Bandarískar „aðkomuhátíðir“ komnar til að vera í íslenskum verslunum Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. október 2018 16:01 Aukning hefur orðið í sölu á vörum tengdum Valentínusardeginum og hrekkjavökunni, að sögn framkvæmdastjóra Bónuss. Mynd/Samsett Sala á vörum tengdum hrekkjavökunni, og öðrum „aðkomuhátíðum“ á Íslandi, hefur aukist gríðarlega undanfarin ár, að sögn framkvæmdastjóra Bónus. Aðrar íslenskar verslanir virðast hafa sömu sögu að segja ef marka má birgðastöðu verslana á graskerjum í aðdraganda hrekkjavökunnar. Greint var frá því á vef Ríkisútvarpsins í vikunni að grasker væru víða uppseld á landinu en Íslendingar virðast nú skera þau út að bandarískum sið í auknum mæli. Á mánudag voru grasker til að mynda uppseld í verslunum Krónunnar, Hagkaups og Fjarðarkaupa, og nær alveg ófáanleg í verslunum Bónuss.Guðmundur Marteinsson framkvæmdastjóri Bónus.vísir/stefánGuðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, segir í samtali við Vísi að graskerssala hafi aukist með hverju árinu. Þá hafi einnig orðið sprenging í sölu á öðrum varningi tengdum hrekkjavökunni. „Við höfum verið að flytja inn hrekkjavökudót, skreytingar, búninga og grímur. Það er alltaf að verða vinsælla og vinsælla.“ Þá eykst sælgætissala einnig í tengslum við „grikk eða gott“, bandarískan sið sem íslensk börn hafa tileinkað sér víða á landinu. Guðmundur hefur þó ekki nákvæmar sölutölur á reiðum höndum en segir að þrátt fyrir aukninguna sé enn ekki um gríðarlegar fjárhæðir að ræða.En þetta er komið til að vera?„Klárlega. Og greinilega vaxandi, fólk leggur meira upp úr búningum og skreytingum heldur en áður fyrr, það er alveg klárt.“ Guðmundur segir jafnframt aukning í sölu á vörum í tengslum við aðrar „tökuhátíðir“ frá Bandaríkjunum á borð við Valentínusardaginn. „Það er minni aukning þar, allavega hjá okkur. Það er keypt inn fyrir þennan dag, einhver hjörtu og slíkt, en það er ekkert í líkingu við hrekkjavökuna.“ Neytendur Tengdar fréttir Sérstaklega áberandi á Íslandi síðustu tvo áratugi Hrekkjavaka á rætur sínar að rekja til heiðinnar hátíðar frá fyrstu öld fyrir Krist. Hátíðin var fyrst haldin meðal keltneskra þjóða og færðist til Bandaríkjanna á 19. öld. 31. október 2016 09:30 Verstu Hrekkjavökubúningarnir Nú stendur yfir Hrekkjavaka um heim allan en sjálfur Hrekkjavökudagurinn er á morgun. 30. október 2018 14:00 Hryllingsfíkillinn sýnir skuggalega safnið sitt: Tíu myndir sem Páll Óskar mælir með Tónlistarmaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson hefur í áraraðir verið mikill áhugamaður um kvikmyndir og þá sérstaklega um hryllingsmyndir. 31. október 2018 14:00 Mest lesið Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Viðskipti innlent „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Atvinnulíf Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Viðskipti innlent Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Viðskipti innlent Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Viðskipti innlent Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Viðskipti innlent Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Viðskipti innlent Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Neytendur Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Neytendur Heimkaup undir hatt Samkaupa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Tvö ráðin til Klaks Nýr verkefnastjóri svæðisbundins farsældarráðs Ekki benda á mig segir forstjóri Landsvirkjunar 76 milljón króna sekt Símans stendur Full ástæða til að ætla að það gæti orðið loðnuvertíð Þrír nýir forstöðumenn hjá OK Víðtækar vöruhækkanir eftir áramót Matvörumarkaðurinn harðnar og harðnar á Selfossi Breytingar hjá Intellecta Festa kaup á áttatíu íbúðum fyrir eldra fólk Mistókst að sanna lán og fær 20 milljónir ekki endurgreiddar Segir Viðskiptaráð haldið þráhyggju Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Sjá meira
Sala á vörum tengdum hrekkjavökunni, og öðrum „aðkomuhátíðum“ á Íslandi, hefur aukist gríðarlega undanfarin ár, að sögn framkvæmdastjóra Bónus. Aðrar íslenskar verslanir virðast hafa sömu sögu að segja ef marka má birgðastöðu verslana á graskerjum í aðdraganda hrekkjavökunnar. Greint var frá því á vef Ríkisútvarpsins í vikunni að grasker væru víða uppseld á landinu en Íslendingar virðast nú skera þau út að bandarískum sið í auknum mæli. Á mánudag voru grasker til að mynda uppseld í verslunum Krónunnar, Hagkaups og Fjarðarkaupa, og nær alveg ófáanleg í verslunum Bónuss.Guðmundur Marteinsson framkvæmdastjóri Bónus.vísir/stefánGuðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, segir í samtali við Vísi að graskerssala hafi aukist með hverju árinu. Þá hafi einnig orðið sprenging í sölu á öðrum varningi tengdum hrekkjavökunni. „Við höfum verið að flytja inn hrekkjavökudót, skreytingar, búninga og grímur. Það er alltaf að verða vinsælla og vinsælla.“ Þá eykst sælgætissala einnig í tengslum við „grikk eða gott“, bandarískan sið sem íslensk börn hafa tileinkað sér víða á landinu. Guðmundur hefur þó ekki nákvæmar sölutölur á reiðum höndum en segir að þrátt fyrir aukninguna sé enn ekki um gríðarlegar fjárhæðir að ræða.En þetta er komið til að vera?„Klárlega. Og greinilega vaxandi, fólk leggur meira upp úr búningum og skreytingum heldur en áður fyrr, það er alveg klárt.“ Guðmundur segir jafnframt aukning í sölu á vörum í tengslum við aðrar „tökuhátíðir“ frá Bandaríkjunum á borð við Valentínusardaginn. „Það er minni aukning þar, allavega hjá okkur. Það er keypt inn fyrir þennan dag, einhver hjörtu og slíkt, en það er ekkert í líkingu við hrekkjavökuna.“
Neytendur Tengdar fréttir Sérstaklega áberandi á Íslandi síðustu tvo áratugi Hrekkjavaka á rætur sínar að rekja til heiðinnar hátíðar frá fyrstu öld fyrir Krist. Hátíðin var fyrst haldin meðal keltneskra þjóða og færðist til Bandaríkjanna á 19. öld. 31. október 2016 09:30 Verstu Hrekkjavökubúningarnir Nú stendur yfir Hrekkjavaka um heim allan en sjálfur Hrekkjavökudagurinn er á morgun. 30. október 2018 14:00 Hryllingsfíkillinn sýnir skuggalega safnið sitt: Tíu myndir sem Páll Óskar mælir með Tónlistarmaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson hefur í áraraðir verið mikill áhugamaður um kvikmyndir og þá sérstaklega um hryllingsmyndir. 31. október 2018 14:00 Mest lesið Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Viðskipti innlent „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Atvinnulíf Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Viðskipti innlent Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Viðskipti innlent Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Viðskipti innlent Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Viðskipti innlent Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Viðskipti innlent Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Neytendur Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Neytendur Heimkaup undir hatt Samkaupa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Tvö ráðin til Klaks Nýr verkefnastjóri svæðisbundins farsældarráðs Ekki benda á mig segir forstjóri Landsvirkjunar 76 milljón króna sekt Símans stendur Full ástæða til að ætla að það gæti orðið loðnuvertíð Þrír nýir forstöðumenn hjá OK Víðtækar vöruhækkanir eftir áramót Matvörumarkaðurinn harðnar og harðnar á Selfossi Breytingar hjá Intellecta Festa kaup á áttatíu íbúðum fyrir eldra fólk Mistókst að sanna lán og fær 20 milljónir ekki endurgreiddar Segir Viðskiptaráð haldið þráhyggju Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Sjá meira
Sérstaklega áberandi á Íslandi síðustu tvo áratugi Hrekkjavaka á rætur sínar að rekja til heiðinnar hátíðar frá fyrstu öld fyrir Krist. Hátíðin var fyrst haldin meðal keltneskra þjóða og færðist til Bandaríkjanna á 19. öld. 31. október 2016 09:30
Verstu Hrekkjavökubúningarnir Nú stendur yfir Hrekkjavaka um heim allan en sjálfur Hrekkjavökudagurinn er á morgun. 30. október 2018 14:00
Hryllingsfíkillinn sýnir skuggalega safnið sitt: Tíu myndir sem Páll Óskar mælir með Tónlistarmaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson hefur í áraraðir verið mikill áhugamaður um kvikmyndir og þá sérstaklega um hryllingsmyndir. 31. október 2018 14:00