Tekur oft lengri tíma að vinna með varnarleikinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. október 2018 10:00 Guðmundur segir mönnum til á æfingu. Fréttablaðið/Eyþór „Ég hlakka til að takast á við þetta. Við höfðum bara tvær æfingar og þetta er ótrúlega stuttur tími. Það þarf að vinna gríðarlega vel,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, í samtali við Fréttablaðið um undirbúninginn fyrir leikinn gegn Grikklandi í undankeppni EM 2020. Guðmundur leggur mikla áherslu á varnarleikinn að þessu sinni. „Við þurfum að ná varnarleiknum í gang. Það tekur oft lengri tíma að vinna með hann því vörnin er svo mismunandi hjá félagsliðunum sem leikmennirnir leika með. Það er hver með sína útgáfu en liðin eru oft að spila sömu kerfin í sókninni. Það þarf að ná samhæfingu og aðferðafræðinni,“ sagði Guðmundur. „Síðan ég tók við hefur sóknarleikurinn verið mjög góður en varnarleikurinn misjafn. Hann var ekki góður í seinni leiknum gegn Litháen en skárri í þeim fyrri. Við eigum ennþá talsvert í land í varnarleiknum.“ Gríska liðið er ekki hátt skrifað og fyrirfram er það íslenska miklu sigurstranglegra. En Guðmundur hefur aldrei lagt það í vana sinn að vanmeta andstæðinga sína. Hann segist þó aðeins renna blint í sjóinn hvað Grikki varðar. „Það er svolítið erfitt að átta sig á styrkleika þeirra. Liðið þeirra er í mótun og mér finnst ekki auðvelt að segja hvar þeir standa og hvar við stöndum gagnvart þeim. Það er ómögulegt að giska á það. Við þurfum bara að undirbúa okkur vel og vera faglegir í okkar nálgun,“ sagði Guðmundur. Landsliðsþjálfarinn hefur fylgst vel með gangi mála í Olís-deildinni enda eru sex leikmenn í íslenska hópnum að spila hér á landi. „Ég hef horft mikið á Olís-deildina og það hafa verið margir frábærir leikir. Liðin eru auðvitað missterk. Selfoss hefur staðið sig einna best á meðan lið eins og Haukar og Valur hafa misstigið sig,“ sagði Guðmundur. Þrír landsliðsmenn, Elvar Örn Jónsson, Haukur Þrastarson og Ágúst Birgisson, voru í eldlínunni þegar Selfoss vann FH, 27-30, í frábærum leik á laugardaginn var. „Haukur og Elvar voru mjög góðir og Ágúst átti einn sinn besta leik í vetur. Hann nýtti færin sín vel og sýndi góða takta,“ sagði Guðmundur að lokum. Íslenski handboltinn Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Fleiri fréttir „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Sjá meira
„Ég hlakka til að takast á við þetta. Við höfðum bara tvær æfingar og þetta er ótrúlega stuttur tími. Það þarf að vinna gríðarlega vel,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, í samtali við Fréttablaðið um undirbúninginn fyrir leikinn gegn Grikklandi í undankeppni EM 2020. Guðmundur leggur mikla áherslu á varnarleikinn að þessu sinni. „Við þurfum að ná varnarleiknum í gang. Það tekur oft lengri tíma að vinna með hann því vörnin er svo mismunandi hjá félagsliðunum sem leikmennirnir leika með. Það er hver með sína útgáfu en liðin eru oft að spila sömu kerfin í sókninni. Það þarf að ná samhæfingu og aðferðafræðinni,“ sagði Guðmundur. „Síðan ég tók við hefur sóknarleikurinn verið mjög góður en varnarleikurinn misjafn. Hann var ekki góður í seinni leiknum gegn Litháen en skárri í þeim fyrri. Við eigum ennþá talsvert í land í varnarleiknum.“ Gríska liðið er ekki hátt skrifað og fyrirfram er það íslenska miklu sigurstranglegra. En Guðmundur hefur aldrei lagt það í vana sinn að vanmeta andstæðinga sína. Hann segist þó aðeins renna blint í sjóinn hvað Grikki varðar. „Það er svolítið erfitt að átta sig á styrkleika þeirra. Liðið þeirra er í mótun og mér finnst ekki auðvelt að segja hvar þeir standa og hvar við stöndum gagnvart þeim. Það er ómögulegt að giska á það. Við þurfum bara að undirbúa okkur vel og vera faglegir í okkar nálgun,“ sagði Guðmundur. Landsliðsþjálfarinn hefur fylgst vel með gangi mála í Olís-deildinni enda eru sex leikmenn í íslenska hópnum að spila hér á landi. „Ég hef horft mikið á Olís-deildina og það hafa verið margir frábærir leikir. Liðin eru auðvitað missterk. Selfoss hefur staðið sig einna best á meðan lið eins og Haukar og Valur hafa misstigið sig,“ sagði Guðmundur. Þrír landsliðsmenn, Elvar Örn Jónsson, Haukur Þrastarson og Ágúst Birgisson, voru í eldlínunni þegar Selfoss vann FH, 27-30, í frábærum leik á laugardaginn var. „Haukur og Elvar voru mjög góðir og Ágúst átti einn sinn besta leik í vetur. Hann nýtti færin sín vel og sýndi góða takta,“ sagði Guðmundur að lokum.
Íslenski handboltinn Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Fleiri fréttir „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Sjá meira