Borgin sátt við kostnaðinn við uppbygginguna á Hlemmi Heimir Már Pétursson skrifar 7. nóvember 2018 21:00 Kostnaður við breytingarnar á strætóstöðinni á Hlemmi í mathöll hækkaði um rúm 120 prósent frá frumáætlunum til endanlegs kostnaðar enda segir borgin húsið hafa þarfnast mikillar endurnýjunar. Faglega hafi verið staðið að því að finna út leiguverð til þeirra sem sjá um rekstur hússins. Mathöllin á Hlemmi var opnuð á Menningarnótt fyrir rúmu ári. En áður hafði verið auglýst eftir rekstraraðila og síðan valið úr þeim hópi sem sótti um. Rekstraraðilinn leigir síðan út aðstöðu til þeirra veitingastaða sem nú eru með aðstöðu í Mathöllinni.Sjá einnig: Borgin segir þrjá fasteignasala hafa metið leiguverð Hlemms Frumáætlun um endurbyggingu hússins hljóðaði upp á 107 milljónir en kostnaðurinn varð að lokum 236 milljónir. Óli Örn Eiríksson deildarstjóri atvinnuþróunar hjá borginni segir fjölda samverkandi þátta hafa aukið kostnaðinn við að breyta þessari 40 ára gömlu strætóstöð í mathöll sem standist allar nútímalegar kröfur. „Það var klárað og jafnvel þótt við bætum við kostnaði við torg endurgerð á þaki er þetta samt þannig að við erum komin með þessa glæsilegu mathöll fyrir fimm, sex hundruð þúsund krónur á fermetra,“ segir Óli Örn. Rekstrarfélag Sjávarklasans leigir Mathöllina á rétt rúma milljón á mánuði og hafa heyrst raddir um að sú leiga sé lág. Óli Örn segir Sjávarklasann hafa komið best út við mat á þeim sex aðilum sem sóttu um að reka Mathöllina. „Þegar þar að kemur fáum við þrjá fasteignasala til að meta hvert leiguverðið ætti að vera til að tryggja að það sé markaðsverð sem verið er að greiða,“ segir Óli Örn.Veitingastaðirnir greiða um sex milljónir í leigu Samkvæmt heimildum fréttastofu er meðalgrunngjald fyrir hvern bás um hálf milljón á mánuði. Auk þess fær Mathöllin ákveðið hlutfall af veltu hvers veitingastaðar fari hún yfir tiltekin viðmið og staðirnir greiða 100 þúsund króna gjald vegna þrifa, viðhalds og öryggisgæslu. Kostnaður hvers veitngastaðar er því að lágmarki um 600 þúsund krónur á mánuði. Tíu veitingastaðir eru á Hlemmi og má því ætla að rekstraraðilinn fái um sex milljónir króna á mánuði í leigutekjur en greiði sjálfur um milljón. „Hann rekur húsið. Sér um þrifin á húsinu, öryggisgæslu og að halda salernunum hreinum. Hiti og rafmagn, það fellur allt á þetta rekstrarfélag, Hlemmur mathöll,“ segir Óli Örn. Rekstur Mathallarinnar hafi reynst vel þótt þrír veitingastaðir hafi ákveðið að hætta þar. Reynslan frá öðrum löndum af sams konar rekstri sýni að það taki tíma að finna jafnvægi á milli leiguverðs og þeirra veitingastaða sem eru í mathöllum. Þegar er byrjað að vinna að skipulagi að nýju torgi austan við Hlemm mathöll, samkvæmt vinningstillögum í samkeppni um þróun þess svæðis. Þar geti jafnvel risið önnur mathöll þar sem lögð verði áhersla á ferskar vörur. Borgarstjórn Skipulag Tengdar fréttir Vilja að Samkeppniseftirlitið skoði samning borgarinnar við Hlemm Mathöll Félag atvinnurekenda, FA, hefur farið fram á að Samkeppniseftirlitið taki til skoðunar samning Reykjavíkurborgar við rekstraraðila Hlemms Mathallar ehf., með tilliti til þess hvort hann feli í sér opinberan styrk sem raski samkeppni á markaði. 6. nóvember 2018 21:06 Borgin segir þrjá fasteignasala hafa metið leiguverð Hlemms FA vill meina að leiguverðið sé of lágt og í raun opinber styrkur til aðila í samkeppnisrekstri. 7. nóvember 2018 16:49 Tillögu um óháða rannsókn á Hlemmi mathöll vísað frá Borgarstjórn samþykkti í gærkvöld að vísa frá tillögu Mið- flokksins um óháða rannsókn vegna framkvæmda við Hlemm Mathöll. Tólf voru fylgjandi frávísun, tíu mótfallnir en einn sat hjá. 17. október 2018 07:00 Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Kostnaður við breytingarnar á strætóstöðinni á Hlemmi í mathöll hækkaði um rúm 120 prósent frá frumáætlunum til endanlegs kostnaðar enda segir borgin húsið hafa þarfnast mikillar endurnýjunar. Faglega hafi verið staðið að því að finna út leiguverð til þeirra sem sjá um rekstur hússins. Mathöllin á Hlemmi var opnuð á Menningarnótt fyrir rúmu ári. En áður hafði verið auglýst eftir rekstraraðila og síðan valið úr þeim hópi sem sótti um. Rekstraraðilinn leigir síðan út aðstöðu til þeirra veitingastaða sem nú eru með aðstöðu í Mathöllinni.Sjá einnig: Borgin segir þrjá fasteignasala hafa metið leiguverð Hlemms Frumáætlun um endurbyggingu hússins hljóðaði upp á 107 milljónir en kostnaðurinn varð að lokum 236 milljónir. Óli Örn Eiríksson deildarstjóri atvinnuþróunar hjá borginni segir fjölda samverkandi þátta hafa aukið kostnaðinn við að breyta þessari 40 ára gömlu strætóstöð í mathöll sem standist allar nútímalegar kröfur. „Það var klárað og jafnvel þótt við bætum við kostnaði við torg endurgerð á þaki er þetta samt þannig að við erum komin með þessa glæsilegu mathöll fyrir fimm, sex hundruð þúsund krónur á fermetra,“ segir Óli Örn. Rekstrarfélag Sjávarklasans leigir Mathöllina á rétt rúma milljón á mánuði og hafa heyrst raddir um að sú leiga sé lág. Óli Örn segir Sjávarklasann hafa komið best út við mat á þeim sex aðilum sem sóttu um að reka Mathöllina. „Þegar þar að kemur fáum við þrjá fasteignasala til að meta hvert leiguverðið ætti að vera til að tryggja að það sé markaðsverð sem verið er að greiða,“ segir Óli Örn.Veitingastaðirnir greiða um sex milljónir í leigu Samkvæmt heimildum fréttastofu er meðalgrunngjald fyrir hvern bás um hálf milljón á mánuði. Auk þess fær Mathöllin ákveðið hlutfall af veltu hvers veitingastaðar fari hún yfir tiltekin viðmið og staðirnir greiða 100 þúsund króna gjald vegna þrifa, viðhalds og öryggisgæslu. Kostnaður hvers veitngastaðar er því að lágmarki um 600 þúsund krónur á mánuði. Tíu veitingastaðir eru á Hlemmi og má því ætla að rekstraraðilinn fái um sex milljónir króna á mánuði í leigutekjur en greiði sjálfur um milljón. „Hann rekur húsið. Sér um þrifin á húsinu, öryggisgæslu og að halda salernunum hreinum. Hiti og rafmagn, það fellur allt á þetta rekstrarfélag, Hlemmur mathöll,“ segir Óli Örn. Rekstur Mathallarinnar hafi reynst vel þótt þrír veitingastaðir hafi ákveðið að hætta þar. Reynslan frá öðrum löndum af sams konar rekstri sýni að það taki tíma að finna jafnvægi á milli leiguverðs og þeirra veitingastaða sem eru í mathöllum. Þegar er byrjað að vinna að skipulagi að nýju torgi austan við Hlemm mathöll, samkvæmt vinningstillögum í samkeppni um þróun þess svæðis. Þar geti jafnvel risið önnur mathöll þar sem lögð verði áhersla á ferskar vörur.
Borgarstjórn Skipulag Tengdar fréttir Vilja að Samkeppniseftirlitið skoði samning borgarinnar við Hlemm Mathöll Félag atvinnurekenda, FA, hefur farið fram á að Samkeppniseftirlitið taki til skoðunar samning Reykjavíkurborgar við rekstraraðila Hlemms Mathallar ehf., með tilliti til þess hvort hann feli í sér opinberan styrk sem raski samkeppni á markaði. 6. nóvember 2018 21:06 Borgin segir þrjá fasteignasala hafa metið leiguverð Hlemms FA vill meina að leiguverðið sé of lágt og í raun opinber styrkur til aðila í samkeppnisrekstri. 7. nóvember 2018 16:49 Tillögu um óháða rannsókn á Hlemmi mathöll vísað frá Borgarstjórn samþykkti í gærkvöld að vísa frá tillögu Mið- flokksins um óháða rannsókn vegna framkvæmda við Hlemm Mathöll. Tólf voru fylgjandi frávísun, tíu mótfallnir en einn sat hjá. 17. október 2018 07:00 Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Vilja að Samkeppniseftirlitið skoði samning borgarinnar við Hlemm Mathöll Félag atvinnurekenda, FA, hefur farið fram á að Samkeppniseftirlitið taki til skoðunar samning Reykjavíkurborgar við rekstraraðila Hlemms Mathallar ehf., með tilliti til þess hvort hann feli í sér opinberan styrk sem raski samkeppni á markaði. 6. nóvember 2018 21:06
Borgin segir þrjá fasteignasala hafa metið leiguverð Hlemms FA vill meina að leiguverðið sé of lágt og í raun opinber styrkur til aðila í samkeppnisrekstri. 7. nóvember 2018 16:49
Tillögu um óháða rannsókn á Hlemmi mathöll vísað frá Borgarstjórn samþykkti í gærkvöld að vísa frá tillögu Mið- flokksins um óháða rannsókn vegna framkvæmda við Hlemm Mathöll. Tólf voru fylgjandi frávísun, tíu mótfallnir en einn sat hjá. 17. október 2018 07:00