Nýr formaður Neytendasamtakanna segir að berjast þurfi gegn háum húsnæðisvöxtum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 28. október 2018 18:30 Breki Karlsson er nýr formaður Neytendasamtakanna en úrslit voru tilkynnt á þingi samtakanna í dag. Hann segir kjörið marka endurreisn samtakanna eftir stormasamt tímabil og leggur áherslu á að efla neytendavitund. Alls gáfu fjórir kost á sér til embættis formanns samtakanna. Breki hlaut 228 atkvæði af 438 eða 53 prósent atkvæða. Þar að auki voru tólf einstaklingar kjörnir í stjórn samtakanna. Neytendamál eru Breka ekki ókunnug en fyrir var hann formaður Stofnunar um fjármálalæsi. Áherslur Breka eru á innra starf samtakanna, þá telur hann mikilvægt að efla faglegheit og auka neytendarannsóknir ásamt því að fjölga félagsmönnum. „Síðan þurfum við að efla samstarf við önnur neytendasamtök bæði hér heima og erlendis en síðast en ekki síst þurfum við að efla miðlun á því góða starfi sem að Neytendasamtökin hafa staðið fyrir og standa enn fyrir. Það gleyma því margir að það koma inn á borð Neytendasamtakanna yfir níu þúsund mál á hverju einasta ári,“ segir Breki Karlsson, nýkjörinn formaður Neytendasamtakanna. Því segir hann ljóst að mikil vinna sé framundan enda er óhætt að segja að samtökin hafi legið í lamasessi, en samtökin hafa verið án formanns frá því að Ólafur Arnarson sagði af sér formennsku í júlí á síðasta ári. „Það má segja að þessi nýja stjórn sem kjörin hefur verið hér marki ný tímamót. Tímamót endurreisnar Neytendasamtakanna en helsti olgusjór er að baki,“ segir Breki. Hann segir stærsta neytendamál á Íslandi vera efling fjármálalæsis, berjast þurfi gegn háum vöxtum og efla vitund neytenda. Hver er staða neytenda á Íslandi í dag?„Hún er að mörgu leyti ekki góð. Það eru mjög mörg tækifæri til að efla hana. Við erum t.d. að borga u.þ.b. 3-5% hærri húsnæðisvexti heldur en nágrannaþjóðir okkar og það er eitthvað sem við getum ekki unað við,“ segir Breki. Neytendur Tengdar fréttir Breki nýr formaður Neytendasamakanna Breki Karlsson hlaut 53 prósent greiddra atkvæða. 28. október 2018 13:07 Mest lesið Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Sjá meira
Breki Karlsson er nýr formaður Neytendasamtakanna en úrslit voru tilkynnt á þingi samtakanna í dag. Hann segir kjörið marka endurreisn samtakanna eftir stormasamt tímabil og leggur áherslu á að efla neytendavitund. Alls gáfu fjórir kost á sér til embættis formanns samtakanna. Breki hlaut 228 atkvæði af 438 eða 53 prósent atkvæða. Þar að auki voru tólf einstaklingar kjörnir í stjórn samtakanna. Neytendamál eru Breka ekki ókunnug en fyrir var hann formaður Stofnunar um fjármálalæsi. Áherslur Breka eru á innra starf samtakanna, þá telur hann mikilvægt að efla faglegheit og auka neytendarannsóknir ásamt því að fjölga félagsmönnum. „Síðan þurfum við að efla samstarf við önnur neytendasamtök bæði hér heima og erlendis en síðast en ekki síst þurfum við að efla miðlun á því góða starfi sem að Neytendasamtökin hafa staðið fyrir og standa enn fyrir. Það gleyma því margir að það koma inn á borð Neytendasamtakanna yfir níu þúsund mál á hverju einasta ári,“ segir Breki Karlsson, nýkjörinn formaður Neytendasamtakanna. Því segir hann ljóst að mikil vinna sé framundan enda er óhætt að segja að samtökin hafi legið í lamasessi, en samtökin hafa verið án formanns frá því að Ólafur Arnarson sagði af sér formennsku í júlí á síðasta ári. „Það má segja að þessi nýja stjórn sem kjörin hefur verið hér marki ný tímamót. Tímamót endurreisnar Neytendasamtakanna en helsti olgusjór er að baki,“ segir Breki. Hann segir stærsta neytendamál á Íslandi vera efling fjármálalæsis, berjast þurfi gegn háum vöxtum og efla vitund neytenda. Hver er staða neytenda á Íslandi í dag?„Hún er að mörgu leyti ekki góð. Það eru mjög mörg tækifæri til að efla hana. Við erum t.d. að borga u.þ.b. 3-5% hærri húsnæðisvexti heldur en nágrannaþjóðir okkar og það er eitthvað sem við getum ekki unað við,“ segir Breki.
Neytendur Tengdar fréttir Breki nýr formaður Neytendasamakanna Breki Karlsson hlaut 53 prósent greiddra atkvæða. 28. október 2018 13:07 Mest lesið Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Sjá meira
Breki nýr formaður Neytendasamakanna Breki Karlsson hlaut 53 prósent greiddra atkvæða. 28. október 2018 13:07