Nettó ætlar að tífalda netverslunina Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 24. október 2018 08:00 Gunnar Egill segir að hver mánuður sem líði sé stærsti mánuðurinn í sölu. Fréttablaðið/Anton Brink Netverslun Nettó hefur vaxið ört frá því að henni var hleypt af stokkunum fyrir rúmu ári síðan í gegnum markaðstorgið aha.is. Fyrirtækið stefnir á mikinn vöxt næstu árin í takt við aukin matarinnkaup landsmanna á netinu. „Hver mánuður sem líður er stærsti mánuðurinn. Október verður stærsti mánuðurinn frá upphafi, nóvember verður stærsti mánuðurinn frá upphafi og svo koll af kolli. Við erum að sjá fyrir okkur að á næstu þremur árum muni netverslun Nettó tífaldast í stærð,“ segir Gunnar Egill Sigurðsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa. Samkvæmt skýrslu Rannsóknarseturs verslunarinnar var ársvöxtur í sölu á mat á netinu næstum 170 prósent þegar borin er saman velta fyrri helming 2017 við sama tímabil 2018. „Matvörur hafa verið á eftir öðrum vörum eins og raftækjum og fatnaði í netverslun en við sjáum mikinn vöxt fram undan. Þetta er svipað og þegar maður hikaði við að klára fyrstu flugmiðakaupin á netinu og hringdi í söluskrifstofuna. Þegar þetta er komið í vana verður ekki aftur snúið.“ Gunnar Egill segir að það hafi komið á óvart hversu stór hluti ferskvörur eru af matarkaupum fólks í netverslun Nettó. „Ég hafði búið teymið undir það að megnið af sölunni yrði hilluvörur. Síðan kom á daginn að þeir sem eru að versla á netinu haga sér eins og í venjulegri verslun og treysta okkur til að útvega góðar ferskvörur,“ segir Gunnar Egill og bætir við að einnig hafi komið á óvart að þeir sem panta á netinu virðast horfa lengra fram í tímann en þeir sem fara í verslanir. Salan sé hlutfallslega meiri.Fleiri afhendingarstaðir í pípunum Í upphafi var einn afhendingarstaður, staðsettur í Mjódd, en fyrr á þessu ári var strax farið í að bæta öðrum við vegna mikillar eftirspurnar. Þá eru fjórir til fimm á teikniborðinu. „Við sáum að margir í vesturhluta borgarinnar nýta sér þjónustuna í Mjóddinni og við ákváðum þá að opna aðra afhendingaraðstöðu úti á Granda. Nú erum við að skoða það að opna einn til tvo afhendingarstaði á höfuðborgarsvæði og möguleikann á að opna á Akureyri og í Reykjanesbæ. Við fáum sífellt fleiri beiðnir um að opna á Akureyri og í Reykjanesbæ og við metum það svo að þessi markaðssvæði geti verið nógu stór til þess að standa þessa þjónustunni.“ Unnið er að því að setja upp sjálfvirka afhendingarstöð í Mjódd þar sem fólk getur sótt pantaðar vörur í sérstaka skápa. „Hugmyndin er sú að þú pantar og þú færð sendan kóða. Þegar þú kemur síðan niður á staðinn slærðu inn kóðann og skáparnir opnast. Það er einn skápur fyrir frystivörur, annar fyrir kælivörur og þriðji fyrir hilluvörur.“ Þá segir Gunnar Egill að það hafi verið áskorun að sníða lausn fyrir eins lítinn markað og Ísland, og halda verði lágu. „Við ákváðum að fara þá leið að nýta verslanir Nettó og okkar góða starfsfólk þar til að veita þjónustuna í stað þess að vera með miðlægt vöruhús. Það er skilvirkni í formi samnýtingar og gerir okkar einnig kleift að viðhalda gæðunum betur en ella. Síðan höfum við séð þetta skila sér í ánægju viðskiptavina því miðað við mælingar hefur Nettó aldrei séð eins háan ánægjustuðul og sést hjá viðskiptavinum netverslunar.“ – tfh Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Tengdar fréttir Hafnar fullyrðingum þingmanns um að H&M sé dýrara á Íslandi Framkvæmdastjóri H&M segir íslenska markaðinn nógu stóran fyrir þrjár verslanir og Íslendingar hafi sýnt það í verki. 16. október 2018 20:03 Matvöruverslun aha vex um 70-80% milli mánaða Netverslun með matvörur jókst um 170% á milli ára. Framkvæmdastjóri aha sem er farinn að senda mat heim að dyrum með drónum segir aukninguna um 70% í hverjum mánuði. Þessi bylting á eftir að gjörbreyta störfum í verslunargeiranum segir framkvæmdastjóri samtaka verslunar og þjónustu. 13. september 2018 20:30 Amazon stefnir á stórsókn í kassalausum verslunum Amazon.com Inc. stefnir á að opna þúsundir nýrra matvöruverslana á allra næstu árum. 20. september 2018 12:03 Mest lesið Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Viðskipti innlent „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Atvinnulíf Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Viðskipti innlent Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Viðskipti innlent Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Viðskipti innlent Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Viðskipti innlent Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Viðskipti innlent Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Neytendur Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Neytendur Heimkaup undir hatt Samkaupa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Tvö ráðin til Klaks Nýr verkefnastjóri svæðisbundins farsældarráðs Ekki benda á mig segir forstjóri Landsvirkjunar 76 milljón króna sekt Símans stendur Full ástæða til að ætla að það gæti orðið loðnuvertíð Þrír nýir forstöðumenn hjá OK Víðtækar vöruhækkanir eftir áramót Matvörumarkaðurinn harðnar og harðnar á Selfossi Breytingar hjá Intellecta Festa kaup á áttatíu íbúðum fyrir eldra fólk Mistókst að sanna lán og fær 20 milljónir ekki endurgreiddar Segir Viðskiptaráð haldið þráhyggju Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Sjá meira
Netverslun Nettó hefur vaxið ört frá því að henni var hleypt af stokkunum fyrir rúmu ári síðan í gegnum markaðstorgið aha.is. Fyrirtækið stefnir á mikinn vöxt næstu árin í takt við aukin matarinnkaup landsmanna á netinu. „Hver mánuður sem líður er stærsti mánuðurinn. Október verður stærsti mánuðurinn frá upphafi, nóvember verður stærsti mánuðurinn frá upphafi og svo koll af kolli. Við erum að sjá fyrir okkur að á næstu þremur árum muni netverslun Nettó tífaldast í stærð,“ segir Gunnar Egill Sigurðsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa. Samkvæmt skýrslu Rannsóknarseturs verslunarinnar var ársvöxtur í sölu á mat á netinu næstum 170 prósent þegar borin er saman velta fyrri helming 2017 við sama tímabil 2018. „Matvörur hafa verið á eftir öðrum vörum eins og raftækjum og fatnaði í netverslun en við sjáum mikinn vöxt fram undan. Þetta er svipað og þegar maður hikaði við að klára fyrstu flugmiðakaupin á netinu og hringdi í söluskrifstofuna. Þegar þetta er komið í vana verður ekki aftur snúið.“ Gunnar Egill segir að það hafi komið á óvart hversu stór hluti ferskvörur eru af matarkaupum fólks í netverslun Nettó. „Ég hafði búið teymið undir það að megnið af sölunni yrði hilluvörur. Síðan kom á daginn að þeir sem eru að versla á netinu haga sér eins og í venjulegri verslun og treysta okkur til að útvega góðar ferskvörur,“ segir Gunnar Egill og bætir við að einnig hafi komið á óvart að þeir sem panta á netinu virðast horfa lengra fram í tímann en þeir sem fara í verslanir. Salan sé hlutfallslega meiri.Fleiri afhendingarstaðir í pípunum Í upphafi var einn afhendingarstaður, staðsettur í Mjódd, en fyrr á þessu ári var strax farið í að bæta öðrum við vegna mikillar eftirspurnar. Þá eru fjórir til fimm á teikniborðinu. „Við sáum að margir í vesturhluta borgarinnar nýta sér þjónustuna í Mjóddinni og við ákváðum þá að opna aðra afhendingaraðstöðu úti á Granda. Nú erum við að skoða það að opna einn til tvo afhendingarstaði á höfuðborgarsvæði og möguleikann á að opna á Akureyri og í Reykjanesbæ. Við fáum sífellt fleiri beiðnir um að opna á Akureyri og í Reykjanesbæ og við metum það svo að þessi markaðssvæði geti verið nógu stór til þess að standa þessa þjónustunni.“ Unnið er að því að setja upp sjálfvirka afhendingarstöð í Mjódd þar sem fólk getur sótt pantaðar vörur í sérstaka skápa. „Hugmyndin er sú að þú pantar og þú færð sendan kóða. Þegar þú kemur síðan niður á staðinn slærðu inn kóðann og skáparnir opnast. Það er einn skápur fyrir frystivörur, annar fyrir kælivörur og þriðji fyrir hilluvörur.“ Þá segir Gunnar Egill að það hafi verið áskorun að sníða lausn fyrir eins lítinn markað og Ísland, og halda verði lágu. „Við ákváðum að fara þá leið að nýta verslanir Nettó og okkar góða starfsfólk þar til að veita þjónustuna í stað þess að vera með miðlægt vöruhús. Það er skilvirkni í formi samnýtingar og gerir okkar einnig kleift að viðhalda gæðunum betur en ella. Síðan höfum við séð þetta skila sér í ánægju viðskiptavina því miðað við mælingar hefur Nettó aldrei séð eins háan ánægjustuðul og sést hjá viðskiptavinum netverslunar.“ – tfh
Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Tengdar fréttir Hafnar fullyrðingum þingmanns um að H&M sé dýrara á Íslandi Framkvæmdastjóri H&M segir íslenska markaðinn nógu stóran fyrir þrjár verslanir og Íslendingar hafi sýnt það í verki. 16. október 2018 20:03 Matvöruverslun aha vex um 70-80% milli mánaða Netverslun með matvörur jókst um 170% á milli ára. Framkvæmdastjóri aha sem er farinn að senda mat heim að dyrum með drónum segir aukninguna um 70% í hverjum mánuði. Þessi bylting á eftir að gjörbreyta störfum í verslunargeiranum segir framkvæmdastjóri samtaka verslunar og þjónustu. 13. september 2018 20:30 Amazon stefnir á stórsókn í kassalausum verslunum Amazon.com Inc. stefnir á að opna þúsundir nýrra matvöruverslana á allra næstu árum. 20. september 2018 12:03 Mest lesið Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Viðskipti innlent „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Atvinnulíf Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Viðskipti innlent Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Viðskipti innlent Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Viðskipti innlent Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Viðskipti innlent Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Viðskipti innlent Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Neytendur Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Neytendur Heimkaup undir hatt Samkaupa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Tvö ráðin til Klaks Nýr verkefnastjóri svæðisbundins farsældarráðs Ekki benda á mig segir forstjóri Landsvirkjunar 76 milljón króna sekt Símans stendur Full ástæða til að ætla að það gæti orðið loðnuvertíð Þrír nýir forstöðumenn hjá OK Víðtækar vöruhækkanir eftir áramót Matvörumarkaðurinn harðnar og harðnar á Selfossi Breytingar hjá Intellecta Festa kaup á áttatíu íbúðum fyrir eldra fólk Mistókst að sanna lán og fær 20 milljónir ekki endurgreiddar Segir Viðskiptaráð haldið þráhyggju Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Sjá meira
Hafnar fullyrðingum þingmanns um að H&M sé dýrara á Íslandi Framkvæmdastjóri H&M segir íslenska markaðinn nógu stóran fyrir þrjár verslanir og Íslendingar hafi sýnt það í verki. 16. október 2018 20:03
Matvöruverslun aha vex um 70-80% milli mánaða Netverslun með matvörur jókst um 170% á milli ára. Framkvæmdastjóri aha sem er farinn að senda mat heim að dyrum með drónum segir aukninguna um 70% í hverjum mánuði. Þessi bylting á eftir að gjörbreyta störfum í verslunargeiranum segir framkvæmdastjóri samtaka verslunar og þjónustu. 13. september 2018 20:30
Amazon stefnir á stórsókn í kassalausum verslunum Amazon.com Inc. stefnir á að opna þúsundir nýrra matvöruverslana á allra næstu árum. 20. september 2018 12:03