Senu Live um að taka yfir Iceland Airwaves Rekstur hátíðarinnar hefur verið þungur undanfarin ár. 9. febrúar 2018 16:18
Dagskráin á Airwaves með jafnt kynjahlutfall Iceland Airwaves hátíðin hefur í mörg ár verið sótt af jafnmörgum konum og körlum og í ár mun þetta endurspeglast á sviðinu; kynjahlutfall listamannanna sem spila og syngja á hátíðinni er jafnt. 17. júlí 2018 06:00
Endurskoða þarf Off venue-hluta Airwaves ef hátíðin á að lifa Segir að fólki hafi verið kennt að það þurfi ekki að borga sig inn á hátíðina til að sjá tónlistarmennina sem þar spila. 20. febrúar 2018 15:32
Gestir Iceland Airwaves hvattir til að passa upp á hver annan Nýleg bresk rannsókn leiddi í ljós að um 43% kvenkyns tónleikagesta hafa upplifað kynferðislegt áreiti á tónlistarhátíðum. 5. nóvember 2018 10:32