Umfjöllun: Frakkland - Ísland 2-2 | Velkomnir aftur, strákar Henry Birgir Gunnarsson í Guingamp skrifar 11. október 2018 22:15 Florian Thauvin, vinstri kantmaður Frakka, var sprækur í leiknum í kvöld sem og Rúnar Már Sigurjónsson, Sauðkrækringurinn sem heldur áfram að stimpla sig inn í landsliðið. vísir/getty Strákarnir okkar áttu að vera lömb sem voru leidd til slátrunar í heimsmeistarapartíi Frakka í Guingamp í kvöld. Á því höfðu þeir engan áhuga og skelltu franska hrokanum beint í andlitið á heimamönnum. Frakkar æfðu ekki eins og menn fyrir leikinn, fjölmiðlar höfðu engan áhuga á íslenska liðinu og allir áttu bara von á markaveislu frá meisturunum. Það var því þeim mun ljúfara að sjá okkar menn þagga niður í áhorfendum og leikmönnum franska liðsins. Það var þjóðhátíð í Guingamp í sólarhring fyrir leik og veislan náði hámarki rétt fyrir leik. RISAborði var dreginn yfir völlinn sem á stóð stórum stöfum: HEIMSMEISTARAR! Ofan á borðann kom svo heimsmeistarabikarinn.Hroki í franska liðinu Eftir að lúðrasveit Guingamp hafði slátrað íslenska þjóðsöngnum hófst loksins leikurinn. Það mátti sjá á upphafsmínútunum að þetta var vináttuleikur því bæði lið fóru sér ótrúlegt hægt í öllum aðgerðum. Ég fékk strax á tilfinninguna að það væri hroki í franska liðinu. Það væri að vanmeta íslenska liðið og hélt að hlutirnir myndu gerast af sjálfu sér. Strákarnir fundu það líklega einnig og fóru að sækja meira og voru einfaldlega sterkari. Hálffærin komu og það vantaði aðeins meira hugrekki fram á við til þess að refsa værukærum Frökkum. Það hugrekki kom á 30. mínútu. Alfreð stal boltanum af Kimpembe, lagði hann út fyrir teiginn þar sem Birkir Bjarnason var mættur og nelgdi honum smekklega í hornið. Frábært mark og fyrsta markið sem Ísland skorar undir stjórn Erik Hamrén. Loksins, loksins.Baulað í stúkunni Ísland komið yfir í heimsmeistarapartíi Frakka. Yndislegt og það sló þögn á franska áhorfendur um leið og markið kom. Fljótlega byrjuðu þeir svo að baula. Hvort þeir voru að baula á íslenska eða franska liðið er spurning? Strákarnir voru næstum búnir að bæta við marki átta mínútum síðar er Raggi átti frábæran skalla eftir horn Gylfa. Íslenska liðið að spila frábærlega. Færi Frakka, sem voru ekki mörg, komu helst eftir að þeir höfðu unnið boltann og sótt hratt. Í þrígang komust þeir í fín færi en alltaf varði Rúnar Alex í markinu. Ousmane Dembele í besta færinu en Rúnar varði frábærlega. Staðan 0-1 í hálfleik og þeir voru lúpulegir leikmenn Frakka er þeir hlupu hálfskömmustulegir inn í klefa. Pogba fyrstur að láta sig hverfa. Hans besti sprettur í hálfleiknum var inn í klefa. Rúnar Alex meiddist í fyrri hálfleik og Hannes Þór kom í hans stað í markið. Albert Guðmundsson leysti svo Alfreð Finnbogason af hólmi.Þvílíkt mark hjá Kára Ég gerði ráð fyrir brjáluðum Frökkum í síðari hálfleik en svo var ekki. Þeir voru á svipuðum hraða og stoltið virtist ekki mikið. Þeir voru bara enn að bíða eftir að eitthvað gerðist. Dembele virtist vera sá eini sem hafði raunverulegan áhuga á að gera eitthvað af fullum krafti. Sóknarþunginn þó aðeins meiri en það sló aftur þögn á áhorfendur á 58. mínútu er Kári Árnason skallaði boltann í slána og í netið. Geggjað mark. Er leið á hálfleikinn skiptu bæði lið mikið. Frakkar áttu eitt stykki Kylian Mbappé inni og með það undrabarn á vellinum var allt hægt. Sérstaklega þar sem lykilmenn Íslands voru farnir af velli og okkar varamenn eru ekki alveg í sama gæðaflokki og frönsku varamennirnir. Eftir einstaklingsframtak Mbappé varð Hólmar Örn Eyjólfsson svo óheppinn að skora sjálfsmark. Það mark kom fjórum mínútum fyrir leikslok og kveikti neista í franska liðinu. Mbappé skoraði svo jöfnunarmarkið úr vítaspyrnu á 90. mínútu en vítið var dæmt er boltinn fór í hönd Kolbeins Sigþórssonar. Grátlega svekkjandi því íslenska liðið hafði svo sannarlega lagt inn fyrir sigri í þessum leik.Furðuleg tilfinning Það er frekar skrítið að vera svekktur með jafntefli á útivelli gegn heimsmeisturunum. Það eitt og sér segir margt um hversu góð frammistaða íslenska liðsins var í dag. Eftir tvo slaka leiki í Þjóðadeildinni minntu strákarnir þjóðina, sem og heimsbyggðina, á að þeir eru ekkert hættir að vera frábært fótboltalið. Það var stolt í leik þeirra í kvöld. Einnig samheldni, fórnfýsi og alvöru barátta sem skilaði þeim frábærum úrslitum og hefði átt að skila sigri. Það lögðu allar sín lóð á vogarskálarnar og þetta var íslenska LIÐIÐ sem þjóðin elskar svo mikið. Ef liðið mætir til leiks gen Sviss í Þjóðadeildinni á mánudag með sama viðhorf og baráttu að vopni gætu náðst fram hefndir eftir niðurlæginguna ytra. Velkomnir aftur, strákar. Við söknuðum ykkar. Íslenski boltinn
Strákarnir okkar áttu að vera lömb sem voru leidd til slátrunar í heimsmeistarapartíi Frakka í Guingamp í kvöld. Á því höfðu þeir engan áhuga og skelltu franska hrokanum beint í andlitið á heimamönnum. Frakkar æfðu ekki eins og menn fyrir leikinn, fjölmiðlar höfðu engan áhuga á íslenska liðinu og allir áttu bara von á markaveislu frá meisturunum. Það var því þeim mun ljúfara að sjá okkar menn þagga niður í áhorfendum og leikmönnum franska liðsins. Það var þjóðhátíð í Guingamp í sólarhring fyrir leik og veislan náði hámarki rétt fyrir leik. RISAborði var dreginn yfir völlinn sem á stóð stórum stöfum: HEIMSMEISTARAR! Ofan á borðann kom svo heimsmeistarabikarinn.Hroki í franska liðinu Eftir að lúðrasveit Guingamp hafði slátrað íslenska þjóðsöngnum hófst loksins leikurinn. Það mátti sjá á upphafsmínútunum að þetta var vináttuleikur því bæði lið fóru sér ótrúlegt hægt í öllum aðgerðum. Ég fékk strax á tilfinninguna að það væri hroki í franska liðinu. Það væri að vanmeta íslenska liðið og hélt að hlutirnir myndu gerast af sjálfu sér. Strákarnir fundu það líklega einnig og fóru að sækja meira og voru einfaldlega sterkari. Hálffærin komu og það vantaði aðeins meira hugrekki fram á við til þess að refsa værukærum Frökkum. Það hugrekki kom á 30. mínútu. Alfreð stal boltanum af Kimpembe, lagði hann út fyrir teiginn þar sem Birkir Bjarnason var mættur og nelgdi honum smekklega í hornið. Frábært mark og fyrsta markið sem Ísland skorar undir stjórn Erik Hamrén. Loksins, loksins.Baulað í stúkunni Ísland komið yfir í heimsmeistarapartíi Frakka. Yndislegt og það sló þögn á franska áhorfendur um leið og markið kom. Fljótlega byrjuðu þeir svo að baula. Hvort þeir voru að baula á íslenska eða franska liðið er spurning? Strákarnir voru næstum búnir að bæta við marki átta mínútum síðar er Raggi átti frábæran skalla eftir horn Gylfa. Íslenska liðið að spila frábærlega. Færi Frakka, sem voru ekki mörg, komu helst eftir að þeir höfðu unnið boltann og sótt hratt. Í þrígang komust þeir í fín færi en alltaf varði Rúnar Alex í markinu. Ousmane Dembele í besta færinu en Rúnar varði frábærlega. Staðan 0-1 í hálfleik og þeir voru lúpulegir leikmenn Frakka er þeir hlupu hálfskömmustulegir inn í klefa. Pogba fyrstur að láta sig hverfa. Hans besti sprettur í hálfleiknum var inn í klefa. Rúnar Alex meiddist í fyrri hálfleik og Hannes Þór kom í hans stað í markið. Albert Guðmundsson leysti svo Alfreð Finnbogason af hólmi.Þvílíkt mark hjá Kára Ég gerði ráð fyrir brjáluðum Frökkum í síðari hálfleik en svo var ekki. Þeir voru á svipuðum hraða og stoltið virtist ekki mikið. Þeir voru bara enn að bíða eftir að eitthvað gerðist. Dembele virtist vera sá eini sem hafði raunverulegan áhuga á að gera eitthvað af fullum krafti. Sóknarþunginn þó aðeins meiri en það sló aftur þögn á áhorfendur á 58. mínútu er Kári Árnason skallaði boltann í slána og í netið. Geggjað mark. Er leið á hálfleikinn skiptu bæði lið mikið. Frakkar áttu eitt stykki Kylian Mbappé inni og með það undrabarn á vellinum var allt hægt. Sérstaklega þar sem lykilmenn Íslands voru farnir af velli og okkar varamenn eru ekki alveg í sama gæðaflokki og frönsku varamennirnir. Eftir einstaklingsframtak Mbappé varð Hólmar Örn Eyjólfsson svo óheppinn að skora sjálfsmark. Það mark kom fjórum mínútum fyrir leikslok og kveikti neista í franska liðinu. Mbappé skoraði svo jöfnunarmarkið úr vítaspyrnu á 90. mínútu en vítið var dæmt er boltinn fór í hönd Kolbeins Sigþórssonar. Grátlega svekkjandi því íslenska liðið hafði svo sannarlega lagt inn fyrir sigri í þessum leik.Furðuleg tilfinning Það er frekar skrítið að vera svekktur með jafntefli á útivelli gegn heimsmeisturunum. Það eitt og sér segir margt um hversu góð frammistaða íslenska liðsins var í dag. Eftir tvo slaka leiki í Þjóðadeildinni minntu strákarnir þjóðina, sem og heimsbyggðina, á að þeir eru ekkert hættir að vera frábært fótboltalið. Það var stolt í leik þeirra í kvöld. Einnig samheldni, fórnfýsi og alvöru barátta sem skilaði þeim frábærum úrslitum og hefði átt að skila sigri. Það lögðu allar sín lóð á vogarskálarnar og þetta var íslenska LIÐIÐ sem þjóðin elskar svo mikið. Ef liðið mætir til leiks gen Sviss í Þjóðadeildinni á mánudag með sama viðhorf og baráttu að vopni gætu náðst fram hefndir eftir niðurlæginguna ytra. Velkomnir aftur, strákar. Við söknuðum ykkar.
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti