Fjarðarkaup hrifsar toppsætið af Netflix og vinsældir Costco dvína Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. október 2018 15:00 Starfsmenn Fjarðarkaupa hafa fengið frí um Verslunarmannahelgina undanfarin ár. Fjarðarkaup Viðskiptavinir Fjarðarkaupa reyndust líklegri til að mæla með þjónustu Fjarðarkaupa en viðskiptavinir annarra fyrirtækja á Íslandi. Þetta eru niðurstöður nýlegrar könnunar MMR á meðmælavísitölu 85 þjónustufyrirtækja á einstaklingsmarkaði. Þá hefur heldur dregið úr því að viðskiptavinir Costco mæli með fyrirtækinu. Fjarðarkaup er í efsta sæti listans en Costco fer úr öðru sæti í það sjöunda. Íbúðalánasjóður og Lánasjóður íslenskra námsmanna eru í tveimur neðstu sætum listans. Meðmælavísitalan byggir á Net Promoter Score aðferðafræðinni en meðmælavísitalan byggir, líkt og nafnið bendir til, á mælingum á því hversu líklegir einstaklingar eru til að mæla með (eða hallmæla) fyrirtækjum sem þau hafa átt viðskipti við. Niðurstöður mælinganna gefa því góða tilfinningu fyrir stöðu fyrirtækja á íslenskum markaði enda hafa rannsóknir sýnt að meðmæli eru stór áhrifaþáttur í ákvörðunartöku neytenda um hvort stofna eigi til viðskiptasambands við fyrirtæki.Fjarðarkaup á toppnum en Costco fellur Eins og sjá má voru fyrirtækin sem vermdu toppinn á meðmælavísitölunni í ár að miklu leyti þau sömu og voru á lista þeirra 10 efstu í fyrra en þó voru nokkrar breytingar á röðun þeirra. Fjarðarkaup stökk upp í efsta sæti listans og færðist þar með upp fyrir Netflix og Costco sem færðist í 2. sætið í flokki matvöruverslana og 7. sæti í heildarmælingunni. Þá héldu Toyota, IKEA og Nova áfram að bera af í sínum atvinnugreinum en fyrirtækin hafa, ásamt Fjarðarkaupum, verið fastagestir á lista 10 efstu fyrirtækja landsins frá því að mælingar á meðmælavísitölunni hófust árið 2014. Að sama skapi virðist hrifning landsmanna af Netflix streymisveitunni ekkert minnka - en eins og við greindum frá í sumar sögðust tveir af hverjum þremur Íslendingum vera með aðgang að þjónustunni á heimilum sínu. Þá komu vefmiðasölurnar Tix.is og Miði.is sterkar inn í ár og komust inn á lista meðal hinna 10 efstu en vaxandi þjónusta fyrirtækjanna á vefmiðasölumarkaði hefur greinilega lagst vel í landsmenn.Costco fellur um nokkur sæti á listanum.Fréttablaðið/ErnirÁ lista efstu atvinnugreina í mælingum ársins mátti sjá að ánægja með áskriftarþjónustu og bifreiðaumboð/bifreiðaverkstæði fór vaxandi en báðar atvinnugreinarnar áttu máttarstólpa á lista yfir 10 efstu fyrirtæki landsins. Meðmælavísitala íslenskra atvinnugreina reyndist mjög breytileg og mældist á bilinu -82,2% til 44,8% en þess má geta að 20% fyrirtækja sáu hækkun á meðmælavísitölu sinni á milli ára. Þá er eftirtektarvert að almenningsþjónusta tók stökk úr 11. sæti á lista atvinnugreina árið 2017 í 5. sætið í mælingum þessa árs. Þar munar mest um Strætó sem bætti meðmælavísitölu sína hvað mest á milli ára og fór upp um 39 sæti frá 2017 til 2018. Einnig er athyglisvert að sjá að Krónan fór upp um 18 sæti á milli ára en svo virðist sem að íslenskir neytendur hafi tekið vel í breyttar verslanir og nýjar þjónustuáherslur fyrirtækisins. Ef litið var til þeirra fyrirtækja sem höfðu fallið niður listann frá mælingum síðasta árs mátti sjá að Sports Direct féll um heil 46 sæti á milli ára en eignarhald íslensku verslunarinnar færðist fyrr á árinu alfarið yfir til bresku verslanakeðjunnar sem verslunin dregur nafn sitt af. Þá mátti einnig sjá að Securitas, Norðurorka, Ergo og Lyf og heilsa nutu öllu nokkuð verra gengis nú heldur en í mælingum síðasta árs. Líkt og fyrri ár hlutu Íbúðalánasjóður og Lánasjóður íslenskra námsmanna slæma útreið hjá almenningi og sátu í tveimur neðstu sætum listans en stofnanirnar tvær hafa vermt botnsæti listans frá því að mælingar hófust árið 2014. Könnunin náði til 957 einstaklinga. Safnað var á bilinu 133 til 2851 svörum í hverri atvinnugrein. Eru álitsgjafar valdir úr Þjóðskrá þannig að þeir endurspegli lýðfræðilega samsetningu þjóðarinnar á hverjum tíma.Uppfært 18. október klukkan 20:19Fréttin hefur verið leiðrétt eftir tilkynningu frá MMR sem sneri að orðalag varðandi fjögur fyrirtæki sem döluðu hvað mest á milli ára. Sá listi hefur verið fjarlægður þar sem breyting á röðun fyrirtækjanna (Securitas, Norðurorka, Ergo og Lyf og heilsa) taldist að mati MMR ekki marktæk milli ára. Þ.e. litlar breytingar gátu orsakað fall um nokkur sæti sem gáfu til kynna dramatískari breytingar en efni stóðu til. MMR biðst velvirðingar á mistökunum. Costco Neytendur Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Viðskiptavinir Fjarðarkaupa reyndust líklegri til að mæla með þjónustu Fjarðarkaupa en viðskiptavinir annarra fyrirtækja á Íslandi. Þetta eru niðurstöður nýlegrar könnunar MMR á meðmælavísitölu 85 þjónustufyrirtækja á einstaklingsmarkaði. Þá hefur heldur dregið úr því að viðskiptavinir Costco mæli með fyrirtækinu. Fjarðarkaup er í efsta sæti listans en Costco fer úr öðru sæti í það sjöunda. Íbúðalánasjóður og Lánasjóður íslenskra námsmanna eru í tveimur neðstu sætum listans. Meðmælavísitalan byggir á Net Promoter Score aðferðafræðinni en meðmælavísitalan byggir, líkt og nafnið bendir til, á mælingum á því hversu líklegir einstaklingar eru til að mæla með (eða hallmæla) fyrirtækjum sem þau hafa átt viðskipti við. Niðurstöður mælinganna gefa því góða tilfinningu fyrir stöðu fyrirtækja á íslenskum markaði enda hafa rannsóknir sýnt að meðmæli eru stór áhrifaþáttur í ákvörðunartöku neytenda um hvort stofna eigi til viðskiptasambands við fyrirtæki.Fjarðarkaup á toppnum en Costco fellur Eins og sjá má voru fyrirtækin sem vermdu toppinn á meðmælavísitölunni í ár að miklu leyti þau sömu og voru á lista þeirra 10 efstu í fyrra en þó voru nokkrar breytingar á röðun þeirra. Fjarðarkaup stökk upp í efsta sæti listans og færðist þar með upp fyrir Netflix og Costco sem færðist í 2. sætið í flokki matvöruverslana og 7. sæti í heildarmælingunni. Þá héldu Toyota, IKEA og Nova áfram að bera af í sínum atvinnugreinum en fyrirtækin hafa, ásamt Fjarðarkaupum, verið fastagestir á lista 10 efstu fyrirtækja landsins frá því að mælingar á meðmælavísitölunni hófust árið 2014. Að sama skapi virðist hrifning landsmanna af Netflix streymisveitunni ekkert minnka - en eins og við greindum frá í sumar sögðust tveir af hverjum þremur Íslendingum vera með aðgang að þjónustunni á heimilum sínu. Þá komu vefmiðasölurnar Tix.is og Miði.is sterkar inn í ár og komust inn á lista meðal hinna 10 efstu en vaxandi þjónusta fyrirtækjanna á vefmiðasölumarkaði hefur greinilega lagst vel í landsmenn.Costco fellur um nokkur sæti á listanum.Fréttablaðið/ErnirÁ lista efstu atvinnugreina í mælingum ársins mátti sjá að ánægja með áskriftarþjónustu og bifreiðaumboð/bifreiðaverkstæði fór vaxandi en báðar atvinnugreinarnar áttu máttarstólpa á lista yfir 10 efstu fyrirtæki landsins. Meðmælavísitala íslenskra atvinnugreina reyndist mjög breytileg og mældist á bilinu -82,2% til 44,8% en þess má geta að 20% fyrirtækja sáu hækkun á meðmælavísitölu sinni á milli ára. Þá er eftirtektarvert að almenningsþjónusta tók stökk úr 11. sæti á lista atvinnugreina árið 2017 í 5. sætið í mælingum þessa árs. Þar munar mest um Strætó sem bætti meðmælavísitölu sína hvað mest á milli ára og fór upp um 39 sæti frá 2017 til 2018. Einnig er athyglisvert að sjá að Krónan fór upp um 18 sæti á milli ára en svo virðist sem að íslenskir neytendur hafi tekið vel í breyttar verslanir og nýjar þjónustuáherslur fyrirtækisins. Ef litið var til þeirra fyrirtækja sem höfðu fallið niður listann frá mælingum síðasta árs mátti sjá að Sports Direct féll um heil 46 sæti á milli ára en eignarhald íslensku verslunarinnar færðist fyrr á árinu alfarið yfir til bresku verslanakeðjunnar sem verslunin dregur nafn sitt af. Þá mátti einnig sjá að Securitas, Norðurorka, Ergo og Lyf og heilsa nutu öllu nokkuð verra gengis nú heldur en í mælingum síðasta árs. Líkt og fyrri ár hlutu Íbúðalánasjóður og Lánasjóður íslenskra námsmanna slæma útreið hjá almenningi og sátu í tveimur neðstu sætum listans en stofnanirnar tvær hafa vermt botnsæti listans frá því að mælingar hófust árið 2014. Könnunin náði til 957 einstaklinga. Safnað var á bilinu 133 til 2851 svörum í hverri atvinnugrein. Eru álitsgjafar valdir úr Þjóðskrá þannig að þeir endurspegli lýðfræðilega samsetningu þjóðarinnar á hverjum tíma.Uppfært 18. október klukkan 20:19Fréttin hefur verið leiðrétt eftir tilkynningu frá MMR sem sneri að orðalag varðandi fjögur fyrirtæki sem döluðu hvað mest á milli ára. Sá listi hefur verið fjarlægður þar sem breyting á röðun fyrirtækjanna (Securitas, Norðurorka, Ergo og Lyf og heilsa) taldist að mati MMR ekki marktæk milli ára. Þ.e. litlar breytingar gátu orsakað fall um nokkur sæti sem gáfu til kynna dramatískari breytingar en efni stóðu til. MMR biðst velvirðingar á mistökunum.
Costco Neytendur Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira