Ísland tekur þátt í svæðaverkefni í vesturhluta Afríku Heimsljós kynnir 5. september 2018 00:01 Þátttakendur og leiðbeinendur á námskeiðinu í Síerra Leone. Utanríkisráðuneytið og Sjávarútvegsskóli háskóla Sameinuðu þjóðanna héldu ekki alls fyrir löngu námskeið í notkun og greiningu gagna úr skipaeftirlitskerfum fyrir lykilstarfsmenn sjávarútvegsráðuneyta í Síerra Leone, Líberíu og Gana. Námskeiðið er þáttur í svæðasamstarfi í Vestur-Afríku sem utanríkisráðuneytið tekur þátt í og kallast West Africa Regional Fisheries Program (WARFP). Alþjóðabankinn leiðir samstarfið. Að sögn Péturs Waldorff, sérfræðings í deild svæðasamstarfs og atvinnnulífs á þróunarsamvinnuskrifstofu utanríkisráðuneytisin, var tilgangur námskeiðsins að styrkja samstarfslöndin í vöktun fiskveiðilögsögu sinnar. Hann segir að tæknin sé nátengd hafrétti og mikilvægt tæki í baráttunni gegn ólöglegum veiðum innan lögsögu ríkjanna. „Námskeiðið, sem haldið var í Sierra Leone, var hið fyrsta sinnar tegundar, en áætlað er að halda framhaldsnámskeið fyrir sama hóp síðar á árinu og aftur á næsta ári til þess að undirbúa hópinn enn betur í vinnslu gagna úr skipaeftirlitskerfum sínum og túlkun á skilvirkan og áhrifaríkan hátt,“ segir Pétur. „Áhersla er til dæmis lögð á að gögn séu tekin saman og sýnd á myndrænan hátt á korti, en þannig má glögglega greina þegar að skip eru að veiðum innan lögsögu landanna. Með þessum hætti verða gögnin einnig læsileg og nothæf fyrir samstarfsaðila og yfirmenn sem ekki eru sérfræðingar í skipaeftirlitskerfunum og nýtast við eftirfylgni mála og ákvarðanatöku.“ Íslensk reynsla og sérfræðiþekking á sviði skipavöktunar kemur við sögu í þessu verkefni en kennarar námskeiðsins voru þeir Einar Hjörleifsson og Julian Burgos hjá Hafrannsóknarstofnun og Alex Senechal hjá Macalister Elliot and Partnes LTD í Bretlandi. Sjávarútvegsskóli háskóla Sameinuðu þjóðanna sá um skipulag og utanumhald námskeiðsins.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim.Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent
Utanríkisráðuneytið og Sjávarútvegsskóli háskóla Sameinuðu þjóðanna héldu ekki alls fyrir löngu námskeið í notkun og greiningu gagna úr skipaeftirlitskerfum fyrir lykilstarfsmenn sjávarútvegsráðuneyta í Síerra Leone, Líberíu og Gana. Námskeiðið er þáttur í svæðasamstarfi í Vestur-Afríku sem utanríkisráðuneytið tekur þátt í og kallast West Africa Regional Fisheries Program (WARFP). Alþjóðabankinn leiðir samstarfið. Að sögn Péturs Waldorff, sérfræðings í deild svæðasamstarfs og atvinnnulífs á þróunarsamvinnuskrifstofu utanríkisráðuneytisin, var tilgangur námskeiðsins að styrkja samstarfslöndin í vöktun fiskveiðilögsögu sinnar. Hann segir að tæknin sé nátengd hafrétti og mikilvægt tæki í baráttunni gegn ólöglegum veiðum innan lögsögu ríkjanna. „Námskeiðið, sem haldið var í Sierra Leone, var hið fyrsta sinnar tegundar, en áætlað er að halda framhaldsnámskeið fyrir sama hóp síðar á árinu og aftur á næsta ári til þess að undirbúa hópinn enn betur í vinnslu gagna úr skipaeftirlitskerfum sínum og túlkun á skilvirkan og áhrifaríkan hátt,“ segir Pétur. „Áhersla er til dæmis lögð á að gögn séu tekin saman og sýnd á myndrænan hátt á korti, en þannig má glögglega greina þegar að skip eru að veiðum innan lögsögu landanna. Með þessum hætti verða gögnin einnig læsileg og nothæf fyrir samstarfsaðila og yfirmenn sem ekki eru sérfræðingar í skipaeftirlitskerfunum og nýtast við eftirfylgni mála og ákvarðanatöku.“ Íslensk reynsla og sérfræðiþekking á sviði skipavöktunar kemur við sögu í þessu verkefni en kennarar námskeiðsins voru þeir Einar Hjörleifsson og Julian Burgos hjá Hafrannsóknarstofnun og Alex Senechal hjá Macalister Elliot and Partnes LTD í Bretlandi. Sjávarútvegsskóli háskóla Sameinuðu þjóðanna sá um skipulag og utanumhald námskeiðsins.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim.Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent