Almenn gleði skilar sér á plötuna Benedikt Bóas skrifar 11. október 2018 14:30 Hljómsveitin mun fara í útlegð af landinu frá nóvember og langt fram á vor. Svo útgáfutónleikar verða ekki alveg strax. „Við gáfum síðustu plötu út á kassettu svo ég held að það gæti alveg gerst. Það verður nú að viðurkennast að hún seldist samt ekkert ofsalega vel. En þetta er nú partur af því að vera í gamaldags þungarokkshljómsveit.“ mynd/aðsend Platan Sorgir með þungarokkshljómsveitinni Skálmöld kemur út á morgun. Þetta er fimmta plata sveitarinnar en alltaf hafa tvö ár liðið á milli platna. „Munstrið heldur sér,“ segir Snæbjörn Ragnarsson, bassaleikari og textasmiður, ánægður með nýja gripinn. „Þessi plata er gróf, hörð og svolítið ljót. Þetta gerðist allt mjög hratt og rann ljúflega í gegn. Textarnir eru af sama skóla, ljótir og hráir. En að sama skapi er þarna líka einhver frumkraftur sem ég held að skili sér aldrei nema þegar maður missir svona aðeins stjórnina á verkinu og lætur það hlaupa aðeins á undan sér. Það er skerí, en svo aftur frábær tilfinning þegar allt lendir á löppunum. Ég er ógeðslega ánægður með þetta allt.“ Sorgir var tekin upp í Stúdíó Hljóðverki og unnin af Einari Vilberg. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem leiðir þeirra liggja saman. „Ætli hann eigi ekki einmitt stærstan þáttinn í að þetta lenti á umræddum löppum. Hann var alveg fullkomlega á þessari línu, láta hlutina bara koma, ekki ofhugsa neitt og negla allt inn jafnóðum. Hann hefur ótrúlegt lag á því að segja fátt en láta allt virka. Maðurinn er snillingur, svo einfalt er það.“ Á plötunni skín í gegnum nánast hvern tón ákaflega mikil spilagleði meðlima Skálmaldar. Snæbjörn viðurkennir að tíu árum frá því að bandið sló sinn fyrsta hljóm er þetta enn jafn gaman. „Sex strákar í að verða 10 ár og alltaf jafn gaman. Auðvitað koma dýfur og hæðir eins og í öllu, en áhuginn er alltaf svona blússandi að því er virðist. Og við erum bara einhvern veginn ekkert búnir, við höfum frá nógu að segja og erum endalaust að pæla í nýjum riffum og lögum. Bensínið á tankinn er nú sennilega bræðralagið og hversu gaman okkur finnst að eyða tíma saman, og svo hjálpar gríðarlega að allir leggja til við lagasmíðar, útsetningar og pælingar. Ég held að almenn gleði skili sér í þessari spilagleði sem þú talar um.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Sjá meira
Platan Sorgir með þungarokkshljómsveitinni Skálmöld kemur út á morgun. Þetta er fimmta plata sveitarinnar en alltaf hafa tvö ár liðið á milli platna. „Munstrið heldur sér,“ segir Snæbjörn Ragnarsson, bassaleikari og textasmiður, ánægður með nýja gripinn. „Þessi plata er gróf, hörð og svolítið ljót. Þetta gerðist allt mjög hratt og rann ljúflega í gegn. Textarnir eru af sama skóla, ljótir og hráir. En að sama skapi er þarna líka einhver frumkraftur sem ég held að skili sér aldrei nema þegar maður missir svona aðeins stjórnina á verkinu og lætur það hlaupa aðeins á undan sér. Það er skerí, en svo aftur frábær tilfinning þegar allt lendir á löppunum. Ég er ógeðslega ánægður með þetta allt.“ Sorgir var tekin upp í Stúdíó Hljóðverki og unnin af Einari Vilberg. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem leiðir þeirra liggja saman. „Ætli hann eigi ekki einmitt stærstan þáttinn í að þetta lenti á umræddum löppum. Hann var alveg fullkomlega á þessari línu, láta hlutina bara koma, ekki ofhugsa neitt og negla allt inn jafnóðum. Hann hefur ótrúlegt lag á því að segja fátt en láta allt virka. Maðurinn er snillingur, svo einfalt er það.“ Á plötunni skín í gegnum nánast hvern tón ákaflega mikil spilagleði meðlima Skálmaldar. Snæbjörn viðurkennir að tíu árum frá því að bandið sló sinn fyrsta hljóm er þetta enn jafn gaman. „Sex strákar í að verða 10 ár og alltaf jafn gaman. Auðvitað koma dýfur og hæðir eins og í öllu, en áhuginn er alltaf svona blússandi að því er virðist. Og við erum bara einhvern veginn ekkert búnir, við höfum frá nógu að segja og erum endalaust að pæla í nýjum riffum og lögum. Bensínið á tankinn er nú sennilega bræðralagið og hversu gaman okkur finnst að eyða tíma saman, og svo hjálpar gríðarlega að allir leggja til við lagasmíðar, útsetningar og pælingar. Ég held að almenn gleði skili sér í þessari spilagleði sem þú talar um.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Sjá meira