Sárafátækir færri en nokkru sinni fyrr í sögunni Heimsljós kynnir 17. október 2018 15:30 Frá Úganda gunnisal Sameinuðu þjóðirnar hvetja framlagsríki til þess að auka samvinnu við sveitastjórnir í þróunarríkjum til þess að þær geti kynt undir hagvöxt og lyft milljónum íbúa upp úr fátækt. Í dag er alþjóðadagur baráttunnar um útrýmingu fátæktar – International Day for the Eradiction of Poverty. Á síðasta aldarfjórðungi hefur einum milljarði jarðarbúa tekist að lyfta sér upp úr fátækt og sárafátækir eru færri en nokkru sinni áður í sögunni, samkvæmt gögnum Alþjóðabankans. Fyrsta Þúsaldarmarkmiðið fól í sér að fækka sárafátækum um helming fyrir árið 2015 og það takmark náðist talsvert löngu fyrir tímamörkin. Árið 1990 voru 36% jarðarbúa undir fátæktarmörkum en 10% í árslok 2015. Nú gera spár Alþjóðabankans ráð fyrir að sárafátækum hafi fækkað í árslok 2018 niður í 8,6%. Heimsmarkmiðin tóku við af Þúsaldarmarkmiðunum og samkvæmt fyrsta Heimsmarkmiðinu á að útrýma sárafátækt algerlega fyrir árið 2030. Fjölgun sárafátækra meðal þjóða sem búa við veikt stjórnarfar er helsta ógnin við það markmið. Samkvæmt breskri rannsókn fyrr á árinu er líklegt að árið 2030 búi helmingur sárafátæktra í svokölluðum „óstöðugum ríkjum“ – þar sem vopnuð átök og spilling eru einkennandi. Tekjumörkin sem sárafátækt er miðuð við nema 225 krónum íslenskum í daglaun, eða 1,90 bandarískum dölum. Þróunaráætlun Sameinuðu þjóðanna (UNDP) bendir hins vegar á að lágar tekjur lýsi ekki nema að litlu leyti upplifun þeirra sem búa við sárafátækt. Fátækt sé margvíð og nái til margra annarra atriða en tekna, til dæmis hvort fólk hafi efni á því að setja börn á skólabekk, fara á heilsugæslustöð, hafa aðgang að hreinu vatni, salernisaðstöðu og rafmagni. Samkvæmt fátæktarvísitölu UNDP og háskólans í Oxford sem byggir á þessum mörgu þáttum og nefnist „Multidimensional Poverty Index“(MPI) býr 1,3 milljarður jarðarbúa við fátækt, þar af er helmingur þeirra yngri en átján ára. Þorri fátækra samkvæmt þessari skilgreiningu býr í sunnanverðri Afríku (58%) og sunnanverðri Asíu, (31%). Í drögum að nýrri þróunarsamvinnustefnu sem byggir á Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna er lagt til að yfirmarkmið Íslands verði að draga úr fátækt og hungri og stuðla að almennri velferð á grundvelli mannréttinda, kynjajafnréttis og sjálfbærrar þróunar. Í tvíhliða þróunarstarfi með samstarfsþjóðum okkar, Malaví og Úganda, hefur verið unnið um árabil með héraðsstjórnum að grunnþjónustu við íbúana sem rímar við tilmæli Sameinuðu þjóðanna í dag á Alþjóðlegum degi baráttunnar um útrýmingu fátæktar. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent
Sameinuðu þjóðirnar hvetja framlagsríki til þess að auka samvinnu við sveitastjórnir í þróunarríkjum til þess að þær geti kynt undir hagvöxt og lyft milljónum íbúa upp úr fátækt. Í dag er alþjóðadagur baráttunnar um útrýmingu fátæktar – International Day for the Eradiction of Poverty. Á síðasta aldarfjórðungi hefur einum milljarði jarðarbúa tekist að lyfta sér upp úr fátækt og sárafátækir eru færri en nokkru sinni áður í sögunni, samkvæmt gögnum Alþjóðabankans. Fyrsta Þúsaldarmarkmiðið fól í sér að fækka sárafátækum um helming fyrir árið 2015 og það takmark náðist talsvert löngu fyrir tímamörkin. Árið 1990 voru 36% jarðarbúa undir fátæktarmörkum en 10% í árslok 2015. Nú gera spár Alþjóðabankans ráð fyrir að sárafátækum hafi fækkað í árslok 2018 niður í 8,6%. Heimsmarkmiðin tóku við af Þúsaldarmarkmiðunum og samkvæmt fyrsta Heimsmarkmiðinu á að útrýma sárafátækt algerlega fyrir árið 2030. Fjölgun sárafátækra meðal þjóða sem búa við veikt stjórnarfar er helsta ógnin við það markmið. Samkvæmt breskri rannsókn fyrr á árinu er líklegt að árið 2030 búi helmingur sárafátæktra í svokölluðum „óstöðugum ríkjum“ – þar sem vopnuð átök og spilling eru einkennandi. Tekjumörkin sem sárafátækt er miðuð við nema 225 krónum íslenskum í daglaun, eða 1,90 bandarískum dölum. Þróunaráætlun Sameinuðu þjóðanna (UNDP) bendir hins vegar á að lágar tekjur lýsi ekki nema að litlu leyti upplifun þeirra sem búa við sárafátækt. Fátækt sé margvíð og nái til margra annarra atriða en tekna, til dæmis hvort fólk hafi efni á því að setja börn á skólabekk, fara á heilsugæslustöð, hafa aðgang að hreinu vatni, salernisaðstöðu og rafmagni. Samkvæmt fátæktarvísitölu UNDP og háskólans í Oxford sem byggir á þessum mörgu þáttum og nefnist „Multidimensional Poverty Index“(MPI) býr 1,3 milljarður jarðarbúa við fátækt, þar af er helmingur þeirra yngri en átján ára. Þorri fátækra samkvæmt þessari skilgreiningu býr í sunnanverðri Afríku (58%) og sunnanverðri Asíu, (31%). Í drögum að nýrri þróunarsamvinnustefnu sem byggir á Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna er lagt til að yfirmarkmið Íslands verði að draga úr fátækt og hungri og stuðla að almennri velferð á grundvelli mannréttinda, kynjajafnréttis og sjálfbærrar þróunar. Í tvíhliða þróunarstarfi með samstarfsþjóðum okkar, Malaví og Úganda, hefur verið unnið um árabil með héraðsstjórnum að grunnþjónustu við íbúana sem rímar við tilmæli Sameinuðu þjóðanna í dag á Alþjóðlegum degi baráttunnar um útrýmingu fátæktar. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent