Borgarbúum fjölgar í viku hverri um 1,4 milljónir Heimsljós kynnir 31. október 2018 11:15 Kampala höfuðborg Úganda. gunnisal Í dag, á alþjóðadegi borga (World Cities Day), minna Sameinuðu þjóðirnar á þá staðreynd að í hverri viku fjölgi íbúum borga í heiminum um 1,4 milljónir. António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að þessi gífurlega fjölgun auki álag á þéttbýlissvæði og leiði til aukinnar hættu á hamförum, bæði af mannavöldum og náttúrunnar. Í opinberu ávarpi í tilefni dagsins segir hann að „hættur þurfi ekki að leiða til hörmunga.“ Hann leggur áherslu á að svörin við þessum gífurlega fólksflutningum sé af hálfu borganna að byggja upp varnir – gegn ofviðri, flóðum, jarðskjálftum, eldsvoðum, faröldrum og efnahagskreppum. Guterres bætti við að borgir væru einmitt að bregðast við með þessum hætti og leita leiða til að auka viðnám og sjálfbærni. Alþjóðadagur borga var innleiddur af Sameinuðu þjóðunum árið 2013 til að efla áhuga alþjóðasamfélagsins á þéttbýlismyndun, stuðla að samstarfi milli þjóða um að takast á við tækifæri og áskoranir sem tengjast stækkun borgarsamfélaga og stuðla að sjálfbærri þéttbýlisþróun um heim allan. Yfirskrift dagsins er ævinlega: betri borgir, betra líf, en á hverju ári er valið eitthvert sérstakt áhersluatriði. Að þessu sinni er sjónum beint að sjálfbærni og viðnámi borga með vísan í þær hættur sem gætu verið yfirvofandi, til dæmis vegna loftslagsbreytinga. „Það liggur fyrir mat á því hversu margir íbúar borga gætu lent í hópi fátækra, ef enginn viðbúnaður væri vegna loftslagsbreytinga og sú tala er 77 milljónir,“ segir Maimunah Mohd Sharif aðalframkvæmdastjóri Búsetustofnunar Sameinuðu þjóðanna (UN Habitat). Hún bendir á að loftslagsbreytingar séu aðeins einn margra áhættuþátta og því sé hyggilegt að fjárfesta í viðnámi borga. 94% Íslendinga búa í þéttbýli Sjálfbærar borgir og samfélög er yfirskrift ellefta Heimsmarkmiðsins þar sem segir að gera eigi borgir og íbúðasvæði öllum mönnum auðnotuð, örugg, viðnámsþolin og sjálfbær. Í einu undirmarkmiðanna segir: „Eigi síðar en árið 2030 verði fjölgun í þéttbýli sjálfbær og íbúar alls staðar í heiminum taki meiri þátt í skipulagsmálum og samkomulagi um sjálfbærni.“ Í stöðuskýrslu íslenskra stjórnvalda um Heimsmarkmiðið sem kom út á liðnu sumri segir meðal annars: „Markmiðið um sjálfbærar borgir og samfélög leggur því áherslu á að allir íbúar í þéttbýli hafi jafnan aðgang að grunnþjónustu, orku, húsnæði og samgöngum. Ísland er mjög dreifbýlt land en á hverjum ferkílómetra búa um það bil þrír einstaklingar. Þrátt fyrir það býr meirihluti Íslendinga, eða um 94%, í þéttbýli.“Alþjóðadagur borgaÞessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim.Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent
Í dag, á alþjóðadegi borga (World Cities Day), minna Sameinuðu þjóðirnar á þá staðreynd að í hverri viku fjölgi íbúum borga í heiminum um 1,4 milljónir. António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að þessi gífurlega fjölgun auki álag á þéttbýlissvæði og leiði til aukinnar hættu á hamförum, bæði af mannavöldum og náttúrunnar. Í opinberu ávarpi í tilefni dagsins segir hann að „hættur þurfi ekki að leiða til hörmunga.“ Hann leggur áherslu á að svörin við þessum gífurlega fólksflutningum sé af hálfu borganna að byggja upp varnir – gegn ofviðri, flóðum, jarðskjálftum, eldsvoðum, faröldrum og efnahagskreppum. Guterres bætti við að borgir væru einmitt að bregðast við með þessum hætti og leita leiða til að auka viðnám og sjálfbærni. Alþjóðadagur borga var innleiddur af Sameinuðu þjóðunum árið 2013 til að efla áhuga alþjóðasamfélagsins á þéttbýlismyndun, stuðla að samstarfi milli þjóða um að takast á við tækifæri og áskoranir sem tengjast stækkun borgarsamfélaga og stuðla að sjálfbærri þéttbýlisþróun um heim allan. Yfirskrift dagsins er ævinlega: betri borgir, betra líf, en á hverju ári er valið eitthvert sérstakt áhersluatriði. Að þessu sinni er sjónum beint að sjálfbærni og viðnámi borga með vísan í þær hættur sem gætu verið yfirvofandi, til dæmis vegna loftslagsbreytinga. „Það liggur fyrir mat á því hversu margir íbúar borga gætu lent í hópi fátækra, ef enginn viðbúnaður væri vegna loftslagsbreytinga og sú tala er 77 milljónir,“ segir Maimunah Mohd Sharif aðalframkvæmdastjóri Búsetustofnunar Sameinuðu þjóðanna (UN Habitat). Hún bendir á að loftslagsbreytingar séu aðeins einn margra áhættuþátta og því sé hyggilegt að fjárfesta í viðnámi borga. 94% Íslendinga búa í þéttbýli Sjálfbærar borgir og samfélög er yfirskrift ellefta Heimsmarkmiðsins þar sem segir að gera eigi borgir og íbúðasvæði öllum mönnum auðnotuð, örugg, viðnámsþolin og sjálfbær. Í einu undirmarkmiðanna segir: „Eigi síðar en árið 2030 verði fjölgun í þéttbýli sjálfbær og íbúar alls staðar í heiminum taki meiri þátt í skipulagsmálum og samkomulagi um sjálfbærni.“ Í stöðuskýrslu íslenskra stjórnvalda um Heimsmarkmiðið sem kom út á liðnu sumri segir meðal annars: „Markmiðið um sjálfbærar borgir og samfélög leggur því áherslu á að allir íbúar í þéttbýli hafi jafnan aðgang að grunnþjónustu, orku, húsnæði og samgöngum. Ísland er mjög dreifbýlt land en á hverjum ferkílómetra búa um það bil þrír einstaklingar. Þrátt fyrir það býr meirihluti Íslendinga, eða um 94%, í þéttbýli.“Alþjóðadagur borgaÞessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim.Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent