Tónlist

Abraham Brody frumsýnir nýtt myndband

Stefán Árni Pálsson skrifar
Í hljóðheimi sínum blandar Brody klassískum tónstefum við tilkomumikla raftónlist.
Í hljóðheimi sínum blandar Brody klassískum tónstefum við tilkomumikla raftónlist.
Framúrstefnutónskáldið og söngvarinn Abraham Brody frumsýnir nýtt myndband við lagið Nightingale á Vísi í dag.

Brody kom fram á Listahátíð Reykjavíkur í júní og á listahátíðinni Lunga í fyrra. Hann segist hafa tekið ástfóstri við Ísland og íslenska listamenn og hefur því flutt búferlum hingað til lands.

Anna Fríða Jónsdóttir listakona leikstýrði myndbandinu sem sjá má hér að neðan.

Í hljóðheimi sínum blandar Brody klassískum tónstefum við tilkomumikla raftónlist, en hann sækir meðal annars innblástur til goðsagna heimalands síns, Litháens, og til Íslands.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.