Viðskipti innlent

Nói Siríus innkallar súkkulaði

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Súkkulaðið sem um ræðir.
Súkkulaðið sem um ræðir.
Nói Síríus hefur, í samráði við matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, innkallað Síríus rjómasúkkulaði með saltlakkrísflögum og sjávarsalti. Í tilkynningu frá heilbrigðiseftirlitinu segir að í ljós hafi komið að að í hluta framleiðslulotu hafi röng vara blandast saman við rétta í pökkun.

„Sú vara sem pakkað var ranglega inniheldur ofnæmis- eða óþolsvaldinn heslihnetur en sú rétta ekki og því kemur ekki fram í listanum yfir innihaldsefnin að varan inniheldur heslihnetur,“ segir í tilkynningunni.

Hnetur og afurðir úr þeim eru á lista yfir ofnæmis- eða óþolsvalda en tekið er fram í tilkynningunni að varan er skaðlaus þeim sem ekki eru viðkvæmir fyrir hnetum og afurðum úr þeim.

Viðskiptavinir sem keypt hafa umrædda vöru og eru viðkvæmir fyrir hnetum og afurðum úr þeim eru hvattir til að neyta hennar ekki og farga. 

Nánari upplýsingar um vöruna:

Vörumerki: Síríus.

Vöruheiti: Rjómasúkkulaði með saltlakkrísflögum og sjávarsalti.

Best fyrir: 04. janúar 2020.

Lotunúmer: L1868.

Framleiðandi: Nói Síríus, Hesthálsi 2-4, 110 Reykjavík.

Framleiðsluland: Ísland.

Dreifing: Verslanir Krónunnar ehf. um land allt.

Nánari upplýsingar um innköllunina veitir Nói Síríus í síma 575 1800.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×