Lífskjör í heiminum fara batnandi – Ísland í sjötta efsta sæti Heimsljós kynnir 17. september 2018 09:00 Ísland er í sjötta sæti á lífskjaralista Sameinuðu þjóðanna, sama sæti og fyrir tveimur árum þegar síðasti listi var birtur. Staða norrænu þjóðanna allra er óbreytt frá síðasta lista, Norðmenn í efsta sæti, Íslendingar í sjötta, Svíar í sjöunda, Danir í ellefta og Finnar í fimmtánda. Meginniðurstaða lífskjaralistans er sú að lífskjör í heiminum fara batnandi. Lífskjaralistinn er gefinn út af Þróunarstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNDP) og mælir lífskjör eða „human development“ út frá ýmsum mælikvörðum, meðal annars þjóðartekjum, heilsufari og menntun. Þjóðirnar sem lífskjaralistinn nær til eru 189 talsins. Af þeim eru 59 þjóðir í hæsta flokki og 38 í lægsta flokki. Fyrir aðeins átta árum voru nánast jafn margar þjóðir í hvorum flokki, 46 í efri flokknum og 49 í þeim neðri. Nítján árum munar á meðalævilengd íbúa í flokkunum tveimur. Í tíu efstu sætunum eru eftirtaldar þjóðir: 1. Noregur, 2. Sviss, 3. Ástralía, 4. Írland, 5. Þýskaland, 6. Ísland, 7. Hong Kong, 7. Svíþjóð, 9. Singapúr og 10. Holland Þrjár þjóðir hafa hækkað hratt á síðustu árum, Írar hafa hækkað um þrettán sæti, og bæði íbúar Dómínaska lýðveldisins og Botsvana hafa hækkað um átta sæti. Lækkunin er mest hjá þjóðum í vopnuðum átökum, Sýrlendingar lækka um 27 sæti, Líbíumenn lækka 26 sæti og Jemenar hafa hrunið um 20 sæti. Hjá samstarfsþjóðum Íslandi eru breytingar litlar, Úgandabúar er í 163. sæti, sama og síðast, en Malavar falla niður um eitt sæti og eru í 171. sæti á nýja listanum.Wide inequalities in people’s well-being cast a shadow on sustained human development progress (UNDP)Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim.Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent
Ísland er í sjötta sæti á lífskjaralista Sameinuðu þjóðanna, sama sæti og fyrir tveimur árum þegar síðasti listi var birtur. Staða norrænu þjóðanna allra er óbreytt frá síðasta lista, Norðmenn í efsta sæti, Íslendingar í sjötta, Svíar í sjöunda, Danir í ellefta og Finnar í fimmtánda. Meginniðurstaða lífskjaralistans er sú að lífskjör í heiminum fara batnandi. Lífskjaralistinn er gefinn út af Þróunarstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNDP) og mælir lífskjör eða „human development“ út frá ýmsum mælikvörðum, meðal annars þjóðartekjum, heilsufari og menntun. Þjóðirnar sem lífskjaralistinn nær til eru 189 talsins. Af þeim eru 59 þjóðir í hæsta flokki og 38 í lægsta flokki. Fyrir aðeins átta árum voru nánast jafn margar þjóðir í hvorum flokki, 46 í efri flokknum og 49 í þeim neðri. Nítján árum munar á meðalævilengd íbúa í flokkunum tveimur. Í tíu efstu sætunum eru eftirtaldar þjóðir: 1. Noregur, 2. Sviss, 3. Ástralía, 4. Írland, 5. Þýskaland, 6. Ísland, 7. Hong Kong, 7. Svíþjóð, 9. Singapúr og 10. Holland Þrjár þjóðir hafa hækkað hratt á síðustu árum, Írar hafa hækkað um þrettán sæti, og bæði íbúar Dómínaska lýðveldisins og Botsvana hafa hækkað um átta sæti. Lækkunin er mest hjá þjóðum í vopnuðum átökum, Sýrlendingar lækka um 27 sæti, Líbíumenn lækka 26 sæti og Jemenar hafa hrunið um 20 sæti. Hjá samstarfsþjóðum Íslandi eru breytingar litlar, Úgandabúar er í 163. sæti, sama og síðast, en Malavar falla niður um eitt sæti og eru í 171. sæti á nýja listanum.Wide inequalities in people’s well-being cast a shadow on sustained human development progress (UNDP)Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim.Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent