Umfjöllun og viðtöl: FH - Selfoss 27-30 | Selfoss hafði betur í toppslagnum Svava Kristín Grétarsdóttir í Kaplakrika skrifar 20. október 2018 22:15 Vísir/Andri Marinó Selfoss er á toppi deildarinnar eftir þriggja marka sigur á FH í kvöld, 27-30. FH leiddi leikinn lengst af en staðan í hálfleik 14-13, FH í vil. Bæði lið byrjuðu leikinn af krafti en það hægðist fljótlega á leik Selfyssinga og staðan 7-4 eftir rúmar 10 mínútur. Patrekur Jóhannesson, þjálfari Selfoss, tók þá leikhlé til að hægja aðeins á leik FH-inga. Það varð þó lítil breyting á leiknum, FH hélt áfram að leiða og náði 5 marka forystu þegar stundarfjórðungur var liðinn af leiknum, 10-5. Selfoss náði að komast í takt við leikinn á seinni 15 mínútunum og vann þann kafla, 4-8. Staðan þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks, 14-13. FH átti fyrsta mark síðari hálfleiks en í framhaldi af því náði Selfoss 0-3 kafla þar sem heimamenn skoruðu ekki mark í tæpar 10 mínútur. Eftir markaþurrkinn tók við jafn leikur þar sem liðin skiptust á að skora og leiða leikinn með einu marki. Þegar 5 mínútur voru til leiksloka var staðan jöfn 25-25, Selfyssingar misstu þá tvo leikmenn útaf í tveggja mínútna brottvísun og útlitið dökkt. Það breytti þá þó litlu máli, Haukur Þrastarson, undra drengurinn frá Selfossi, skoraði eftir langa sókn og undirtalan varð þeim ekki að falli. Eitt mark skildi liðin að þegar mínúta var eftir af leiktímanum, FH tapaði boltanum og Elvar Örn Jónsson tryggði Selfossi sigurinn þegar hann kom sínum mönnum tveimur mörkum yfir. Árni Steinn Steinþórsson gull tryggði síðan þriggja marka sigur með flautumarki, lokatölur í Kaplakrika, 27-30. Selfyssingar á toppnum, taplausir með 11 stig. Af hverju vann Selfoss?Selfoss er eins og græni kallinn, þeir koma alltaf aftur. Þetta lið er stútfullt af karakter og seiglan í þessum strákum er mögnuð. FH vissi af þeirra endurkomu en gátu ekki stöðvað þá, sóknarlega voru þeir óstöðvandi síðusta stundarfjórðunginn, skoruðu 10 mörk á og það skilaði þeim sigrinum í dag. Hverjir stóðu upp úr? Eftir frekar andlausan fyrri hálfleik þá átti Selfoss nóg af leikmönnum inni. Einn þeirra var Elvar Örn Jónsson, hann var frábær í kvöld, markahæstur í sínu liði með 8 mörk. Árni Steinn Steinþórsson átti góðan leik, 6 mörk úr 6 skotum hjá honum. Þá átti Pawel Kiepulski fínan dag í rammanum, varði 14 bolta. Ágúst Birgisson átti mjög góðan leik í liði FH. Hann var með 100% nýtingu 6 mörk úr jafn mörgum skotum og að vanda var hann eins og klettur í miðri vörninni. Birgir Már Birgisson átti hins vegar sinn besta leik með FH til þessa, atkvæðamestur í leiknum með 9 mörk úr 10 skotum. Hvað gekk illa? Fyrri hálfleikurinn var kaflaskiptur og hálf andlaus á köflum hjá báðum liðum. Sóknarleikurinn hjá Selfyssingum var ekki sannfærandi framan af og áttu þeir nóg inni fyrir seinni hálfleikinn sem þeir sýndu svo. Hvað er framundan? Núna tekur við landsleikjahlé en næsti leikur FH er gegn ÍR þann 1. nóvember, það er frestaður leikur síðan úr 5.umferð. 7. umferðin hefst síðan sunnudaginn 4. nóvember, þá fara FH-ingar í mosfellsbæ þar sem þeir mæta Aftureldingu en Selfoss fær KA í heimsókn. Halldór Jóhann: Það féll allt með þeim og ekki í fyrsta skiptið.„Þetta var jafn leikur alveg fram að síðustu sekúndu“ sagði Halldór Jóhann, þjálfari FH. „Í svona leik eru það slæmar ákvarðanir undir lokin sem telja, við fengum hraðaupphlaup undir lokin en svo mark strax í bakið. Það virðist bara allt falla með þeim, í rauninni er það bara þannig.“ „Þetta var jafn leikur alveg fram að síðustu sekúndu, við hefðum alveg geta tekið þetta. En við töpuðum í dag.“ sagði Halldór Leikurinn var jafn þegar 5 mínútur voru til leiksloka, 25-25. Selfoss missti þá tvo leikmenn útaf. Hefði FH getað nýtt sér yfirtöluna betur? „Nei nei, við náðum bara ekki að skora, við nýttum ekki dauðafæri. Þetta er bara eitt af þessum momentum sem við verðum að nýta okkur betur og klára leikinn, við áttum alveg möguleika á því. En eins og ég sagði, það féll bara allt með þeim og ekki í fyrsta skiptið, þetta bara hlýtur að enda einhverntímann.“ sagði Halldór að lokum Patrekur: Þeir eru mannlegir líka þessir strákarPatrekur Jóhannesson, þjálfari Selfoss, var stoltur af sínum strákum að leik loknum. „Ég var mjög óánægður með okkur í fyrri hálfleik. Afhverju? Ég ætla ekkert að fara að afsaka okkur á einhverri þreytu en við vorum ekki líkir sjálfum okkur í byrjun leiks.“ „Við fórum samt bara inní hálfleik aðeins einu marki undir. Þetta gerði það að verkum að við töluðum saman í hálfleik og vorum allir sammála því að við vildum breyta þessu. Í seinni hálfleik þá spiluðum við töluvert betur, ég er hrikalega ánægður með að hafa unnið þennann leik, en þetta var erfitt.“ sagði Patrekur. Selfoss-liðið hefur verið undir álagi síðustu tvær vikur, 5 stórleikir hjá liðinu. Þeir hafa mætt ÍBV, Val og FH í deildinni og í millitíðinni komist áfram í EHF-keppninni eftir tvo erfiða leiki gegn Riko Ribnica frá Slóveníu „Ég er auðvitað stoltur af þeim. Ég vonaðist alveg eftir því að fyrri hálfleikurinn yrði ekki svona í kvöld en þeir eru auðvitað mannlegir líka þessir strákar. Þeir voru þreyttir en við vildum ekkert tala okkur niður, þeir sýndu karakter í lokin og að taka tvö stig gegn sterku FH liði er frábært. Þetta hefur verið erfitt hjá okkur, 5 leikir á 15 dögum, við vildum loka þessu á jákvæðan hátt og við gerðum það.“ sagði Patrekur að lokum Ágúst: Mér finnst frábært að fá ekki frí„Þetta var hörkuleikur frá fyrstu mínútu“ sagði Ágúst Birgisson, leikmaður FH „Við byrjuðum leikinn aðeins betur en þetta Selfoss lið kemur alltaf til baka. Þeir eru góðir í þessum endurkomum og við vissum alveg af því fyrir leik, en þetta var bara hörkuleikur í kvöld“ sagði Ágúst, en aðspurður að því hvað varð þeim að falli sagði hann að það hafi bara allt gengið upp hjá Selfyssingum „Við urðum aðeins eftir á undir lokin á leiknum en svo vorum að klúðra dauðafærum og skotum fyrir utan í sókninni. Hjá þeim var einhvernveginn allt inni, það var nóg að skjóta á markið hjá okkur.“ Ágúst er í landsliðshópnum sem Guðmundur Guðmundsson, þjálfari liðsins, valdi á dögunum. Ágúst segist ekkert þurfa á fríinu að halda og er spenntur fyrir æfingunum í næstu viku. „Maður er í þessu til að æfa og spila handbolta svo mér finnst bara frábært að fá ekki frí.“ Olís-deild karla Olís-deild kvenna
Selfoss er á toppi deildarinnar eftir þriggja marka sigur á FH í kvöld, 27-30. FH leiddi leikinn lengst af en staðan í hálfleik 14-13, FH í vil. Bæði lið byrjuðu leikinn af krafti en það hægðist fljótlega á leik Selfyssinga og staðan 7-4 eftir rúmar 10 mínútur. Patrekur Jóhannesson, þjálfari Selfoss, tók þá leikhlé til að hægja aðeins á leik FH-inga. Það varð þó lítil breyting á leiknum, FH hélt áfram að leiða og náði 5 marka forystu þegar stundarfjórðungur var liðinn af leiknum, 10-5. Selfoss náði að komast í takt við leikinn á seinni 15 mínútunum og vann þann kafla, 4-8. Staðan þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks, 14-13. FH átti fyrsta mark síðari hálfleiks en í framhaldi af því náði Selfoss 0-3 kafla þar sem heimamenn skoruðu ekki mark í tæpar 10 mínútur. Eftir markaþurrkinn tók við jafn leikur þar sem liðin skiptust á að skora og leiða leikinn með einu marki. Þegar 5 mínútur voru til leiksloka var staðan jöfn 25-25, Selfyssingar misstu þá tvo leikmenn útaf í tveggja mínútna brottvísun og útlitið dökkt. Það breytti þá þó litlu máli, Haukur Þrastarson, undra drengurinn frá Selfossi, skoraði eftir langa sókn og undirtalan varð þeim ekki að falli. Eitt mark skildi liðin að þegar mínúta var eftir af leiktímanum, FH tapaði boltanum og Elvar Örn Jónsson tryggði Selfossi sigurinn þegar hann kom sínum mönnum tveimur mörkum yfir. Árni Steinn Steinþórsson gull tryggði síðan þriggja marka sigur með flautumarki, lokatölur í Kaplakrika, 27-30. Selfyssingar á toppnum, taplausir með 11 stig. Af hverju vann Selfoss?Selfoss er eins og græni kallinn, þeir koma alltaf aftur. Þetta lið er stútfullt af karakter og seiglan í þessum strákum er mögnuð. FH vissi af þeirra endurkomu en gátu ekki stöðvað þá, sóknarlega voru þeir óstöðvandi síðusta stundarfjórðunginn, skoruðu 10 mörk á og það skilaði þeim sigrinum í dag. Hverjir stóðu upp úr? Eftir frekar andlausan fyrri hálfleik þá átti Selfoss nóg af leikmönnum inni. Einn þeirra var Elvar Örn Jónsson, hann var frábær í kvöld, markahæstur í sínu liði með 8 mörk. Árni Steinn Steinþórsson átti góðan leik, 6 mörk úr 6 skotum hjá honum. Þá átti Pawel Kiepulski fínan dag í rammanum, varði 14 bolta. Ágúst Birgisson átti mjög góðan leik í liði FH. Hann var með 100% nýtingu 6 mörk úr jafn mörgum skotum og að vanda var hann eins og klettur í miðri vörninni. Birgir Már Birgisson átti hins vegar sinn besta leik með FH til þessa, atkvæðamestur í leiknum með 9 mörk úr 10 skotum. Hvað gekk illa? Fyrri hálfleikurinn var kaflaskiptur og hálf andlaus á köflum hjá báðum liðum. Sóknarleikurinn hjá Selfyssingum var ekki sannfærandi framan af og áttu þeir nóg inni fyrir seinni hálfleikinn sem þeir sýndu svo. Hvað er framundan? Núna tekur við landsleikjahlé en næsti leikur FH er gegn ÍR þann 1. nóvember, það er frestaður leikur síðan úr 5.umferð. 7. umferðin hefst síðan sunnudaginn 4. nóvember, þá fara FH-ingar í mosfellsbæ þar sem þeir mæta Aftureldingu en Selfoss fær KA í heimsókn. Halldór Jóhann: Það féll allt með þeim og ekki í fyrsta skiptið.„Þetta var jafn leikur alveg fram að síðustu sekúndu“ sagði Halldór Jóhann, þjálfari FH. „Í svona leik eru það slæmar ákvarðanir undir lokin sem telja, við fengum hraðaupphlaup undir lokin en svo mark strax í bakið. Það virðist bara allt falla með þeim, í rauninni er það bara þannig.“ „Þetta var jafn leikur alveg fram að síðustu sekúndu, við hefðum alveg geta tekið þetta. En við töpuðum í dag.“ sagði Halldór Leikurinn var jafn þegar 5 mínútur voru til leiksloka, 25-25. Selfoss missti þá tvo leikmenn útaf. Hefði FH getað nýtt sér yfirtöluna betur? „Nei nei, við náðum bara ekki að skora, við nýttum ekki dauðafæri. Þetta er bara eitt af þessum momentum sem við verðum að nýta okkur betur og klára leikinn, við áttum alveg möguleika á því. En eins og ég sagði, það féll bara allt með þeim og ekki í fyrsta skiptið, þetta bara hlýtur að enda einhverntímann.“ sagði Halldór að lokum Patrekur: Þeir eru mannlegir líka þessir strákarPatrekur Jóhannesson, þjálfari Selfoss, var stoltur af sínum strákum að leik loknum. „Ég var mjög óánægður með okkur í fyrri hálfleik. Afhverju? Ég ætla ekkert að fara að afsaka okkur á einhverri þreytu en við vorum ekki líkir sjálfum okkur í byrjun leiks.“ „Við fórum samt bara inní hálfleik aðeins einu marki undir. Þetta gerði það að verkum að við töluðum saman í hálfleik og vorum allir sammála því að við vildum breyta þessu. Í seinni hálfleik þá spiluðum við töluvert betur, ég er hrikalega ánægður með að hafa unnið þennann leik, en þetta var erfitt.“ sagði Patrekur. Selfoss-liðið hefur verið undir álagi síðustu tvær vikur, 5 stórleikir hjá liðinu. Þeir hafa mætt ÍBV, Val og FH í deildinni og í millitíðinni komist áfram í EHF-keppninni eftir tvo erfiða leiki gegn Riko Ribnica frá Slóveníu „Ég er auðvitað stoltur af þeim. Ég vonaðist alveg eftir því að fyrri hálfleikurinn yrði ekki svona í kvöld en þeir eru auðvitað mannlegir líka þessir strákar. Þeir voru þreyttir en við vildum ekkert tala okkur niður, þeir sýndu karakter í lokin og að taka tvö stig gegn sterku FH liði er frábært. Þetta hefur verið erfitt hjá okkur, 5 leikir á 15 dögum, við vildum loka þessu á jákvæðan hátt og við gerðum það.“ sagði Patrekur að lokum Ágúst: Mér finnst frábært að fá ekki frí„Þetta var hörkuleikur frá fyrstu mínútu“ sagði Ágúst Birgisson, leikmaður FH „Við byrjuðum leikinn aðeins betur en þetta Selfoss lið kemur alltaf til baka. Þeir eru góðir í þessum endurkomum og við vissum alveg af því fyrir leik, en þetta var bara hörkuleikur í kvöld“ sagði Ágúst, en aðspurður að því hvað varð þeim að falli sagði hann að það hafi bara allt gengið upp hjá Selfyssingum „Við urðum aðeins eftir á undir lokin á leiknum en svo vorum að klúðra dauðafærum og skotum fyrir utan í sókninni. Hjá þeim var einhvernveginn allt inni, það var nóg að skjóta á markið hjá okkur.“ Ágúst er í landsliðshópnum sem Guðmundur Guðmundsson, þjálfari liðsins, valdi á dögunum. Ágúst segist ekkert þurfa á fríinu að halda og er spenntur fyrir æfingunum í næstu viku. „Maður er í þessu til að æfa og spila handbolta svo mér finnst bara frábært að fá ekki frí.“
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti