Vandræðalaust hjá City en Real marði Plzen

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sergio Aguero, framherji City.
Sergio Aguero, framherji City. vísir/getty
Manchester City lenti ekki í miklum vandræðum gegn Shaktar Donetsk á útivelli í kvöld en Englandsmeistararnir unnu 3-0 sigur.

David Silva kom City yfir á 30. mínútu og fimm mínútum síðan var það varnarmaðurinn Aymeric Laporte sem tvöfaldaði forystuna.

Þriðja og síðasta markið skoraði svo Bernardo Silva í síðari hálfleik er hann rak síðasta naglann í kistu heimamanna í Shaktar. Loktaölur 3-0.

City er á toppi riðilsins með sex stig en Lyon er í öðru sætinu með fimm stig eftir 3-3 dramtískt jafntefli við Hoffenheim í kvöld.

Hoffenheim komst í 2-1 en Lyon náði að snúa leiknum sér í hag í síðari hálfleik. Joelinton jafnaði þó metin í uppbótartíma og lokatölur 3-3.

Lyon er í öðru sætinu, eins og áður segir með fimm stig, en Hoffenheim er í þriðja sætinu með tvö stig. Shaktar er á botninum, einnig með tvö stig.

Það var ekki mikil flugeldasýning hjá Real Madrid sem marði 2-1 sigur á tékkneska liðinu Viktoria Plzen. Karim Benzema og Marcelo komu Real í 2-0 áður en Tékkarnir minnkuðu muninn í síðari hálfleik.

Real er á toppnum í riðlinum með sex stig en Roma er í öðru sætinu á lakari markahlutfalli en Real.

Í E-riðlinum vann Ajax svo dramatískan sigur á Benfica en sigurmarkið skoraði Noussair Mazraoui í uppbótartíma.

Ajax er á toppi E-riðils með sjö stig en Bayern er í öðru sætinu með sjö stig. Benfica er í þriðja sætinu með þrjú og AEK á botninum án stiga.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira